Aðalfundur sjómannadeildar nálgast

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar verður haldinn fimmtudaginn 29. desember kl. 16:00 í fundarsal  félagsins. Á fundinum verður farið yfir venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Skorað er á sjómenn innan Framsýnar að fjölmenna á fundinn meðan húsrúm leyfir.  Að sjálfsögðu verður boðið upp á veglegar veitingar í boði Sjómannadeildarinnar.

Umræða um fiskveiðistjórnun í stað glasastorms í stjórnarráðinu

Atli Gíslason alþingismaður skrifar góða grein um sjávarútvegsmál í Eyjafréttir 13. desember. Þar fjallar hann um umræðuna um fiskveiðistjórnunarkerfið og hugmyndir starfshóps sjávarútvegsráðherra sem hann sat í ásamt formanni Framsýnar, Aðalsteini Á. Baldurssyni og Jóni E. Friðrikssyni framkvæmdastjóra FISK seafood. Greinin er svohljóðandi: Read more „Umræða um fiskveiðistjórnun í stað glasastorms í stjórnarráðinu“

Svört vinna kostar samfélagið 14 milljarða á ári

Eitt af hlutverkum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er að fylgjast með svarti atvinnustarfsemi á félagssvæði félaganna.  Félögin voru þátttakendur í verkefni Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Ríkisskattstjóra sem efnd var til í sumar er nefndist „Leggur þú þitt af mörkum?“  en markmið þess var að sporna gegn svartri atvinnustarfssemi og bæta skil á lögbundnum gjöldum. Read more „Svört vinna kostar samfélagið 14 milljarða á ári“

Jólafundir framundan

Þá fer árinu 2011 að ljúka. Eins er með starfsemi stéttarfélaganna á þessu ári. Stjórn Þingiðnar fundar í síðasta skiptið á þessu ári á fimmtudaginn og stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til síðasta fundar ársins á föstudaginn. Eftir þessa viku eru aðeins tveir fundir eftir á þessu ári. Read more „Jólafundir framundan“

Setið og skrifað

Þegar þetta er skrifað kl. 00:15 þann 3. desember  er verið að leggja lokahönd á næsta Fréttabréf stéttarfélaganna sem væntanlegt er til lesenda í næstu viku. Ef félagsmenn vilja koma einhverju á framfæri eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á mánudag í síðasta lagi.

Góður afli á línuna

Fyrsta tímabili línuívilnunar þessa fiskveiðiárs er lokið.  Afli til ívilnunar í þorski og ýsu hefur ekki verið meiri á landsvísu þau níu fiskveiðiár sem línuívilnun hefur verið við lýði.  Alls komu 807 tonn til ívilnunar í þorski og litlu minna af ýsa 792 tonn.  Haustið hefur því gefið vel á línuna. Read more „Góður afli á línuna“