Formenn ASÍ funda

Formenn aðildarfélaga ASÍ funduðu í Reykjavík síðasta fimmtudag. Meðal þeirra sem voru á fundinum var Aðalsteinn Á. Baldursson Formaður Framsýnar. Að sögn Aðalsteins var farið yfir forsendur kjarasamninga og hvort rétt væri að segja þeim upp en fyrir liggur að forsendur samninganna eru að mestu brostnar. Fundurinn á fimmtudaginn var fyrsti fundurinn af þremur um endurskoðun kjarasamninga á vegum ASÍ. Næsti fundur er boðaður 7. janúar í Reykjavík. Komi til uppsagnar þarf að segja samningum upp fyrir kl. 16 mánudaginn 21. janúar. Þegar er ljóst að forsendur sem lúta að verðbólgu og þróun gengis krónunnar halda ekki. Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna munu funda eftir áramót og móta afstöðu félaganna til uppsagnar á samningunum. Það eru félögin Framsýn, Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórshafnar.

Frá formannafundinnum í Reykjavík.

Deila á