Kísilmálmverksmiðja til umræðu

Magnús Magnússon sérfræðingur sem komið hefur að undirbúningi á uppbyggingu Kísilmálmverksmiðju á Húsavík kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær til að fræða starfsmenn stéttarfélaganna um verkefnið og stöðu þess. Í máli Magnúsar kom fram að unnið er hörðum höndum að því að láta verkefnið verða að veruleika og væntanlega mun skýrast með vorinu hvort það gengur eftir eða ekki. Í máli starfsmanna stéttarfélaganna kom fram að þeir binda miklar vonir við að verkefnið verði að veruleika og skapi hér fjöldann allan af störfum en talað hefur verið um að um 400 manns komi að uppbyggingu verksmiðjunar og um 150 manns muni starfa í Kísilmálmverksmiðjunni verði hún að veruleika. Því er um að ræða gífurlega mikið hagsmunamál fyrir Þingeyinga að verkefnið gangi eftir.

Magnús fer yfir verkefnið með starfsmönnum stéttarfélaganna í gær. Þess má geta til viðbótar að Magnús er skólabróðir formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar, en þeir útskrifuðust frá PMI Process Management International í altækri gæðastjórnun á sínum tíma.

Deila á