Skötuilmur á Húsavík

GPG- Fiskverkun á Húsavík stóð fyrir árlegri skötuveislu í dag. Fyrirtækið rekur m.a. öfluga starfsemi á Húsavík og á Raufarhöfn.  Starfsmenn fyrirtækisins á Húsavík ásamt nokkrum góðum gestum komu saman í hádeginu og borðuðu skötu, saltfisk og alls konar góða fiskrétti. Þá var einnig boðið upp á góða drykki með góðgætinu. Hér koma nokkrar myndir frá veislunni sem fór vel fram.

Addi Júl, Gulli og Palli „mettuðu þúsundir“ í hádeginu. Skatan  var virkilega góð og verkuð af starfsmönnum fyrirtækisins.

Skötuveislan hjá GPG er afar vinsæl en þá koma starfsmenn fyrirtækisins ásamt góðum gestum saman og snæða bestu skötu í heimi.

Pólskir starfsmenn hjá GPG eru farnir að venjast íslenskum hefðum og voru duglegir að smakka framandi mat.

Gunnar Bóasson fær sér góðan bita af tvíreyktu hangikjöti. 

Addi hafði einnig áhuga fyrir því að fá  að smakka.

Sigurgeir og Baldur voru að sjálfsögðu á staðnum, nammi nam.

Að sjálfsögðu var skálað í boðinu.

Sumir höfðu meiri áhuga fyrir skötunni, eða þannig. Hér er formaður Framsýnar að fá sér vel lyktandi skötu á diskinn.

Palli, þetta er rosalega gott!!!

Guðbjartur og Bergur voru á staðnum.

Helgi Páls líka, hann kom keyrandi frá Akureyri ásamt nokkrum öðrum enda ekki hægt að láta skötuveisluna fara fram hjá sér.

Tóta sá til þess að allir færu ánægðir eftir veisluna í hádeginu.

Deila á