Ætla fyrirtæki innan LÍÚ að gera út á atvinnuleysistryggingasjóð?

Framsýn hefur miklar áhyggjur af aðgerðum LÍÚ enda ólöglegar að mati félagsins. Ljóst að þær munu  koma sérstaklega illa við fiskvinnslufólk en reikna má með að fiskvinnslufyrirtæki stöðvist á næstu dögum vegna hráefnisskorts.  Í tilefni af því hefur Framsýn skrifað Vinnumálastofnun bréf og krafist þess að fylgst verði vel með framvindu mála og hvort fyrirtæki innan LÍÚ í útgerð og fiskvinnslu ætli Vinnumálastofnun/Atvinnuleysistryggingasjóði að fjármagana launakostnað fyrirtækjanna vegna aðgerðanna. Read more „Ætla fyrirtæki innan LÍÚ að gera út á atvinnuleysistryggingasjóð?“

Stéttarfélögin á vaktinni

Eitt af hlutverkum stéttarfélaganna er að fylgjast vel með þróun verðlags. Í gær voru starfsmenn stéttarfélaganna að skoða verðlag í matvörubúðum á Húsavík. Verðlagseftirlit ASÍ stóð fyrir verðlagskönnun í matvörubúðum víða um land í gær. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum tóku þátt í könnuninni sem framkvæmt var á Húsavík með því að leggja til starfmenn. Read more „Stéttarfélögin á vaktinni“

Félagar í STH, athugið

Næsti úthlutunarfundur  Starfsmenntasjóðs Starfsmannafélags Húsavíkur verður 14. júní. Þeir félagsmenn sem ætla að sækja um styrki/endurgreiðslur frá sjóðnum erum vinsamlegast beðnir um að koma sínum erindum til Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 13. júní svo hægt verði að úthluta til þeirra styrkjum vegna námskostnaðar.

Viðræðum haldið áfram

Fulltrúar Framsýnar funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara með forsvarsmönnum Landssambands smábátaeigenda. Farið var yfir stöðuna í viðræðum aðila um nýjan kjarasamning. Samþykkt var að halda viðræðum áfram á næstu dögum. Sérstakur vinnuhópur mun fara yfir drög að samningi í næstu viku áður en fundað verður svo aftur hjá ríkissáttasemjara. Read more „Viðræðum haldið áfram“

Samningafundur stendur yfir

Nú kl. 13:00 hófst samningafundur hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu Framsýnar og Landssambands smábátaeigenda vegna kjarasamnings fyrir sjómenn á bátum innan við 15 brúttótonn. Framsýn eitt félaga innan Sjómannasambands Íslands er sjálft með samningsumboðið. Við verðum með nánari fréttir af fundinum í kvöld eða strax í morgunsárið.

Sjómenn heiðraðir á Húsavík

Tveir sjómenn voru heiðraðir í dag við hátíðlega athöfn á Húsavík. Að þessu sinni voru heiðraðir þeir Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson sem ættaður er úr Flatey á Skjálfanda og Hreiðar Olgeirsson sem kenndur er við Skálabrekku á Húsavík. Þeir eiga það sameignlegt að hafa stundað sjóinn lengi, bæði sem sjómenn og eins sem útgerðarmenn. Sjómannadeild Framsýnar sá um heiðrunina. Hér má lesa umsögn um Guðmund og Hreiðar sem Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar flutti í dag við athöfnina.

Read more „Sjómenn heiðraðir á Húsavík“

Frábært veður á útifundi Framsýnar á Raufarhöfn

Framsýn stóð fyrir samkomu á Raufarhöfn í gær, boðið var upp á kaffi og tertur sem kvenfélagið á staðnum lagði til. Sjá meðfylgjandi myndir. Flestir bæjarbúar og gestir þáðu boðið og nutu veitinga og þess sem boðið var upp á. Þá gafst þeim tækifæri á að spjalla við formann félagsins og stjórnarmenn sem voru á staðnum. Samkoman fór mjög vel fram enda veðrið frábært. Read more „Frábært veður á útifundi Framsýnar á Raufarhöfn“

Lófaklapp á aðalfundi Framsýnar- mikil ánægja með starfsemi félagsins

Aðalfundur Framsýnar fór fram í kvöld. Á fundinum kom fram almenn ánægja með starfsemi félagsins, það er þjónustu við félagsmenn og fjárhagslega stöðu þess. Fundarmenn sáu ástæðu til að klappa fyrir stjórnendum félagsins fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna. Á síðasta ári varð tekjuafgangur af öllum sjóðum félagsins kr.  84.941.149,- er var kr. 81.608.720,- árið 2010. Heildareignir félagsins námu kr. 1.260.947,- í árslok 2011 samanborið við kr. 1.175.376.737,- í árslok 2010. Read more „Lófaklapp á aðalfundi Framsýnar- mikil ánægja með starfsemi félagsins“

Samherji greiðir auka orlofsuppbót til starfsmanna

Samherji hefur ákveðið að greiða starfsmönnum fyrirtækisins auka orlofsuppbót. Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er orlofsuppbót til starfsmanna árið 2012 kr. 27.800,-.  Samherji hefur ákveðið að hækka upphæðina um kr. 72.200,- og greiða starfsmönnum í landi kr. 100.000,- með launum í maí. Read more „Samherji greiðir auka orlofsuppbót til starfsmanna“

Vísbendingar um betri tíð

Aðalfundur Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum  fór fram í gær. Miðað við þær upplýsingar sem lagðar voru fram á fundinum er greinilegt að atvinnulífið er á uppleið í Þingeyjarsýslum þar sem félagsgjöld og iðgjöld ársins námu kr. 5.588.982,- sem er 16,7% hækkun frá fyrra ári. Greidd félagsgjöld er góður mælikvarði á stöðu atvinnulífsins á svæðinu á hverjum tíma. Eins og sjá má hækkuðu félagsgjöldin og iðgjöldin um 16,7% milli ára sem er vísbending um að framundan sé betri tíð með blóm í haga. Read more „Vísbendingar um betri tíð“

Unglingar frá Akureyri skoða lömb

Það hefur mikið verið að gera hjá frístundabændum á Húsavík við að taka á móti börnum og unglingum. Tilgangurinn hefur verið að fá að skoða lömb og annan  bústofn sem bændurnir hafa sér til gamans. Það er ekki bara að börn hafi komið frá skólum á Húsavík heldur eru dæmi um að unglingar hafi komið í heimsókn frá Akureyri með sínum leiðbeinendum. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru fyrir helgina af unglingum frá Akureyri sem komu við á Skógargerðismelnum á Húsavík þar sem nokkrir frístundabændur eru með aðstöðu. Read more „Unglingar frá Akureyri skoða lömb“

Aldrei slakað á í starfi Framsýnar

Það er aldrei slakað á í starfi Framsýnar. Sérstakur vinnuhópur kom saman fyrir helgina og fór yfir drög að nýrri stefnu ASÍ í lífeyrismálum. Hópurinn gekk frá tillögum/athugsemdum félagsins við hugmyndir Alþýðusambandsins. Tillögunum  verður komið á framfæri við Starfsgreinasamband Íslands sem fór þess á leit við aðildarfélög sambandsins að þau kæmu á framfæri athugsemdum/tillögum, ef þau hefðu þær, við hugmyndir ASÍ. Read more „Aldrei slakað á í starfi Framsýnar“

Dregið hefur úr svartri atvinnustarfssemi

Ný skýrsla þar sem kannað er umfang svartrar atvinnustarfssemi sýnir að dregið hefur úr henni frá því í fyrra. Sl. sumar hófst átak á vegum ASÍ, SA og Ríkisskattstjóra til að sporna við svartri atvinnustarfssemi. Verkefninu var framhaldið í vetur með heimsóknum á vinnustaði og skýrsla eftir þennan annan hluta átaksins liggur nú fyrir og niðurstaðan er eins og áður segir ánægjuleg.  Read more „Dregið hefur úr svartri atvinnustarfssemi“