Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna leggja mikið upp úr því að uppfræða börn á grunnskólaaldri um atvinnulífið og starfsemi stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum. Í því sambandi hafa skólarnir átt mjög gott samstarf við skólana á svæðinu. Í gær voru fulltrúarnir á ferðinni í Stórutjarnaskóla með kynningu fyrir elstu nemendur skólans. Kynningin gekk vel og voru nemendur duglegir að varpa fram spurningum um ýmislegt sem varðaði þeirra réttindi á vinnumarkaði. Næsta kynning verður svo í Framhaldsskóla Húsvíkur en skólinn hefur beðið um kynningu í byrjun mars. Þeir skólastjórnendur sem vilja fá kynningu fyrir vorið eru beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.
Hvernig er það, hvenær öðlast maður rétt á desemberuppbót? Það voru margar spurningar sem nemendur Stórutjarnaskóla lögðu fyrir fulltrúa stéttarfélaganna í gær.
Nemendur fengu smá glaðning frá stéttarfélögunum eftir kynninguna.