ASÍ stefnir SA og LÍÚ fyrir Félagsdóm

Fjöldi skipa sigildi til Reykjavíkur 7. júní í fyrra til að mótmæla sjávarútvegsfrumvörpunum og samstöðufundur var haldinn á Austurvelli. ASÍ hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd LÍÚ, þar sem þess er krafist að sú aðgerð LÍÚ að beina því til félagsmanna sinna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadaginn 2. júní sl. og beina þeim þess í stað til Reykjavíkurhafnar 7. júní, í mótmælaskyni gegn sjávarútvegsfrumvörpum ríkisstjórnarinnar, verði dæmd brot á vinnulöggjöfinni.

Stefna ASÍ var þingfest síðast liðinn mánudag og var SA og LÍÚ veittur frestur til 6. mars til að skila greinargerð vegna málsins.

Er þess krafist að stefndi verði dæmdur til greiðslu sektar skv. 70. grein laganna um stéttarfélög og vinnudeilur og greiðslu málskostnaðar.

ASÍ heldur því fram í málshöfðun sinni að aðgerðir LÍÚ hafi falið í sér ólögmæta stöðvun fiskiskipaflotans. Um hafi verið að ræða ólögmæta pólitíska vinnustöðvun sem brjóti gegn 2. tölulið, 17. greinar laganna um stéttarfélög og vinnudeildur en hún kveður á um að aðilum vinnumarkaðarins sé óheimilt að fara í vinnustöðvun til að knýja stjórnvöld til ákveðinna athafna eða athafnaleysis. (Heimild: mbl.is)

Verkalýðshreyfingin gerir athugasemdir við ólögmæta stöðvun fiskiskipaflotans síðasta sumar. Um hafi verið að ræða ólögmæta pólitíska vinnustöðvun sem brjóti gegn 2. tölulið, 17. greinar laganna um stéttarfélög og vinnudeildur. Stefna ASÍ hefur þegar verið þingfest. Þess má geta að Framsýn á aðild að ASÍ.

Deila á