Tófur og kindur á ferð

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa bændur, sjálfboðaliðar og björgunarsveitir verið við leitir í Þingeyjarsýslum.  Meðal þeirra sem leitað hafa eru fulltrúar frá Fjáreigendafélagi Húsavíkur sem beðnir voru um að leggja til mannskap  til að ganga svæðið við Höskuldsvatn á Reykjaheiði sem er mjög erfitt yfirferðar norður að svokölluðum Reiðarárbotnum.  Leitirnar gengu vel en þær hafa staðið yfir í tvo daga, það er á þessu afmarkaða leitarsvæði. Read more „Tófur og kindur á ferð“

Skorað á ráðherra að setja skýrar reglur um merkingar

Stéttarfélagið Framsýn skorar á Steingrím J. Sigfússon ráðherra Atvinnuvega- og nýsköpunarmála að setja skýrar reglur um upprunamerkingar á vörum s.s. lopapeysum sem prjónaðar eru erlendis úr íslenskri ull og fluttar inn til landsins. Óskað er eftir fundi með honum um málið.  Bréf þess efnis fór frá félaginu í dag. Read more „Skorað á ráðherra að setja skýrar reglur um merkingar“

Þing ASÍ-UNG að hefjast

 

Annað þing ASÍ-UNG fer fram í dag föstudag, 14. september, í sal Rafiðnarskólans að Stórhöfða 27. Þingið munu sitja fulltrúar frá rúmlega 30 stéttarfélögum. Aðalumræðuefni þingsins verður húsnæðismál ungs fólks, en yfirskrift þingsins er: Húsnæði – mannréttindi ekki forréttindi. Ný vefsíða ASÍ-UNG mun líta dagsins ljós á meðan þinginu stendur en hún mun hafa það meginhlutverk að upplýsa ungt fólk um réttindi þess á vinnumarkaði. Kári Kristjánsson verður fulltrúi Framsýnar á fundinum.
 

Vilja tæki fyrir dósir!! (söfnun hafin)

Framsýn og Þingiðn hafa ákveðið að hefja söfnun á einnota dósum og flöskum sem falla til í íbúðum félaganna í Þorrasölum í Kópavogi eftir dvöl félagsmanna. Hugmyndin er að gestir setji umbúðirnar í poka og komi þeim fyrir í geymslu í blokkinni velji þeir að taka þátt í söfnuninni.  Umbúðirnar verða síðan teknar og seldar. Andvirðið rennur óskipt til góðgerðarmála á félagssvæði stéttarfélaganna. Read more „Vilja tæki fyrir dósir!! (söfnun hafin)“

Rekstur og starfsemi Framsýnar til mikillar fyrirmyndar að mati SGS

Þegar starfsemi, þjónusta og rekstur  Framsýnar er skoðaður er ljóst að félagið er mjög vel rekið og það veitir félagsmönnum sínum almennt mjög góða þjónustu og réttindi. Í raun er ekki hægt að benda á margt sem hægt er að bæta segir m.a. í úttekt Starfsgreinasambands Íslands um starfsemi Framsýnar sem var að berast félaginu. Innan Framsýnar eru rúmlega 2000 félagsmenn. Read more „Rekstur og starfsemi Framsýnar til mikillar fyrirmyndar að mati SGS“

Þarftu að ferðast erlendis

Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík eru með góðan samning við Hótel Keflavík og Gistihús Keflavíkur um afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem ferðast erlendis. Það er ef þeir þurfa á gistingu að halda í Keflavík fyrir og eftir utanlandsferðina. Í boði er gisting með morgunverði, geymsla á bíl og akstur til og frá flugvelli. Allt þetta er innifalið í góðu verði auk þess sem stéttarfélögin niðurgreiða gistinguna enn frekar. Nánari upplýsingar um afsláttarkjörin er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna. Read more „Þarftu að ferðast erlendis“

Öflugasta heimasíðan

Samkvæmt nýlegri úttekt Starfsgreinasambands Íslands á starfsemi aðildarfélaga sambandsins kemur fram að Framsýn heldur úti öflugustu heimasíðu stéttarfélags innan Alþýðusambands Íslands. Þetta er enn eitt dæmið um öfluga starfsemi Framsýnar en félagið heldur úti heimasíðunni með öðrum stéttarfélögum í Þingeyjarsýslum. Þess má geta að fjöldi fólks fer daglega inn á heimasíðuna.

Okkar menn sigruðu það er Rauða Eldingin

Kjarnafæðideildinni lauk á fimmtudaginn með úrslitaleik í Boganum á Akureyri.  Rauða Eldingin sem skipuð er að mestu leikmönnum frá Húsavík og nærsveitum sigraði þá Jankovic United 4 – 1 í úrslitaleik um gullið. Frábær árangur hjá drengjunum en Framsýn kom að því að styrkja þá með búningakaupum ásamt öðrum styrktaraðilum.  Til hamingju drengir!! Read more „Okkar menn sigruðu það er Rauða Eldingin“

Kristján í bústörfin og Karl Eskil í ritstjórastólinn

Sá ágæti fréttamaður, Karl Eskil Pálsson, hefur verið ráðinn ritstjóri Vikudags, sem kemur út á Akureyri. „Þetta leggst vel í mig. Vikudagur er öflugt blað á Eyjafjarðarsvæðinu og nýtur virðingar fyrir vandaðan fréttaflutning,“ segir Karl Eskil í frétt í Vikudegi.

Kristján Kristjánsson knattspyrnumaður og fyrrverandi ritstjóri blaðsins mun flytja sig um set frá Akureyri í Aðaldalinn og gerast bóndi á Hraunkoti. Read more „Kristján í bústörfin og Karl Eskil í ritstjórastólinn“

Viðræðum haldið áfram á morgun

Fulltrúar Framsýnar og Landssambands smábátaeigenda munu funda á morgun föstudag um kjarasamning fyrir smábátasjómenn á félagssvæði Framsýnar sem nær yfir þrjár hafnir, Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík í húsnæði Ríkissáttasemjara og hefst kl. 10:00, það er um leið og fulltrúar Framsýnar lenda í Reykjavík. Read more „Viðræðum haldið áfram á morgun“