Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur staðfest ársreikning sjóðsins fyrir árið 2012. Nafnávöxtun Tryggingadeildar sjóðsins á árinu var 10,1% og raunávöxtun 5,3%.
Read more „Skilaði 5,3% raunávöxtun“
Lögfræðiþjónusta í boði fyrir félagsmenn
Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna eru með samning við Mandat lögmannsstofu sem er til heimils að Ránargötu 8 í Reykjavík. Á lögmannsstofunni starfa átta lögmenn, þar af sex með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Heimasíða Mandat er: http://www.mandat.is/ Read more „Lögfræðiþjónusta í boði fyrir félagsmenn“
Námskeið í boði á næstu vikum
Góð námskeið og fyrirlestrar eru í boði á vegum stéttarfélaganna og samstarfsaðila. Námskeiðin eru auglýst í Fréttabréfi stéttarfélaganna sem var að koma út og hér á heimasíðunni. Read more „Námskeið í boði á næstu vikum“
Ert þú með hugmynd að námskeiði?
Stéttarfélögin og Þekkingarnet Þingeyinga vilja hvetja lesendur heimasíðunnar til að koma ábendingum um námskeið sem þeir vilja að verði haldin í Þingeyjarsýslum á framfæri við þessa aðila. Vilji er til þess að auka námskeiðahald á svæðinu og því er leitað eftir hugmyndum að góðum námskeiðum. Read more „Ert þú með hugmynd að námskeiði?“
Jöklaferð í boði stéttarfélaganna
Stéttarfélögin og ferðaþjónustufyrirtækið ICE hafa gert með sér samkomulag um að bjóða félagsmönnum upp á daglegar jöklaferðir í sumar upp á topp Langjökuls með Ice Explorer sem er 8 hjóla jöklatrukkur. Tækið er sérhannað til jöklaferða og tekur 40 farþega. Ferðin tekur um tvær klukkustundir. Um er að ræða frábæra ferð fyrir alla fjölskylduna. Read more „Jöklaferð í boði stéttarfélaganna“
Eiríkur og félagar með góðan afla
Útgerðarfélag í Eistlandi, sem íslenskir aðilar tengjast, hefur keypt norska rækjutogarann Remöy Viking, að því er Hjálmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Reyktal þjónustu ehf. umboðsaðila skipsins, sagði í samtali við Fiskifréttir. Skipið kom til Hafnarfjarðar í vikunni úr sinni fyrstu veiðiferð í eigu nýrra aðila og landaði um 250 tonnum af rækju. Read more „Eiríkur og félagar með góðan afla“
Framsýn styrkir „Síldarstúlkuna“
Við Óskarsstöðina á Raufarhöfn stendur fallegt listaverk til heiðurs síldarstúlkunum sem söltuðu niður síld á síldarárunum. Framsýn kom að því að styrkja gerð listaverksins um kr. 100.000,-. Sköpun listaverksins var samstarfsverkefni Ingibjargar Guðmundsdóttur listakonu frá Kópaskeri og Björns Halldórssonar frá Valþjófsstöðum í Núpasveit við Öxarfjörð. Read more „Framsýn styrkir „Síldarstúlkuna““
Fréttabréfið fast á Víkurskarði
Til stóð að Fréttabréf stéttarfélaganna færi í póst í gær en það er fullt af upplýsingum um orlofskosti sumarið 2013 og því margir sem bíða eftir því. En veðrið kom í veg fyrir það þar sem Fréttabréfið er fast í flutningabíl á Víkurskarðinu. Samkvæmt upplýsingum heimasíðunnar er flutningabílinn enn fastur. Vonandi tekst að losa bílinn í dag svo blaðið komist í póst á morgun. Read more „Fréttabréfið fast á Víkurskarði“
Fæddi son í sjúkrabíl mitt í ófærðinni í Dalsmynni
Þegar kona tók léttasóttina norður á Húsavík undir miðnætti var úr vöndu að ráða þar sem hún þurfti nauðsynlega að komast a fæðingadeildina á sjúkrahúsi Akureyrar en Víkurskarðið var kolófært auk þess sem tveir stórir bílar, sem þar sátu fastir, lokuðu leiðinni endanlega. Read more „Fæddi son í sjúkrabíl mitt í ófærðinni í Dalsmynni“
Trúnaðarmannanámskeið fellur niður
Til stóð að halda trúnaðarmannanámskeið á vegum Framsýnar á Illugastöðum næstu tvo daga. Vegna veðurs hefur námskeiðinu verið frestað. Read more „Trúnaðarmannanámskeið fellur niður“
Þingmenn, standið með okkur!!
Framsýn og Þingiðn hafa komið á framfæri áskorun til þingmanna um að styðja við uppbyggingu á Bakka en tvo frumvörp sem varða atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum eru nú til umræðu á þingi. Sjá áskorunina: Read more „Þingmenn, standið með okkur!!“
Hvað gerist á Alþingi?
Á næstu dögum mun ráðast hvort tvö mikilvæg frumvörp sem snerta Húsavík fari í gegnum þingið. Um er að ræða frumvarp til laga um heimild til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi. Síðara frumvarpið fjallar um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi. Um er að ræða fjárfestingar upp á tæpa þrjá milljarða. Read more „Hvað gerist á Alþingi?“
Nemendur FSH í heimsókn
Hópur nemenda úr Framhaldsskóla Húsavíkur kom við í gær á Skrifstofu stéttarfélaganna til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga. Með í för var Hjördís kennari Ólafsdóttir. Nemendurnir fengu fyrirlestur um atvinnulífið og helstu réttindi þeirra á vinnumarkaði. Read more „Nemendur FSH í heimsókn“
Handverkskonur í aðalhlutverki
Landbúnaðarverðlaunin 2013 voru veitt við setningu búnaðarþings sem nú stendur yfir. Að þessu sinni hlutu bændurnir í Laxárdal II og handverkshópurinn Handverkskonur milli heiða verðlaunin sem Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega og nýsköpunarráðherra veitti.
Um Handverkskonur milli heiða segir á vef Bændablaðsins Read more „Handverkskonur í aðalhlutverki“
Sigurbjörg Hulda verðlaunuð
Í vetur taka nemendur í 8.-10.bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn þátt í verkefni sem ber yfirskriftina Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Það er áhuga- og hugsjónarmannafélagið Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni sem standa fyrir þessu. Read more „Sigurbjörg Hulda verðlaunuð“
Að semja um laun – Áhugavert námskeið
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða félagsmönnum upp á áhugavert námskeið er nefnist AÐ SEMJA UM LAUN. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands. Um er að ræða 3 klst. námskeið. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 18. mars kl. 19:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Read more „Að semja um laun – Áhugavert námskeið“
Mikið fjör á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag
Það er óhætt að segja að sjaldan hafi komið eins margir við á Skrifstofu stéttarfélaganna á einum degi eins og í dag, laugardag. Undanskilinn er þó Öskudagurinn. Rétt er að taka fram að venjulega er lokað á laugardögum. Ástæðan er að í kvöld er árshátíð Norðlenska haldin á Húsavík og reiknað er með að árshátíðargestir verði vel á annað hundrað manns.
Námskeið hjá starfsmönnum
Næsta mánudag og þriðjudag verða þrír af fimm starfsmönnum stéttarfélaganna á námskeiði. Viðskiptavinir skrifstofunnar eru beðnir um að sína biðlund og skilning gangi þeim illa að ná sambandi við Skrifstofu stéttarfélaganna þessa daga en Orri Freyr og Ágúst verða á vaktinni og munu gera sitt besta til að sinna viðskiptavinum eins og þeir eru þekktir fyrir. Read more „Námskeið hjá starfsmönnum“
ASÍ með fund í Hofi
Alþýðusamband Ísland er nú á fundaferð um landið og var fyrsti fundurinn haldinn á Akureyri í gær, 26. febrúar. Fundirnir eru haldnir í samráði við stéttarfélögin á viðkomandi svæði og verða átta talsins. Read more „ASÍ með fund í Hofi“
Sumarferð stéttarfélaganna á Langanes
Stéttarfélögin standa fyrir söguferð um Langanes laugardaginn 24. ágúst. Farið verður frá Húsavík kl. 08:00. Á leiðinni austur verður komið við í Gljúfrastofu. Þegar komið verður til Þórshafnar verður söguganga um bæinn og boðið upp á súpu og brauð á staðnum. Því næst verður lagt á stað út á Langanes. Read more „Sumarferð stéttarfélaganna á Langanes“