LÍÚ samþykkir hækkun á kauptryggingu sjómanna

Þrátt fyrir að kjarasamningar Sjómannasambands Íslands og LÍÚ séu lausir hefur  LÍÚ ákveðið að hækka kauptrygginguna og aðra launaliði hjá sjómönnum um 3,25% frá og með 1. febrúar 2013. Sjómenn geta nálgast nýju kaupskrána  inn á heimasíðu stéttarfélaganna á næstu klukkutímum en unnið er að því að setja hana inn á síðuna. Read more „LÍÚ samþykkir hækkun á kauptryggingu sjómanna“

Hver er munurinn á dagvinnu og yfirvinnu?

Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna leggja mikið upp úr því að uppfræða börn á grunnskólaaldri um atvinnulífið og starfsemi stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum. Í því sambandi hafa skólarnir átt mjög gott samstarf við skólana á svæðinu. Í gær voru fulltrúarnir á ferðinni í Stórutjarnaskóla með kynningu fyrir elstu nemendur skólans. Read more „Hver er munurinn á dagvinnu og yfirvinnu?“

Bjartsýni á aðalfundi DVSF

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna síðasta miðvikudagskvöld. Formaður deildarinnar,  Jóna Matthíasdóttir flutti skýrslu stjórnar fyrir nýliðið starfsár. Ný stjórn og varastjórn var kjörin, Jóna Matthíasdóttir, Jónína Hermannsdóttir og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir í aðalstjórn og Katarzyna Osipowska og Kári Kristjánsson í varastjórn. Read more „Bjartsýni á aðalfundi DVSF“

STH styrkir bókakaup

Starfsmannafélag Húsavíkur hefur líkt og Framsýn og Þingiðn orðið við beiðni skólasafns Borgarhólsskóla og fært safninu að gjöf kr. 50.000,- til kaupa á nýjum bókum fyrir safnið.  Stéttarfélögin hafa því komið myndarlega að bókakaupum fyrir Borgarhólsskóla

Takk kærlega fyrir okkur!

Formaður og varaformaður Þingiðnar afhendu í morgun Framhaldsskólanum á Húsavík fjórar örtölvur að gjöf til að nota í frumkvöðlafræði sem kennt er við skólann. Forsvarsmenn Þingiðnar sögðust ekki efast um mikilvægi framhaldsskólans á Húsavík. Þess vegna ekki síst væri mikilvægt að fyrirtæki, stofnanir, félagssamtök og íbúar svæðisins stæðu vörð um skólann. Read more „Takk kærlega fyrir okkur!“

ASÍ stefnir SA og LÍÚ fyrir Félagsdóm

Fjöldi skipa sigildi til Reykjavíkur 7. júní í fyrra til að mótmæla sjávarútvegsfrumvörpunum og samstöðufundur var haldinn á Austurvelli. ASÍ hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd LÍÚ, þar sem þess er krafist að sú aðgerð LÍÚ að beina því til félagsmanna sinna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadaginn 2. júní sl. og beina þeim þess í stað til Reykjavíkurhafnar 7. júní, í mótmælaskyni gegn sjávarútvegsfrumvörpum ríkisstjórnarinnar, verði dæmd brot á vinnulöggjöfinni. Read more „ASÍ stefnir SA og LÍÚ fyrir Félagsdóm“

Stúlkan sem starir á hafið

Við Óskarsstöðina á Raufarhöfn  stendur fallegt listaverk til heiðurs síldarstúlkunum sem söltuðu niður síld á síldarárunum. Sköpun listaverksins  var samstarfsverkefni Ingibjargar Guðmundsdóttur listakonu frá Kópaskeri og  Björns Halldórssonar frá Valþjófsstöðum í Núpasveit við Öxarfjörð. Full ástæða er til að hvetja fólk til að heimsækja Raufarhöfn og heilsa upp á síldarstúlkuna sem starir út á hafið meðan hún bíður eftir næsta farmi af silfri hafsins. Read more „Stúlkan sem starir á hafið“

Framsýn styrkir bókakaup

Framsýn líkt og Þingiðn hefur orðið við beiðni skólasafns Borgarhólsskóla og fært safninu að gjöf kr. 50.000,- til kaupa á nýjum bókum fyrir safnið. Í skólanum er unnið að því að efla læsi, þar sem kannanir sýna að bóklestur er þverrandi hjá mörgum börnum, sérstaklega hjá drengjum. Liður í því er að börn hafi á hverjum tíma aðgengi að nýjustu bókum á markaðinum. Með framlögum stéttarfélaganna er komið til móts við þær þarfir.

Siðareglur fyrir Framsýn samþykktar

Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs  Framsýnar í gær voru teknar fyrir nýjar siðareglur fyrir félagið. Sérstakur vinnuhópur var skipaður síðasta haust til að vinna drög að reglum og skilaði hópurinn frá sér tillögum í nóvember. Þá var stjórnar og trúnaðarmannaráðsmönnum gefin kostur á að koma með sínar athugsemdir auk þess sem almennum félagsmönnum var gefinn kostur á því líka en reglurnar voru auglýstar á heimasíðu félagsins. Read more „Siðareglur fyrir Framsýn samþykktar“