Verslanir Hagkaups, Kosts, Nóatúns og Víðis neita allar að veita neytendum eðlilegar og sjálfsagðar upplýsingar um verðlag í verslunum sínum með því að vísa verðtökufólki frá Verðlagseftirliti ASÍ út úr verslununum sínum. Read more „Hvað hafa þessar verslanir að fela?“
LÍÚ samþykkir hækkun á kauptryggingu sjómanna
Þrátt fyrir að kjarasamningar Sjómannasambands Íslands og LÍÚ séu lausir hefur LÍÚ ákveðið að hækka kauptrygginguna og aðra launaliði hjá sjómönnum um 3,25% frá og með 1. febrúar 2013. Sjómenn geta nálgast nýju kaupskrána inn á heimasíðu stéttarfélaganna á næstu klukkutímum en unnið er að því að setja hana inn á síðuna. Read more „LÍÚ samþykkir hækkun á kauptryggingu sjómanna“
Hver er munurinn á dagvinnu og yfirvinnu?
Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna leggja mikið upp úr því að uppfræða börn á grunnskólaaldri um atvinnulífið og starfsemi stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum. Í því sambandi hafa skólarnir átt mjög gott samstarf við skólana á svæðinu. Í gær voru fulltrúarnir á ferðinni í Stórutjarnaskóla með kynningu fyrir elstu nemendur skólans. Read more „Hver er munurinn á dagvinnu og yfirvinnu?“
3,5 milljónir greiddar til félagsmanna í janúar
Nokkur umræða hefur verið um mikilvægi sjúkrasjóða fyrir félagsmenn stéttarfélaga og miklar útgreiðslur úr þeim til félagsmanna. Fjölmiðlar fjölluðu töluvert um málið á dögunum. Sjúkradagpeningar hjá stéttarfélögum koma til þegar félagsmenn hafa lokið greiðslum vegna veikindalauna hjá viðkomandi fyrirtækjum. Read more „3,5 milljónir greiddar til félagsmanna í janúar“
Lykillinn að Bakka – stór dagur í gær
Fulltrúi frá Heimasíðu stéttarfélaganna var að sjálfsögðu í Menningarhúsinu Hofi í gær þegar skrifað var undir samninga við verktakana ÍAV og svissneska fyrirtækið Matri en þessi tvö fyrirtæki áttu lægsta tilboðið í gerð gangnanna. Áætlaður kostnaður vegna gangnanna er 11,5 milljarðar króna. Read more „Lykillinn að Bakka – stór dagur í gær“
Bjartsýni á aðalfundi DVSF
Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna síðasta miðvikudagskvöld. Formaður deildarinnar, Jóna Matthíasdóttir flutti skýrslu stjórnar fyrir nýliðið starfsár. Ný stjórn og varastjórn var kjörin, Jóna Matthíasdóttir, Jónína Hermannsdóttir og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir í aðalstjórn og Katarzyna Osipowska og Kári Kristjánsson í varastjórn. Read more „Bjartsýni á aðalfundi DVSF“
Norðlenska kaupir húsnæði af Vísi hf.
Samkvæmt heimildum Heimasíðu stéttarfélaganna verður í dag gengið frá kaupum Norðlenska á húsnæði sem verið hefur í eigu Vísis hf. á Húsavík. Um er að ræða húsnæði á Hafnarstéttinni þar sem rækjuvinnsla Vísis var áður til húsa. Read more „Norðlenska kaupir húsnæði af Vísi hf.“
Þorra blótað
Starfsmenn stéttarfélaganna blótuðu þorra í hádeginu í dag ásamt góðum gestum frá Vinnumálastofnun og VÍS. Þá voru formenn Þingiðnar og STH að sjálfsögðu á staðnum, það eru þeir Stefán og Jónas. Sjá myndir: Read more „Þorra blótað“
STH styrkir bókakaup
Takk kærlega fyrir okkur!
Formaður og varaformaður Þingiðnar afhendu í morgun Framhaldsskólanum á Húsavík fjórar örtölvur að gjöf til að nota í frumkvöðlafræði sem kennt er við skólann. Forsvarsmenn Þingiðnar sögðust ekki efast um mikilvægi framhaldsskólans á Húsavík. Þess vegna ekki síst væri mikilvægt að fyrirtæki, stofnanir, félagssamtök og íbúar svæðisins stæðu vörð um skólann. Read more „Takk kærlega fyrir okkur!“
ASÍ stefnir SA og LÍÚ fyrir Félagsdóm
Fjöldi skipa sigildi til Reykjavíkur 7. júní í fyrra til að mótmæla sjávarútvegsfrumvörpunum og samstöðufundur var haldinn á Austurvelli. ASÍ hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd LÍÚ, þar sem þess er krafist að sú aðgerð LÍÚ að beina því til félagsmanna sinna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadaginn 2. júní sl. og beina þeim þess í stað til Reykjavíkurhafnar 7. júní, í mótmælaskyni gegn sjávarútvegsfrumvörpum ríkisstjórnarinnar, verði dæmd brot á vinnulöggjöfinni. Read more „ASÍ stefnir SA og LÍÚ fyrir Félagsdóm“
Áframhaldandi hækkanir hins opinbera
Ríki og sveitarfélög auka enn álögur á heimilin með hækkunum á gjaldskrám og neyslusköttum í upphafi árs. Þessar hækkanir skila sér beint út í verðlag og áhrifa þeirra gætir í verðbólgutölum janúarmánaðar sem Hagstofan birti í gær. Read more „Áframhaldandi hækkanir hins opinbera“
Stéttarfélögin herða verðlagseftirlit
Aðalfundur í kvöld
Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar er í kvöld, miðvikudaginn 30. janúar 2013. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er opinn þeim félagsmönnum sem starfa eftir kjarasamningum verslunarmanna, LÍV og Samtaka atvinnulífsins. Félagar fjölmennið. Read more „Aðalfundur í kvöld“
Stúlkan sem starir á hafið
Við Óskarsstöðina á Raufarhöfn stendur fallegt listaverk til heiðurs síldarstúlkunum sem söltuðu niður síld á síldarárunum. Sköpun listaverksins var samstarfsverkefni Ingibjargar Guðmundsdóttur listakonu frá Kópaskeri og Björns Halldórssonar frá Valþjófsstöðum í Núpasveit við Öxarfjörð. Full ástæða er til að hvetja fólk til að heimsækja Raufarhöfn og heilsa upp á síldarstúlkuna sem starir út á hafið meðan hún bíður eftir næsta farmi af silfri hafsins. Read more „Stúlkan sem starir á hafið“
Framsýn styrkir bókakaup
Framsýn líkt og Þingiðn hefur orðið við beiðni skólasafns Borgarhólsskóla og fært safninu að gjöf kr. 50.000,- til kaupa á nýjum bókum fyrir safnið. Í skólanum er unnið að því að efla læsi, þar sem kannanir sýna að bóklestur er þverrandi hjá mörgum börnum, sérstaklega hjá drengjum. Liður í því er að börn hafi á hverjum tíma aðgengi að nýjustu bókum á markaðinum. Með framlögum stéttarfélaganna er komið til móts við þær þarfir.
Komið til móts við unga félagsmenn
Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar fyrir helgina var samþykkt að koma frekar til móts við ungt fólk sem stundar nám með vinnu og greiðir því óreglulega til félagsins. Þannig verður heimilt að taka tillit til greiðslu félagsgjalds síðustu 24 mánaða í stað síðustu 6 mánaða þegar réttur viðkomandi einstaklinga er reiknaður. Read more „Komið til móts við unga félagsmenn“
Dansað og spilað í upphafi íbúaþings
Um helgina stendur yfir íbúaþing á Raufarhöfn en þegar hafa verið haldnir tveir fundir með íbúum Raufarhafnar. Um er að ræða sameiginlegt verkefni Byggðastofnunar, Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Háskólans á Akureyri. Framsýn hefur einnig komið að málinu og er formaður félagsins á staðnum. Read more „Dansað og spilað í upphafi íbúaþings“
Ungir og góðir gestir í heimsókn
Félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eru um 110 þúsund. Stór hluti þess hóps er á aldrinum 16-35 ára en á þeim aldri er ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum, öðlast mikilvæga starfsreynslu, stofna fjölskyldur og kaupa íbúðarhúsnæði svo eitthvað sé nefnt. Read more „Ungir og góðir gestir í heimsókn“
Siðareglur fyrir Framsýn samþykktar
Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í gær voru teknar fyrir nýjar siðareglur fyrir félagið. Sérstakur vinnuhópur var skipaður síðasta haust til að vinna drög að reglum og skilaði hópurinn frá sér tillögum í nóvember. Þá var stjórnar og trúnaðarmannaráðsmönnum gefin kostur á að koma með sínar athugsemdir auk þess sem almennum félagsmönnum var gefinn kostur á því líka en reglurnar voru auglýstar á heimasíðu félagsins. Read more „Siðareglur fyrir Framsýn samþykktar“