Ávarp dagsins 1. maí

Aðalsteinn Á. Baldursson flutti ávarp á hátíðarhöldunum 1. maí.  Aðalsteinn kom víða við í ávarpinu. Hann talaði m.a. um mikilvægi samstöðu og blómlegt atvinnulíf í Þingeyjarsýslum. Hér má sjá myndband sem Rafnar Orri Gunnarsson tók af Aðalsteini þegar hann flutti ávarpið. Í upphafi hátíðarinnar spilaði Steingrímur Hallgrímsson á trompet alþýðusöng verkalýðsins. https://www.youtube.com/watch?v=scF5rzL-dGg

Tækifæri og samstaða

Rétt í þessu hófust hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Mikið fjölmenni er samankomið í  Íþróttahöllinni á Húsavík. Hátíðin hófst með ávarpi formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar. Í ávarpinu kom Aðalsteinn inn á atvinnulífið í Þingeyjarsýslum og þau sóknartækifæri sem þar leynast verði rétt haldið á málum. Read more „Tækifæri og samstaða“

Mikil undirbúningur í gangi

Hátíðarhöld stéttarfélaganna hefjast á morgun kl. 14:00 í Íþróttahöllinni á Húsavík. Mikil undirbúningur er í gangi svo allt gangi upp. Reiknað er með fjölmenni í höllina enda dagskráin með veglegasta móti. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir í höllina.

Niðurstöður úr launa- og viðhorfskönnun verslunar og skrifstofufólks

Launakönnun Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var framkvæmd á tímabilinu janúar til febrúar 2013. Samtals fengu 135 félagsmenn könnun. Samtals tóku 30 félagsmenn þátt. Þátttaka var því 22%.  Af 30 svarendum voru 16 í 100% starfshlutfalli og 14 svarendur í lægra starfshlutfalli.  Read more „Niðurstöður úr launa- og viðhorfskönnun verslunar og skrifstofufólks“

Aðalfundur Framsýnar undirbúinn

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar mánudaginn 6. maí kl. 20:00 í fundarsal félagsins til að undirbúa aðalfund félagsins sem haldinn verður í lok maí. Gestur fundarins verður Ágúst Óskarsson starfsmaður Starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK. Þar sem dagskrá fundarins er ekki endanlega klár mun hún birtast síðar hér á heimasíðunni.

Samið um frekari afslátt hjá Frumherja!

Framsýn hefur endurnýjað samning við Frumherja um afsláttarkjör fyrir félagsmenn og hækkar afslátturinn um 5%. Samningurinn veitir því félagsmönnum 20% afslátt af reglubundinni skylduskoðun ökutækja á þeirra vegum. Afslátturinn fæst gegn staðfestingu á því að þeir séu félagsmenn. Áður en að félagsmenn láta skoða sína bíla þurfa þeir að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá vottorð um að þeir séu fullgildir félagsmenn. Þessi afsláttur gildir einnig fyrir félagsmenn aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna.

Viltu komast í orlofshús?

Nú þegar úthlutun til félagsmanna er lokið varðandi leigu á sumarhúsum geta þeir sem ekki sóttu um hús fyrir auglýstan tíma komið við á Skrifstofu stéttarfélaganna og sótt um þær vikur sem eru lausar. Leiguverð per. viku er kr. 24.000,-. Fljótlega munum við setja inn þær vikur sem eru í boði þannig að félagsmenn geti skoðað þær á netinu.

Nýr bátur til Raufarhafnar

Formaður Framsýnar var á Raufarhöfn í gær þar sem hann heilsaði upp á félagsmenn og aðra þá sem hann rakst á við höfnina og reyndar á götum bæjarins líka. Meðal annars spjallaði hann við trillukarla sem voru að koma frá því að vitja um grásleppunet. Enn aðrir voru að gera sig klára fyrir vertíðina. Menn voru nokkuð ánægðir með aflabrögð en kvörtuðu undan ótíð. Read more „Nýr bátur til Raufarhafnar“