Merkileg saga – merkilegt hús

Neðst í skrúðgarðinum á Húsavík, sunnan Búðarár, stendur Árholt fagurrautt hús með hvítum gluggum. Þetta er annað elsta íbúðarhúsið á staðnum. Árholt hefur alla tíð verið í eigu sömu ættar og á morgun, 8. september verða liðin 120 ár síðan frumbyggjarnir fluttu inn. Hulda Þórhallsdóttir býr þar í dag. Árholt er ef til vill rómantískasta hús á Húsavík, þegar á allt er litið, segir Karl Kristjánsson í fyrsta bindi Sögu Húsavíkur. Read more „Merkileg saga – merkilegt hús“

Viðræður í gangi við fyrirtæki á svæðinu

Fulltrúar Framsýnar hafa síðustu daga fundað með forsvarsmönnum fyrirtækja í Norður-Þingeyjarsýslu um sérkjarasamninga fyrir starfsmenn viðkomandi fyrirtækja. Viðræðurnar hafa verið vinsamlegar og munu væntanlega klárast á næstu vikum. Þá fara fram viðræður í dag milli Framsýnar og Fjallalambs um kjör starfsmanna í sláturtíðinni í haust. Read more „Viðræður í gangi við fyrirtæki á svæðinu“

Olga heiðruð!!

Ritari Framsýnar og góður félagi, Olga Gísladóttir, átti nýverið stórafmæli en hún varð 50 ára 1. ágúst sl. Félagar hennar í stjórn og trúnaðarmannaráði fannst því við hæfi að færa henni smá gjöf á fundi ráðsins sem haldin  var síðasta sunnudag.

Samningafundur á morgun

Fulltrúar Framsýnar munu halda suður til Reykjavíkur í morgunsárið til að funda með Bændasamtökum Íslands um kjarasamning fyrir landbúnaðarverkamenn. Fundurinn verður í húsi Ríkissáttasemjara undir hans stjórn og hefst kl. 11:00. Viðræður aðila hafa gengið hægt undanfarið en formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, sagðist vonast til að samningaviðræðurnar færu að klárast. Read more „Samningafundur á morgun“

Námskeið fyrir fólk með skerta vinnufærni eða öryrkja

Virk – starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður árið 2008 af aðilum vinnumarkaðarins. Helstu verkefni Virk eru að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum starfsendurhæfingarþjónustu og stuðning til að draga úr líkum á því að einstaklingar með heilsubrest detti af vinnumarkaði og styðja þá sem eru utan vinnumarkaðar til að komast þangað aftur. Read more „Námskeið fyrir fólk með skerta vinnufærni eða öryrkja“

Hugur í Völsungum á aðalfundi

Aðalfundur Völsungs fór fram í kvöld. Mjög góð mæting var á fundinn miðað við síðustu ár, en á þriðja tug Völsunga tók þátt í líflegum og skemmtilegum umræðum á fundinum. Gerð var grein fyrir stafsemi félagsins og ársreikningum fyrir síðasta starfsár. Almenn ánægja kom fram með fjárhagslega stöðu félagsins en samkvæmt ársreikningum aðalsjóðs Völsungs varð 5,5 milljón króna hagnaður af starfseminni. Read more „Hugur í Völsungum á aðalfundi“