Starfsgreinasamband Íslands hefur ákveðið að næsti formannafundur sambandsins verði á Húsavík í byrjun júní og standi yfir í tvo daga. Um 40 manns koma til með að eiga seturétt á fundinum. Það er formenn og varaformenn aðildarfélaga sambandsins sem eru 19 auk starfsmanna sambandsins. Read more „SGS með formannafund á Húsavík“
Berjumst gegn leyndarhyggju í verðlagsmálum!
Stjórn ASÍ-UNG skorar á alla neytendur að svara þeim verslunum sem úthýsa verðlagseftirliti ASÍ með sniðgöngu. Öflugt verðlagseftirlit er órjúfanlegur hluti af kjarabaráttu ASÍ enda er það nauðsynlegt til að lágmarka skaðleg verðbólguáhrif sem nú þegar eru of mikil. Read more „Berjumst gegn leyndarhyggju í verðlagsmálum!“
Mörg mál liggja fyrir fundi Framsýnar
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar þriðjudaginn 19. mars kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Mörg mál liggja fyrir fundi Framsýnar“
Skilaði 5,3% raunávöxtun
Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur staðfest ársreikning sjóðsins fyrir árið 2012. Nafnávöxtun Tryggingadeildar sjóðsins á árinu var 10,1% og raunávöxtun 5,3%.
Read more „Skilaði 5,3% raunávöxtun“
Lögfræðiþjónusta í boði fyrir félagsmenn
Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna eru með samning við Mandat lögmannsstofu sem er til heimils að Ránargötu 8 í Reykjavík. Á lögmannsstofunni starfa átta lögmenn, þar af sex með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Heimasíða Mandat er: http://www.mandat.is/ Read more „Lögfræðiþjónusta í boði fyrir félagsmenn“
Námskeið í boði á næstu vikum
Góð námskeið og fyrirlestrar eru í boði á vegum stéttarfélaganna og samstarfsaðila. Námskeiðin eru auglýst í Fréttabréfi stéttarfélaganna sem var að koma út og hér á heimasíðunni. Read more „Námskeið í boði á næstu vikum“
Ert þú með hugmynd að námskeiði?
Stéttarfélögin og Þekkingarnet Þingeyinga vilja hvetja lesendur heimasíðunnar til að koma ábendingum um námskeið sem þeir vilja að verði haldin í Þingeyjarsýslum á framfæri við þessa aðila. Vilji er til þess að auka námskeiðahald á svæðinu og því er leitað eftir hugmyndum að góðum námskeiðum. Read more „Ert þú með hugmynd að námskeiði?“
Jöklaferð í boði stéttarfélaganna
Stéttarfélögin og ferðaþjónustufyrirtækið ICE hafa gert með sér samkomulag um að bjóða félagsmönnum upp á daglegar jöklaferðir í sumar upp á topp Langjökuls með Ice Explorer sem er 8 hjóla jöklatrukkur. Tækið er sérhannað til jöklaferða og tekur 40 farþega. Ferðin tekur um tvær klukkustundir. Um er að ræða frábæra ferð fyrir alla fjölskylduna. Read more „Jöklaferð í boði stéttarfélaganna“
Eiríkur og félagar með góðan afla
Útgerðarfélag í Eistlandi, sem íslenskir aðilar tengjast, hefur keypt norska rækjutogarann Remöy Viking, að því er Hjálmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Reyktal þjónustu ehf. umboðsaðila skipsins, sagði í samtali við Fiskifréttir. Skipið kom til Hafnarfjarðar í vikunni úr sinni fyrstu veiðiferð í eigu nýrra aðila og landaði um 250 tonnum af rækju. Read more „Eiríkur og félagar með góðan afla“
Framsýn styrkir „Síldarstúlkuna“
Við Óskarsstöðina á Raufarhöfn stendur fallegt listaverk til heiðurs síldarstúlkunum sem söltuðu niður síld á síldarárunum. Framsýn kom að því að styrkja gerð listaverksins um kr. 100.000,-. Sköpun listaverksins var samstarfsverkefni Ingibjargar Guðmundsdóttur listakonu frá Kópaskeri og Björns Halldórssonar frá Valþjófsstöðum í Núpasveit við Öxarfjörð. Read more „Framsýn styrkir „Síldarstúlkuna““
Fréttabréfið fast á Víkurskarði
Til stóð að Fréttabréf stéttarfélaganna færi í póst í gær en það er fullt af upplýsingum um orlofskosti sumarið 2013 og því margir sem bíða eftir því. En veðrið kom í veg fyrir það þar sem Fréttabréfið er fast í flutningabíl á Víkurskarðinu. Samkvæmt upplýsingum heimasíðunnar er flutningabílinn enn fastur. Vonandi tekst að losa bílinn í dag svo blaðið komist í póst á morgun. Read more „Fréttabréfið fast á Víkurskarði“
Fæddi son í sjúkrabíl mitt í ófærðinni í Dalsmynni
Þegar kona tók léttasóttina norður á Húsavík undir miðnætti var úr vöndu að ráða þar sem hún þurfti nauðsynlega að komast a fæðingadeildina á sjúkrahúsi Akureyrar en Víkurskarðið var kolófært auk þess sem tveir stórir bílar, sem þar sátu fastir, lokuðu leiðinni endanlega. Read more „Fæddi son í sjúkrabíl mitt í ófærðinni í Dalsmynni“
Trúnaðarmannanámskeið fellur niður
Til stóð að halda trúnaðarmannanámskeið á vegum Framsýnar á Illugastöðum næstu tvo daga. Vegna veðurs hefur námskeiðinu verið frestað. Read more „Trúnaðarmannanámskeið fellur niður“
Þingmenn, standið með okkur!!
Framsýn og Þingiðn hafa komið á framfæri áskorun til þingmanna um að styðja við uppbyggingu á Bakka en tvo frumvörp sem varða atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum eru nú til umræðu á þingi. Sjá áskorunina: Read more „Þingmenn, standið með okkur!!“
Hvað gerist á Alþingi?
Á næstu dögum mun ráðast hvort tvö mikilvæg frumvörp sem snerta Húsavík fari í gegnum þingið. Um er að ræða frumvarp til laga um heimild til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi. Síðara frumvarpið fjallar um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi. Um er að ræða fjárfestingar upp á tæpa þrjá milljarða. Read more „Hvað gerist á Alþingi?“
Nemendur FSH í heimsókn
Hópur nemenda úr Framhaldsskóla Húsavíkur kom við í gær á Skrifstofu stéttarfélaganna til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga. Með í för var Hjördís kennari Ólafsdóttir. Nemendurnir fengu fyrirlestur um atvinnulífið og helstu réttindi þeirra á vinnumarkaði. Read more „Nemendur FSH í heimsókn“
Handverkskonur í aðalhlutverki
Landbúnaðarverðlaunin 2013 voru veitt við setningu búnaðarþings sem nú stendur yfir. Að þessu sinni hlutu bændurnir í Laxárdal II og handverkshópurinn Handverkskonur milli heiða verðlaunin sem Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega og nýsköpunarráðherra veitti.
Um Handverkskonur milli heiða segir á vef Bændablaðsins Read more „Handverkskonur í aðalhlutverki“
Sigurbjörg Hulda verðlaunuð
Í vetur taka nemendur í 8.-10.bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn þátt í verkefni sem ber yfirskriftina Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Það er áhuga- og hugsjónarmannafélagið Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni sem standa fyrir þessu. Read more „Sigurbjörg Hulda verðlaunuð“
Að semja um laun – Áhugavert námskeið
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða félagsmönnum upp á áhugavert námskeið er nefnist AÐ SEMJA UM LAUN. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands. Um er að ræða 3 klst. námskeið. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 18. mars kl. 19:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Read more „Að semja um laun – Áhugavert námskeið“
Mikið fjör á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag
Það er óhætt að segja að sjaldan hafi komið eins margir við á Skrifstofu stéttarfélaganna á einum degi eins og í dag, laugardag. Undanskilinn er þó Öskudagurinn. Rétt er að taka fram að venjulega er lokað á laugardögum. Ástæðan er að í kvöld er árshátíð Norðlenska haldin á Húsavík og reiknað er með að árshátíðargestir verði vel á annað hundrað manns.