Skötuilmur á Húsavík

GPG- Fiskverkun á Húsavík stóð fyrir árlegri skötuveislu í dag. Fyrirtækið rekur m.a. öfluga starfsemi á Húsavík og á Raufarhöfn.  Starfsmenn fyrirtækisins á Húsavík ásamt nokkrum góðum gestum komu saman í hádeginu og borðuðu skötu, saltfisk og alls konar góða fiskrétti. Þá var einnig boðið upp á góða drykki með góðgætinu. Hér koma nokkrar myndir frá veislunni sem fór vel fram. Read more „Skötuilmur á Húsavík“

Börnin til fyrirmyndar en alþingismennirnir…..

Það voru þrír fjallmyndarlegir jólasveinar sem komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag. Það voru þeir Hurðaskellir, Skyrgámur og Þvörusleikir en heimili þeirra er í Dimmuborgum í Mývatnssveit. Þeir sögðust hafa verið á ferðinni síðustu daga og komið víða við, sérstaklega væri ánægjulegt að koma á jólatréskemmtanir þar sem væri yfirleit fullt af góðum og þægum börnum. Read more „Börnin til fyrirmyndar en alþingismennirnir…..“

Konfekt og hamingja

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson,  kom við hjá starfsfólki Flugfélagsins Ernis í síðustu viku og færði þeim konfekt frá félaginu með þakklæti fyrir ákvörðun flugfélagsins um að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Ljóst er að flugið skiptir Þingeyinga og aðra þá sem þurfa að ferðast til og frá svæðinu verulega miklu máli enda hafa um 6.200 farþegar ferðast með flugfélaginu frá upphafi en áætlunarflugið hófst sunnudaginn 15. apríl 2012. Read more „Konfekt og hamingja“

Kveðja Húsavík með miklum söknuði

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa í gegnum tíðina myndað gott samband við erlent vinnuafl á félagssvæðinu. Um þessar mundir eru væntanlega um 200 erlendir starfsmenn við störf í Þingeyjarsýslum. Ekki er óalgengt þegar viðkomandi einstaklingar yfirgefa landið að þeir komi við á Skrifstofu stéttarfélaganna og þakki fyrir sig og aðstoðina sem þeir hafa fengið hjá stéttarfélögunum. Read more „Kveðja Húsavík með miklum söknuði“

Fréttabréfið í prentun

Þessar stundirnar er verið að prenta Fréttabréf stéttarfélaganna og er það væntanlegt úr prentun á morgun.  Þá samdægurs mun hefjast dreifing á því sem verður lokið síðar í þessari viku. Að venju er blaðið efnismikið og fullt af fréttum og fróðleiksmolum fyrir félagsmenn. Þá eru í blaðinu tvö skemmtileg viðtöl við formenn deilda innan Framsýnar, þau Jakob Hjaltalín og Jónu Matt. Þeir sem ekki fá Fréttabréfið í hendur í vikunni geta skoðað það á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is.

Góður jólaandi á Húsavík

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum stóðu í dag fyrir árlegu jólakaffi í fundarsal félaganna á Húsavík. Fjöldi fólks eða um 350 manns komu við og þáðu kaffi, konfekt og tertur í boði stéttarfélaganna. Þá var einnig boðið upp á söng og tónlist af bestu gerð. Ekki var annað að heyra en að Þingeyingar væru komnir í jólaskap því flestir gestanna komu brosandi og fóru brosandi. Sjá myndir: Read more „Góður jólaandi á Húsavík“

Formenn ASÍ funda

Formenn aðildarfélaga ASÍ funduðu í Reykjavík síðasta fimmtudag. Meðal þeirra sem voru á fundinum var Aðalsteinn Á. Baldursson Formaður Framsýnar. Að sögn Aðalsteins var farið yfir forsendur kjarasamninga og hvort rétt væri að segja þeim upp en fyrir liggur að forsendur samninganna eru að mestu brostnar. Fundurinn á fimmtudaginn var fyrsti fundurinn af þremur um endurskoðun kjarasamninga á vegum ASÍ. Read more „Formenn ASÍ funda“

Góð lykt og brjálað að gera

Starfsmenn Framsýnar tóku hús á starfsmönnum Norðlenska í morgun. Sigmundur Hreiðarsson forstöðumaður fyrirtækisins á Húsavík bauð jólasveinana frá Framsýn velkomna og gerði þeim grein fyrir starfseminni sem er á fullum afköstum  enda verið að ganga frá tugum tonna af hangikjöti fyrir jólin. Salan hefur gengið vel enda kjötið frá Norðlenska eitt það besta sem er á markaðinum. Sjá myndir: Read more „Góð lykt og brjálað að gera“

Þingiðn styrkir Velferðarsjóðinn

Þingiðn- félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum færði Velferðarsjóði Þingeyinga kr. 100.000,- króna styrk til að mæta því öfluga starfi sem sjóðurinn er að sinna á félagssvæði Þingiðnar er varðar velferðar-  og mannúðarmál. Sjóðurinn er að gera góða hluti og starfsemi hans skiptir verulega miklu máli í héraðinu, ekki síst núna fyrir jólin þegar margir eiga erfitt.

Read more „Þingiðn styrkir Velferðarsjóðinn“

Ísfélagið greiðir landverkafólki auka jóla­bónus

Mikil ánægja er meðal starfsmanna Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn eftir að fyrirtækið tók ákvörðun um að greiða út viðbótar jólabónus til starfsmanna sinna í landi, að upphæð 250.000 kr. Bónusinn er hrein viðbót við 50.000 króna desemberuppbót sem bundinn er í kjarasamn­ingum. Alls fá því starfsmenn í landi 300.000 kr jólabónus í ár.

Framsýn á Facebook

Nú má finna Framsýn á andlitsbókinni eða Facebook líkt og samskiptamiðillinn heitir. Þar munu birtast helstu fréttir, myndir og fleira af heimasíðu okkar og úr starfsemi Framsýnar. Einnig verður mögulegt að sjá myndbönd frá vinnustaðaheimsóknum og fylgjast vel með því áhugaverða verkefni  sem fjallað hefur verið um á heimasíðunni. Endilega sendið okkur vinabeiðni og fylgist vel með þar sem fullt af áhugaverðum verkefnum eru framundan hjá Framsýn. Umsjónarmaður með andlitsbókinni, facebook er Rafnar Orri Gunnarsson. Smellið hér fyrir neðan til þess að finna Facebook síðu okkar: http://www.facebook.com/framsyn.stettarfelag

Vetrarlegt í Aðaldalnum

Það var fallegt og vetrarlegt í Aðaldalnum í dag þegar fulltrúar Framsýnar fóru í heimsókn í Laxárstöðina til að funda með yfirmanni og félagsmönnum Framsýnar.  Ekki þarf að taka fram að fegurðin er mikil í Aðaldalnum og notalegt að fara um á degi sem þessum þrátt fyrir 7 stiga frost.

Félagar í STH athugið

Minnisbækurnar eru komnar vegna ársins 2013. Félagar í Starfsmannafélagi Húsavíkur eru velkomnir á skrifstofu félagsins að Garðarsbraut 26. Þeir sem vilja láta senda sér bækurnar eru beðnir um að hafa samband við skrifstofuna og verður hún þá sent um hæl.