Þensla í Mývatnssveit

Þegar formaður Framsýnar gerði sér ferð í Mývatnssveit í gær voru framkvæmdir víða í gangi í sveitinni. Verið er að byggja 80 herbergja hótel í landi Arnarvatns sem á að vera klárt næsta sumar. Hótelið verður þriggja stjörnu og hefur fengið heitið Hótel Laxá. Á Skútustöðum eru heimamenn í ferðaþjónustu að reisa 450 m2 húsnæði þar sem verður íbúð, bílageymsla, hótelberbergi, matsalur og  snyrtingar. Húsnæðið á að vera klárt með vorinu. Þá mátti sjá heimamenn og starfsmenn frá Landsneti leggja ljósleiðara um sveitina. Sem sagt allt á fullu í sveitinni fögru við Mývatn.

Verið er að reisa um 450 m2 hús við Skútustaði þar sem verður íbúð, matsalur og hótelherbergi.

Björn höfðingi er hér með tveimur snillingum, Þórði og Kidda sem starfa hjá Rein. Trésmiðjan Rein kemur að því að byggja upp nýju aðstöðuna fyrir ferðamenn á Skútustöðum.

 Lárus var að sjálfsögðu á Skútustöðum að aðstoða við byginguna enda góður gröfumaður.

Nýtt 80 herbergja hótel rís í landi Arnarvatns, Margrét Hólm Valsdóttir verður hótelstjóri en hótelið opnar næsta sumar. Þessa dagana er allt á fullu við hótelbygginguna.

Karl Viðar er öflugur í atvinnustarfsemi í Mývatnssveit. Hér er hann ásamt Sigga Bald að hlusta á Friðrik Steingrímsson skáld og Mývetning sem var í heimsókn hjá þeim  líkt og formaður Framsýnar sem tók þessa mynd af þeim félögum.

Kristján Stefánsson er einn besti gröfumaður landsins, smá grín. Hann var að grafa fyrir lögnum við þjóðveginn við Mývatn í gær en þar var verið að grafa fyrir ljósleiðara.

Þuríður Jóna Steinsdóttir í versluninni á Skútustöðum var að sjálfsögðu ánægð enda oftast mikið að vera í búðinni.

Þórir Stefánsson var í Baðlóninu í gær ásamt fjölmörgum öðrum gestum en rúmlega 100 þúsund gestir hafa komið í lónið það sem af er þessu ári. Ferðaþjónustan hefur væntanlega aldrei verið eins öflug í Mývantssveit eins og hún er um þessar mundir og á bara eftir að aukast.

Deila á