STH 50 ára

Starfsmannafélag Húsavíkur hélt upp á 50 ára afmæli félagsins í gær í fundarsal stéttarfélaganna. Hópur félagsmanna og gesta heiðruðu afmælisbarnið með því að koma í boðið og þiggja veitingar. Farið var yfir starfsemi félagsins auk þess sem formaður Framsýnar afhendi formanni STH málverk að gjöf frá Framsýn og Þingiðn. Nánar verður fjallað um afmæli Starfsmannafélagsins í næsta Fréttabréfi stéttarfélaganna.  

Stefán tók við afmælisgjöfinni fyrir hönd STH, um er að ræða málverk eftir Sigurð Hallmarsson.

Deila á