Ófært að stjórnvöld og ASÍ tali ekki saman

Alþýðusamband Íslands boðaði í gær til formannafundar í Reykjavík um forsendur gildandi kjarasamninga og næstu skref. Fyrir liggur að flestar þær forsendur sem samningarnir byggja á eru þegar brostnar. Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, fór yfir stöðu mála og viðræður sambandsins við Samtök atvinnulífsins sem hafa skilað litlu sem engu. Hann lagði áherslu á að forsvarsmenn stéttarfélaganna færu heim og funduðu með sínu baklandi varðandi næstu skref. Read more „Ófært að stjórnvöld og ASÍ tali ekki saman“

Boðað til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði

Boðað hefur verið til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar næsta fimmtudag kl. 17:00. Aðalumræðuefni fundarins verða kjaramál og hvort félagið eigi að leggja til að þeim verði sagt upp í janúar þar sem samningsforsendurnar hafa ekki staðist. Önnur mál verða einnig tekin til umræðu s.s. atvinnumál, siðareglur félagsins, málefni ungra félagsmanna og Fræðslusjóðsins Landsmenntar sem Framsýn á aðild að.

Desemberuppbót til fólks í atvinnuleit

Ríkistjórnin samþykkti 16. nóvember tillögu ráðherra um að greiða út desemberuppbót til atvinnulausra samkvæmt ákveðnum reglum. Upphæðin mun nema um 325 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastonfnun voru um 8500 manns í virkri atvinnulet í byrjun desember. Það þýðir að meðal desemberbuppbót til hvers og eins nemur rúmum 38.000 krónum.

Slæmt veður á Húsavík

„Það er eiginlega alveg klikkað veður og búið að spá því sama eða jafnvel verra á morgun, Gamlársdag. Svo það vart ekki hundi út sigandi, hvað þá að vera að ýta fjölskyldufólki, gömlu og ungu, út í almenningshlaup. Það er lítið vit í því,“ segir Ágúst Sigurður Óskarsson einn af skipuleggjendum Gamlárshlaupsins á Húsavík. Read more „Slæmt veður á Húsavík“

Hugleiðingar um áramótin

Þá er lokið síðasta fundi ársins hjá Framsýn stéttarfélagi en sjómenn innan félagsins héldu aðalfund deildarinnar síðasta fimmtudag. Almennt hefur starfsemi og rekstur félagsins gengið vel á árinu. Starfsgreinasamband Íslands, sem Framsýn á aðild að ásamt 18 öðrum stéttarfélögum, gerði úttekt á starfsemi aðildarfélaga sambandsins í haust. Innan Starfsgreinasambandsins eru um 50.000 félagsmenn. Úttektin er afar glæsileg fyrir Framsýn og jafnframt ánægjuleg fyrir félagsmenn. Read more „Hugleiðingar um áramótin“

Sjómenn munið fundinn í kvöld

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar er í kvöld kl. 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa liggur fyrir fundinum ályktun um kjaramál. Skorað er á sjómenn að fjölmenna á fundinn. Í lok fundar verður boðið upp á hefðbundnar veitingar.

Fjölbreyttur matseðill í fjárhúsinu á aðfangadag

Það er ekki bara að mannfólkið geri vel við sig í mat og drykk um jólin heldur gera bændur víða um land einnig vel við sinn búpening í tilefni jólanna. Við gerðum okkur ferð með formanni Framsýnar, Aðalsteini Á. Baldurssyni, í fjárhúsið eftir lokun skrifstofunnar í dag en skrifstofa stéttarfélaganna var opin fram að hádegi. Read more „Fjölbreyttur matseðill í fjárhúsinu á aðfangadag“

Skötuilmur á Húsavík

GPG- Fiskverkun á Húsavík stóð fyrir árlegri skötuveislu í dag. Fyrirtækið rekur m.a. öfluga starfsemi á Húsavík og á Raufarhöfn.  Starfsmenn fyrirtækisins á Húsavík ásamt nokkrum góðum gestum komu saman í hádeginu og borðuðu skötu, saltfisk og alls konar góða fiskrétti. Þá var einnig boðið upp á góða drykki með góðgætinu. Hér koma nokkrar myndir frá veislunni sem fór vel fram. Read more „Skötuilmur á Húsavík“

Börnin til fyrirmyndar en alþingismennirnir…..

Það voru þrír fjallmyndarlegir jólasveinar sem komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag. Það voru þeir Hurðaskellir, Skyrgámur og Þvörusleikir en heimili þeirra er í Dimmuborgum í Mývatnssveit. Þeir sögðust hafa verið á ferðinni síðustu daga og komið víða við, sérstaklega væri ánægjulegt að koma á jólatréskemmtanir þar sem væri yfirleit fullt af góðum og þægum börnum. Read more „Börnin til fyrirmyndar en alþingismennirnir…..“

Konfekt og hamingja

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson,  kom við hjá starfsfólki Flugfélagsins Ernis í síðustu viku og færði þeim konfekt frá félaginu með þakklæti fyrir ákvörðun flugfélagsins um að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Ljóst er að flugið skiptir Þingeyinga og aðra þá sem þurfa að ferðast til og frá svæðinu verulega miklu máli enda hafa um 6.200 farþegar ferðast með flugfélaginu frá upphafi en áætlunarflugið hófst sunnudaginn 15. apríl 2012. Read more „Konfekt og hamingja“

Kveðja Húsavík með miklum söknuði

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa í gegnum tíðina myndað gott samband við erlent vinnuafl á félagssvæðinu. Um þessar mundir eru væntanlega um 200 erlendir starfsmenn við störf í Þingeyjarsýslum. Ekki er óalgengt þegar viðkomandi einstaklingar yfirgefa landið að þeir komi við á Skrifstofu stéttarfélaganna og þakki fyrir sig og aðstoðina sem þeir hafa fengið hjá stéttarfélögunum. Read more „Kveðja Húsavík með miklum söknuði“

Fréttabréfið í prentun

Þessar stundirnar er verið að prenta Fréttabréf stéttarfélaganna og er það væntanlegt úr prentun á morgun.  Þá samdægurs mun hefjast dreifing á því sem verður lokið síðar í þessari viku. Að venju er blaðið efnismikið og fullt af fréttum og fróðleiksmolum fyrir félagsmenn. Þá eru í blaðinu tvö skemmtileg viðtöl við formenn deilda innan Framsýnar, þau Jakob Hjaltalín og Jónu Matt. Þeir sem ekki fá Fréttabréfið í hendur í vikunni geta skoðað það á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is.