Hér má sjá helstu upplýsingar varðandi kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga ASÍ sem var undirritaður 21. desember 2013. Samninginn má sjá hér: Kjarasamningur 21 des 2013 undirritaður Read more „Upplýsingar um nýgerðan kjarasamning“
Gleðileg jól!
Yfirlýsing frá VÞ
Verkalýðsfélag Þórshafnar stendur heilshugar við bakið á þeim stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands sem skrifuðu ekki undir kjarasamning aðila vinnumarkaðarins. Read more „Yfirlýsing frá VÞ“
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út -fátækt fest í sessi-
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Karphúsinu um helgina þegar Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands skrifuðu undir kjarasamning til 12 mánaða. Haft var eftir forseta ASÍ að tekist hefði að hækka laun lágtekjufólks sérstaklega með láglaunaaðgerð og því bæri að fagna. Read more „Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út -fátækt fest í sessi-„
Yfirlýsing- Framsýn harmar nýgerðan kjarasamning
Yfirlýsing vegna fyrirliggjandi kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins sem undirritaðir voru 21. desember 2013. Read more „Yfirlýsing- Framsýn harmar nýgerðan kjarasamning“
Stéttarfélögin gleðja fyrir jólin
Starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum gerðu sér ferð á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og færðu heimilismönnum í Skógarbrekku sem áður bar nafnið Öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga tertu í tilefni jólanna. Líkt og á Hvammi, sem einnig fékk tertu frá stéttarfélögunum, voru allir ánægðir með jólaglaðninginn frá félögunum. Read more „Stéttarfélögin gleðja fyrir jólin“
Skrifað undir kjarasamning í kvöld
Aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á tíunda tímanum í kvöld. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014 og kveður á um 2,8% launahækkun og að lægstu laun hækki um tæplega 10.000 kr. Read more „Skrifað undir kjarasamning í kvöld“
Hafið miklar þakkir fyrir
Í gær voru nokkrir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga kvaddir með viðhöfn. Starfsmennirnir eiga það sameiginlegt að hafa starfað lengi hjá stofnuninni eða í nokkra ártugi. Þeir eiga það einnig sameiginlegt að vera afbragðs starfsmenn enda fengu þeir fallegar gjafir í móttöku sem var haldin m.a. þeim til heiðurs. Read more „Hafið miklar þakkir fyrir“
Fundað stíft um kjaramál – jólafríið bíður
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur í dag setið á fundum í Reykjavík og yfirfarið tilboð Samtaka atvinnulífsins og útspil ríkistjórnarinnar í skattamálum. Samninganefndin fundaði reyndar í gær líka. Að sögn Aðalsteins formanns Framsýnar, sem verið hefur í sambandi við félaga sína í samninganefndinni í gegnum Skype, er hann mjög óánægður með tilboð SA og tillögur stjórnvalda í skattamálum. Read more „Fundað stíft um kjaramál – jólafríið bíður“
Færðu starfsfólki og heimilismönnum tertu
Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna komu við á Hvammi, heimili aldraðra og færðu starfsmönnum og heimilismönnum bragðgóða tertu með jólakaffinu. Að sjálfsögðu voru allir syngjandi glaðir með glaðninginn frá stéttarfélögunum og þökkuðu vel fyrir sig. Read more „Færðu starfsfólki og heimilismönnum tertu“
Færðu HÞ augnþrýstimæli að gjöf
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, Framsýn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn í samstarfi við útibú Íslandsbanka á Húsavík færðu Heilbrigðisstofnun Þingeyinga í dag veglega gjöf. Um er að ræða Icare augnþrýstimæli. Nýja tækið kemur í staðinn fyrir gamalt og úrelt tæki sem er orðið yfir 20 ára gamalt. Tækið kostar tæpar 800 þúsund krónur. Read more „Færðu HÞ augnþrýstimæli að gjöf“
Jólagleði í Mývatnssveit
Þegar blaðamann heimasíðu stéttarfélaganna bar að garði í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit voru nemendur og starfsmenn í óða önn að skera laufabrauð. Laufabrauðsgerð og laufabrauðsskurður er gömul hefð og leggja Mývetningar áherslu á að styðja þessa nytsamlegu og skemmtilegu þjóðmenningu. Read more „Jólagleði í Mývatnssveit“
Hvað gerist í dag?
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur verið boðuð til fundar í dag til að ræða stöðuna í kjaramálum. Áður var búið að gefa út að ekki yrði fundað aftur fyrr en eftir áramótin. Spurningin er, gerist eitthvað í dag? Formaður Framsýnar er í samninganefnd Starfsgreinasambandsins ásamt öðrum formönnum aðildarfélaga sambandsins.
Ari Páll formaður Siðanefndar
Á síðasta aðalfundi Framsýnar voru siðareglur samþykktar fyrir Framsýn. Siðareglurnar ná til félagsmanna sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið s.s. í stjórnum, nefndum og ráðum svo og aðra þá sem koma fram fyrir hönd félagsins og gegna trúnaðarstörfum fyrir Framsýn. Reglurnar eiga einnig við um starfsmenn félagsins. Read more „Ari Páll formaður Siðanefndar“
Orð eru dýr
Nokkur fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum hefur haft samband, bæði við Alþýðusambandið og aðildarfélög þess, vegna ótta um að hætt verði að greiða atvinnuleysisbætur þar sem Atvinnuleysistryggingasjóður sé tómur og fjármagn ekki til staðar. Read more „Orð eru dýr“
Dagbækur og dagatöl komin í hús
Félagsmenn stéttarfélaganna geta nú komið við og fengið dagbækur og dagatöl á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir sem búa utan Húsavíkur geta fengið dagatölin og/eða dagbækurnar sendar til sín í pósti. Read more „Dagbækur og dagatöl komin í hús“
Innlegg ASÍ og BSRB skipti sköpum varðandi desemberuppbótina
Hugmyndir forystu ASÍ og BSRB um tilflutning á fjármunum frá Virk Starfsendurhæfingarsjóði yfir til Atvinnuleysistryggingasjóðs á þessu ári til að fjármagna desemberuppbót gegn því að fjármunum yrði varið til að tryggja ráðgjöf og vinnumiðlun við atvinnuleitendur á næsta ári var ráðandi þáttur í þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót, eins og tíðkast hefur. Read more „Innlegg ASÍ og BSRB skipti sköpum varðandi desemberuppbótina“
Samninganefnd SGS boðuð til fundar – átök framundan?
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands sem skipuð er formönnum aðildarfélaga sambandsins hefur verið boðuð til fundar í dag kl. 13:00 í húsnæði Ríkissáttasemjara. Á fundinum verður farið yfir stöðuna í kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. Read more „Samninganefnd SGS boðuð til fundar – átök framundan?“
Fjármálaráðherra neitar atvinnulausu fólki um desemberuppbót
Niðurskurðarhnífurinn fer víða í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og bitnar hart á lágt launuðu fólki á vinnumarkaðnum. Skuldaniðurfellingarúrræðin koma tekjuhærri betur en tekjulægri hópunum, skattatillögurnar sömuleiðis svo ekki sé rætt um hækkanir á gjaldskrá sem bitna hlutfallslega meir á tekjulægri hópunum á vinnumarkaði. Þegar kemur að atvinnulausu fólki tekur steininn úr. Read more „Fjármálaráðherra neitar atvinnulausu fólki um desemberuppbót“
Gleði í hjarta í jólakaffi stéttarfélaganna
Um þrjúhundruð manns komu í jólakaffi stéttarfélaganna í dag í fallegu vetrarveðri. Boðið var um rjúkandi kaffi, tertur frá Heimabakaríi og mögnuð tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Húsavíkur. Þá kom jólasveininn í heimsókn sem vakti mikla gleði hjá ungu kynslóðinni og reyndar hjá þeim eldri líka. Stéttarfélögin vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu við í dag og þáðu veitingar í boði félaganna fyrir komuna. Sjá myndir frá stemningunni í dag. Read more „Gleði í hjarta í jólakaffi stéttarfélaganna“
