Smábátasjómenn ath.

Sjómannadeild Framsýnar er um þessar mundir að ganga frá kröfugerð fyrir smábátasjómenn en kjarasamningur smábátasjómanna rennur út í lok janúar. Sjómenn á smábátum eru vinsamlegast beðnir um að koma sínum kröfum á framfæri við Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 6. janúar 2014.

Gleðileg jól!

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýlsum og starfsmenn félaganna óska félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þingiðn
Framsýn- stéttarfélag
 Starfsmannafélag Húsavíkur

Stéttarfélögin gleðja fyrir jólin

Starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum gerðu sér ferð á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og færðu heimilismönnum í Skógarbrekku sem áður bar nafnið Öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga tertu í tilefni jólanna. Líkt og á Hvammi, sem einnig fékk tertu frá stéttarfélögunum, voru allir ánægðir með jólaglaðninginn frá félögunum. Read more „Stéttarfélögin gleðja fyrir jólin“

Fundað stíft um kjaramál – jólafríið bíður

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur í dag setið á fundum í Reykjavík og yfirfarið tilboð Samtaka atvinnulífsins og útspil ríkistjórnarinnar í skattamálum. Samninganefndin fundaði reyndar í gær líka. Að sögn Aðalsteins formanns Framsýnar, sem verið hefur í sambandi við félaga sína í samninganefndinni í gegnum Skype, er hann mjög óánægður með tilboð SA og tillögur stjórnvalda í skattamálum. Read more „Fundað stíft um kjaramál – jólafríið bíður“

Færðu HÞ augnþrýstimæli að gjöf

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, Framsýn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn í samstarfi við útibú Íslandsbanka á Húsavík færðu Heilbrigðisstofnun Þingeyinga í dag veglega gjöf. Um er að ræða Icare augnþrýstimæli. Nýja tækið kemur í staðinn fyrir gamalt og úrelt tæki sem er orðið yfir 20 ára gamalt. Tækið kostar tæpar 800 þúsund krónur.  Read more „Færðu HÞ augnþrýstimæli að gjöf“

Hvað gerist í dag?

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur verið boðuð til fundar í dag til að ræða stöðuna í kjaramálum. Áður var búið að gefa út að ekki yrði fundað aftur fyrr en eftir áramótin. Spurningin er, gerist eitthvað í dag? Formaður Framsýnar er í samninganefnd Starfsgreinasambandsins ásamt öðrum formönnum aðildarfélaga sambandsins.