Talningu er lokið hjá Framsýn vegna tveggja kjarasamninga sem félagið á aðild að í gegnum tvö landssambönd, Starfsgreinasamband Íslands og Landssamband íslenskra verslunarmanna. Skrifað var undir kjarasamningana 21. desember 2013. Rúmlega 92% félagsmanna hafnaði kjarasamningi SGS og SA og um 89% félagsmanna hafnaði kjarasamningi LÍV og SA. Þessi afgerandi niðurstaða staðfestir reiði verkafólks með kjarasamningana.
Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
Kjarasamningur Framsýnar/SGS við Samtök atvinnulífsins:
Fjöldi á kjörskrá: 833
Fjöldi atkvæða og kjörsókn: 234 28,09%
Já sögðu: 16 6,84%
Nei sögðu: 216 92,30
Auðir atkvæðaseðlar: 1 0,43%
Ógildir atkvæðaseðlar: 1 0,43%
Kjarasamningur Framsýnar/LÍV við Samtök atvinnulífsins:
Fjöldi á kjörskrá: 112
Fjöldi atkvæða og kjörsókn: 35 31,25%
Já sögðu: 3 8,57%
Nei sögðu: 31 88,57%
Auðir atkvæðaseðlar: 1 2,86%
Ógildir atkvæðaseðlar: 0 0,00%
Kjarasamningarnir milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að skoðast því felldir.