Um 50 manns á kynningarfundi

Þessa dagana stendur Framsýn fyrir kynningarfundum um nýgerðan kjarasamning. Í gær var fundur á Húsavík og komu um 50 manns á fundinn. Almennt eru menn mjög óánægðir með kjarasamninginn og breytingar á tekjuskattinum sem nær ekki til þeirra lægst launuðu. Í dag verða fundir á Raufarhöfn og í Lundi í Öxarfirði. Á morgun verða síðan fundir í Mývatnssveit og í Reykjadal. Þá eru dæmi um að starfsmenn hafi óskað eftir kynningu og atkvæðagreiðslu á vinnustöðum. Að sjálfsögðu hefur kjörstjórn Framsýnar orðið við þeim kröfum félagsmanna.

Fundarmenn fara yfir kjarasamninginn og eru ekkert sérstaklega brosandi.

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, gerði grein fyrir samningnum. Um 50 manns tóku þátt í fundinum sem var skipt upp í tvo hluta. Annars vegar var kynning á íslensku og hins vegar á pólsku.

Deila á