Aðalsteinn áfram í stjórn SGS

Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (Afl starfsgreinafélag) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður. Miðstjórn sambandsins er óbreytt en í henni sitja Aðalsteinn Á. Baldursson (Framsýn stéttarfélag) Halldóra Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Signý Jóhannesdóttir (Stéttarfélag Vesturlands) og Sigurður Bessason (Efling stéttarfélag). Read more „Aðalsteinn áfram í stjórn SGS“

Góðu þingi lokið

Rúmlega 130 þingfulltrúar frá 19 stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands komu saman í Hofi á Akureyri en þar fór fram 4. Þing Starfsgreinasambands Íslands. Þingið fór vel fram og var ályktað um fjölmörg mál. Þingið hófst síðasta miðvikudag og lauk um hádegið í dg. Hér koma ályktanir þingsins. Read more „Góðu þingi lokið“

Kennitöluflakk kostar íslenskt samfélag tugi milljarða á ári

Alþýðusamband Íslands hefur lengi gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart kennitöluflakki og þeim skaða sem slík starfsemi veldur.  ASÍ gerir tillögur í 16 liðum um aðgerðir til að sporna við kennitöluflakki. Með því vill ASÍ taka frumkvæði og setja á dagskrá baráttuna gegn þessum skaðvaldi í íslensku atvinnulífi. Read more „Kennitöluflakk kostar íslenskt samfélag tugi milljarða á ári“

Ertu verktaki eða starfsmaður?

Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Sem launamaður ertu með ráðningasamning og safnar réttindum á vinnumarkaði, atvinnurekandinn sér um að greiða af þér skatta og þess háttar og þú ert varinn af lögum sem launamaður. Ef þú ert verktaki ertu í raun að selja þjónustu og þú átt í viðskiptum án þess að njóta réttinda sem launamaður eða ávinna þér slíkt. Read more „Ertu verktaki eða starfsmaður?“

Mikil vonbrigði með fjárlagafrumvarpið

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með áherslur nýrrar ríkisstjórnar eins og þær birtast í fjárlagafrumvarpinu. Frumvarpið ber þess merki að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að rýra verulega tekjustofna ríkisins. Þannig var veiðileyfagjald útgerðarinnar lækkað um milljarða á sumarþingi og virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna lækkaður. Read more „Mikil vonbrigði með fjárlagafrumvarpið“

Raunfærnimat í skipstjórn

Ef þú ert orðinn 25 ára og  hefur starfað á sjó í 5 ár eða lengur og hefur áhuga á að ná þér í stýrimanns- og skipstjórnarréttindi þá gæti raunfærnimat hentað þér. Raunfærnimat í skipstjórn miðar að því að meta þá færni sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Metið er upp í nám í skipstjórn á B stigi (45.m. skip). Read more „Raunfærnimat í skipstjórn“