„Tekjuskattslækkun á 2. skattþrepi mun aðeins koma þeim tekjuhærri til góða og í reynd hækka hlutfallslega skattbyrði þeirra sem lægst hafa launin,“ er meðal þess sem segir í ályktun stjórnar BSRB sem samþykkt var á fundi stjórnar BSRB á föstudag. Read more „Ályktun stjórnar BSRB“
Aðalsteinn áfram í stjórn SGS
Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (Afl starfsgreinafélag) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður. Miðstjórn sambandsins er óbreytt en í henni sitja Aðalsteinn Á. Baldursson (Framsýn stéttarfélag) Halldóra Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Signý Jóhannesdóttir (Stéttarfélag Vesturlands) og Sigurður Bessason (Efling stéttarfélag). Read more „Aðalsteinn áfram í stjórn SGS“
Góðu þingi lokið
Rúmlega 130 þingfulltrúar frá 19 stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands komu saman í Hofi á Akureyri en þar fór fram 4. Þing Starfsgreinasambands Íslands. Þingið fór vel fram og var ályktað um fjölmörg mál. Þingið hófst síðasta miðvikudag og lauk um hádegið í dg. Hér koma ályktanir þingsins. Read more „Góðu þingi lokið“
Kennitöluflakk kostar íslenskt samfélag tugi milljarða á ári
Alþýðusamband Íslands hefur lengi gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart kennitöluflakki og þeim skaða sem slík starfsemi veldur. ASÍ gerir tillögur í 16 liðum um aðgerðir til að sporna við kennitöluflakki. Með því vill ASÍ taka frumkvæði og setja á dagskrá baráttuna gegn þessum skaðvaldi í íslensku atvinnulífi. Read more „Kennitöluflakk kostar íslenskt samfélag tugi milljarða á ári“
Kostnaður vegna debetkorta töluverður
Töluverður verðmunur er á þeim gjöldum sem bankar og sparisjóðir innheimta fyrir þjónustu sína. Viðskiptavinir greiða há þjónustugjöld fyrir marga þjónustuliði og innheimt er gjald ef stafsmenn bankans sjá um að framkvæma verk sem viðskiptavinir geta sjálfir gert í heimabanka eða þjónustusíma. Read more „Kostnaður vegna debetkorta töluverður“
Grænmeti og ávextir hækka mest milli ára
Matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 30. september sl. hefur hækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í byrjun október 2012 hjá flestum verslunum. Nettó hefur þó oftar lækkað verð en hækkað. Áberandi er að ávextir og grænmeti hafa hækkað miklu meira en aðrir vöruflokkar eða um allt að 66%. Read more „Grænmeti og ávextir hækka mest milli ára“
Fjórða þing Starfsgreinasambands Íslands hefst á miðvikudaginn
Fjóðra þing Starfsgreinasambands Íslands verður sett í Hofi á Akureyri þann 16. október 2013 klukkan 15:00 undir yfirskriftinni Samstaða og Samvinna. Þingið mun fjalla um kjaramál í aðdraganda kjarasamninga, atvinnumál almennt, húsnæðismál og fleira. Read more „Fjórða þing Starfsgreinasambands Íslands hefst á miðvikudaginn“
Enskunámskeið fyrir byrjendur
Þekkingarnet Þingeyinga og Framsýn bjóða upp á byrjendanámskeið í ensku. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að auka skilning og færni við að tjá sig á ensku. Einnig verður lögð áhersla á æfingar, samræður og hlustun. Read more „Enskunámskeið fyrir byrjendur“
Framsýn fundar um kjaramál
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur til fundar næsta mánudag, það er 21. október kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Helsta málefni fundarins eru kjaramál og komandi kjaraviðræður við atvinnurekendur. Sjá dagskrá: Read more „Framsýn fundar um kjaramál“
Ertu verktaki eða starfsmaður?
Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Sem launamaður ertu með ráðningasamning og safnar réttindum á vinnumarkaði, atvinnurekandinn sér um að greiða af þér skatta og þess háttar og þú ert varinn af lögum sem launamaður. Ef þú ert verktaki ertu í raun að selja þjónustu og þú átt í viðskiptum án þess að njóta réttinda sem launamaður eða ávinna þér slíkt. Read more „Ertu verktaki eða starfsmaður?“
Mikil vonbrigði með fjárlagafrumvarpið
Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með áherslur nýrrar ríkisstjórnar eins og þær birtast í fjárlagafrumvarpinu. Frumvarpið ber þess merki að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að rýra verulega tekjustofna ríkisins. Þannig var veiðileyfagjald útgerðarinnar lækkað um milljarða á sumarþingi og virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna lækkaður. Read more „Mikil vonbrigði með fjárlagafrumvarpið“
AN styður uppbyggingu á Bakka
Um síðustu helgi fór reglulegt þing Alþýðusambands Norðurlands fram á Illugastöðum í Fnjóskadal. Tæplega 100 fulltrúar frá stéttarfélögum á Norðurlandi tóku þátt í þinginu. Þingið tókst í alla staði mjög vel og var ályktað um kjara- og atvinnumál auk þess sem fundarmenn töldu mikilvægt að álykta um Reykjavíkurflugvöll. Read more „AN styður uppbyggingu á Bakka“
Vantar byggðastefnu
Morgunblaðið fjallaði um helgina um málefni Norðurlands. Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Norðurlands voru Ásta Björg Pálmadóttir, Aðalsteinn Á. Baldursson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Björn Valdimarsson og Pétur Snæbjörnsson. Read more „Vantar byggðastefnu“
Ágreiningur sem varð ekki ágreiningur
Í upphafi vikunnar kom um ætlaður ágreiningur um túlkun á gildissviði sérkjarasamnings Verkalýðsfélags Þórshafnar og Samtaka atvinnulífsins er varðar kjör starfsmanna við loðnubræðsluna á Þórshöfn sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Read more „Ágreiningur sem varð ekki ágreiningur“
Fiskvinnslan greiði hærri laun (mbl.is)
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, segist finna fyrir miklum þrýstingi frá starfsfólki sem starfar í fiskvinnslu að það fái að njóta í launum þess að vel gengur í sjávarútveginum. Það sé líka orðið tímabært að ferðaþjónustan greiði hærri laun. Read more „Fiskvinnslan greiði hærri laun (mbl.is)“
Ferðahugur í landanum eftir slæmt sumar
Talsverður ferðahugur virðist hafa gripið landsmenn í september síðastliðnum eftir dapurt sumar veðurfarslega séð á stórum hluta landsins. Lögðu fleiri Íslendingar land undir fót í mánuðinum en raunin var í júlí síðastliðnum, en það hefur aldrei áður gerst frá því talningar hófust árið 2002. Read more „Ferðahugur í landanum eftir slæmt sumar“
Raunfærnimat í skipstjórn
Ef þú ert orðinn 25 ára og hefur starfað á sjó í 5 ár eða lengur og hefur áhuga á að ná þér í stýrimanns- og skipstjórnarréttindi þá gæti raunfærnimat hentað þér. Raunfærnimat í skipstjórn miðar að því að meta þá færni sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Metið er upp í nám í skipstjórn á B stigi (45.m. skip). Read more „Raunfærnimat í skipstjórn“
AN þingið stendur yfir á Illugastöðum
Rétt í þessu var 33. þing Alþýðusambands Norðurlands að hefjast á Illugastöðum í Fnjóskadal en þingið hófst kl. 10:30. Um 140 fulltrúar eiga seturétt á þinginu frá stéttarfélögum á Norðurlandi. Helstu málefni þingsins eru kjaramál, atvinnumál, vinnumiðlun, starfsemi AN og skipulag Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum. Read more „AN þingið stendur yfir á Illugastöðum“
Samningur um kísilver á Bakka undirritaður
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í gær fyrir hönd íslenska ríkisins fjárfestingarsamning við þýska félagið PCC vegna byggingar og reksturs kísilvers á Bakka við Húsavík. Read more „Samningur um kísilver á Bakka undirritaður“
Annað tímatal hjá SA
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins létu mynda sig í bak og fyrir á dögunum þegar þeir tjáðu verkafólki þessa lands að 1 til 2% launahækkun væri í boði fyrir vinnandi stéttir landsins í komandi kjaraviðræðum. Að öðrum kosti færi allt á hliðina. Read more „Annað tímatal hjá SA“