Gestur á þingi NNN

Í þessum töluðum orðum er þing NNN að hefjast í Noregi en þingið er haldið í Osló. NNN stendur fyrir starfsmenn í matvælaframleiðslu í Noregi. Þingfulltrúar sem skipta hundruðum koma frá flestum héruðum Noregs.  Meðal gesta á þinginu er Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar. Read more „Gestur á þingi NNN“

Félagsjakkarnir komnir

Fyrsta sendingin af félagsjökkum stéttarfélaganna frá 66°Norður er komin í hús. Þeir sem eiga pantaða jakka geta komið við og tekið þá. Hins vegar ber að geta þess að að þeir sem pöntuðu jakka í síðustu viku fá þá ekki fyrr en síðar í þessum mánuði. Svo má geta þess að þeir sem ekki hafa þegar pantað jakka en vilja eignast jakka geta pantað þá á Skrifstofu stéttarfélaganna. Verð til félagsmanna er  kr. 12.000,-.

Fiskvinnslunámskeiði lokið

Eins og við sögðum frá hér á heimasíðunni hefur staðið yfir námskeið fyrir fiskvinnslufólk á félagssvæði Framsýnar þessa viku. Námskeiðinu lauk í dag og fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjal eftir viðveruna á námskeiðinu og góðan árangur. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru af fiskvinnslufólki á námskeiðinu en um 120 starfsmenn tóku þátt í námskeiðinu frá fjórum vinnustöðum á svæðinu. Kennt var á fjórum stöðum vegna fjöldans. Read more „Fiskvinnslunámskeiði lokið“

Breytingar á starfsmannahaldi

Orri Freyr Oddsson skrifstofu- og  fjármálastjóri stéttarfélaganna á Húsavík hefur ákveðið að flytjast búferlum í sumar og hefur því sagt upp störfum hjá stéttarfélögunum. Stéttarfélögin munu því þegar í dag auglýsa eftir nýjum fjármálastjóra til starfa.

Óviðeigandi ummæli framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu

Í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær var viðtal við Andrés Magnússon framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Hann var spurður út í framleiðslu á kjúklingum á Íslandi. Meðal þess sem hann sagði var að gefa ætti innflutning á þessari vöru frjálsa þar sem hún byggði m.a. á innfluttu vinnuafli.

Formaður Framsýnar- stéttarfélags, Aðalsteinn Á. Baldursson,  undrast þessi ummæli sem byggi á alvarlegum fordómum í garð þessa fólks. Read more „Óviðeigandi ummæli framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu“

Nýr trúnaðarmaður

Sigríður Friðný Halldórsdóttir er nýr trúnaðarmaður starfsmanna á hjúkrunar og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn fyrir starfsfólk í Verkalýðsfélagi Þórshafnar.  Er hún boðin velkomin til starfa.

Stjórnarfundur í Þingiðn

Stjórn Þingiðnar kemur saman til fundar miðvikudaginn 3. apríl kl. 18:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Mörg mál eru á dagskrá fundarins og þá verður jafnframt tekinn ákvörðun um tímasetningu aðalfundar sem haldinn verður eftir nokkrar vikur.

Bannað að skoða tölvupóst starfsmanna

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmd tölvufyrirtækið Advanía, sem áður hét EJS, til þess að greiða Guðjóni Magnússyni, fyrrverandi starfsmanni, 300 þúsund í miskabætur. Þá var fyrirtækið dæmt til að greiða 1200 þúsund krónur í málskostnað. Ástæðan er sú að fyrirtækið sótti tölvupóst á tölvupóstfang Guðjóns án hans vitneskju. Read more „Bannað að skoða tölvupóst starfsmanna“

Umsóknarfrestur um orlofshús að renna út

Félagar athugið. Síðasti dagur til að sækja um orlofshús á vegum stéttarfélaganna í sumar er þriðjudaginn 2. apríl.  Skrifstofan er opin til kl. 16:00. Þeir félagsmenn sem sækja um orlofshús eftir þessa tímasetningu hafa ekki forgang um orlofshús sumarið 2013.

Páskaleikur í gangi – vertu með!!

Eins og fram hefur komið er páskaleikur í gangi á heimasíðu stéttarfélaganna. Hægt er að senda inn nafn, heimilisfang og símanúmer á netfangið framsyn@framsyn.is fyrir kl. 12:00 á morgun. Nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir út í hádeginu á morgun og fá þeir páskaegg í verðlaun. Nöfn verðlaunahafa verða birt á heimasíðunni á morgun.