Á níunda tímanum í gærkvöldi (1. apríl 2014) undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýtt samkomulag við ríkið. Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eru aðilar að þessum samningi. Um er að ræða samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila og mun fyrri samningur framlengjast frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. Read more „Framsýn og VÞ ganga frá samningi við ríkið“
Framsýn mótmælir harðlega lokun Vísis hf. á Húsavík
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti að senda frá sér eftirfarandi ályktun í dag þar sem áformum Vísis hf. um að loka fiskvinnslu fyrirtækisins á Húsavík eftir mánuð er mótmælt harðlega. Skorað er á fyrirtækið að endurskoða áformin með það að markmiði að halda starfseminni áfram. Read more „Framsýn mótmælir harðlega lokun Vísis hf. á Húsavík“
Starfsmenn skora á Vísi að halda vinnslu áfram á Húsavík
Nánast allir starfsmenn Vísis, eða um 50 manns, komu á fund sem Framsýn stóð fyrir í kvöld vegna ákvörðunar fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí. Fundarmenn samþykktu að senda frá sér yfirlýsingu sem er meðfylgjandi þessari frétt þar sem skorað er á forsvarsmenn fyrirtækisins að hætta við áformin. Ljóst er að starfsmönnum er verulega brugðið og líður flestum þeirra mjög illa, ekki síst vegna óvissunnar sem komin er upp. Read more „Starfsmenn skora á Vísi að halda vinnslu áfram á Húsavík“
Bæjarráð harmar ákvörðun eigenda Vísis hf.
Bæjarráð Norðurþings fundaði í dag og sendi í kjölfarið eftirfarandi yfirlýsingu: Read more „Bæjarráð harmar ákvörðun eigenda Vísis hf.“
Boð á kynningarfund Virk
Virk – starfsendurhæfingarsjóður boðar til almenns kynningar- og ársfundar í Þingeyjarsýslum. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar Garðarsbraut 26 Húsavík, mánudaginn 7. apríl 2014, kl. 17:00. Á fundinum verður gerð grein fyrir starfsemi og þjónustu Virk – starsendurhæfingarsjóðs á landsvísu og í Þingeyjarsýslum. Read more „Boð á kynningarfund Virk“
STH skrifar undir
Formaður Starfsmannafélags Húsavíkur, Stefán Stefánsson, hefur staðið í ströngu undanfarið enda hafa staðið yfir kjaraviðræður við ríkið. Fyrir helgina var skrifað undir nýjan kjarasamning. Það gerðu starfsmannafélögin: Read more „STH skrifar undir“
Aðalfundir deilda hjá VÞ búnir
Aðalfundir deilda innan Verkalýðsfélags Þórshafnar hafa verið haldnir. Fundirnir voru haldnir á veitingastaðnum Bárunni í góðu yfirlæti. Read more „Aðalfundir deilda hjá VÞ búnir“
Hreppaflutningar í boði
„Menn eru fyrst og fremst bara slegnir og trúa þessu ekki. En því miður er ekki 1. apríl í dag þannig að það er bara mikil sorg á Húsavík í dag sagði formaður Framsýnar m.a. í sjónvarpsviðtali í kvöld á RÚV. http://www.ruv.is/frett/„mikil-sorg-a-husavik“ Read more „Hreppaflutningar í boði“
Starfsmönnum verulega brugðið – Framsýn stendur fyrir fundi á mánudaginn
Ljóst er að starfsmönnum Vísis á Húsavík er verulega brugðið eftir fund þeirra með yfirmönnum fyrirtækisins í dag. Þar kom fram að starfsemi fyrirtækisins á Húsavík verði hætt eftir einn mánuð, það er 1. maí. Read more „Starfsmönnum verulega brugðið – Framsýn stendur fyrir fundi á mánudaginn“
Gríðarlegt áfall í atvinnusögu Húsavíkur
Vísir hf. áformar að flytja alla fiskvinnslu sína til Grindavíkur. Miklar breytingar hafa orðið á mörkuðum erlendis fyrir íslenskan fisk. Afurðaverð hefur lækkað um 20% og síauknar kröfur eru gerðar um ferskan fisk, sveigjaleika í framleiðslunni og skjóta afgreiðslu pantana. Read more „Gríðarlegt áfall í atvinnusögu Húsavíkur“
ZEBRANIE!!
Kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. mars 2014.
Þrátt fyrir að kjarasamningur Sjómannasambands Íslands og LÍÚ hafi verið laus frá árslokum 2010 hafa samningsaðilar samþykkt að hækkun komi til á kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um 2,8% frá og með 1. mars 2014. Read more „Kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. mars 2014.“
Það snjóar og snjóar
Síðustu daga hefur verið ömurlegt veður á Húsavík og snjóað mikið. Dagurinn í dag er þó bjartur og fallegur og veðurhorfur næstu daga eru ágætar. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru á Húsavík um helgina. Read more „Það snjóar og snjóar“
Vefflugan- upplýsingar um lífeyrissjóði
Lífeyrissjóðirnir hafa komið sér upp nýju veffréttabréfi Landssamtaka lífeyrissjóða. – Vefflugan. Tengill á Veffluguna er: http://issuu.com/athygliehf/docs/ll_vefflugan_1.tbl_2014?e=2305372/7149185. Read more „Vefflugan- upplýsingar um lífeyrissjóði“
Launagreiðendur munið hækkað iðgjald í fræðslusjóð
Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum fyrir almennan markað hækkaði iðgjald í fræðslusjóð (stundum nefndur starfsmennta- eða endurmenntunarsjóður) um 0,10% frá 1.janúar síðastliðnum. Read more „Launagreiðendur munið hækkað iðgjald í fræðslusjóð“
Mikilvægt að gengið verði frá kjörum náttúruvarða
Svo virðist sem ný stétt náttúruvarða sé að verða til. Náttúruvörðum er ætlað að sjá um innheimtu á gjaldskyldum ferðamannastöðum á Íslandi auk þess að sinna eftirliti og annarri vinnu sem fellur til s.s. stígagerð. Að sögn formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar, hafa borist fyrirspurnir til félagsins varðandi kjör og aðbúnað þessara starfsmanna en dæmi eru um að landeigendur á félagssvæði Framsýnar hafi boðað að þeir ætli að hefja gjaldtöku á ferðamannastöðum í sumar. Read more „Mikilvægt að gengið verði frá kjörum náttúruvarða“
Húfan sem hvarf fór á topp Kilimanjaro
Við fengum nýlega skemmtilega sögu af Framsýnarhúfu. Þannig er að einn ágætur maður fékk Framsýnarhúfu að gjöf. Hann var að sjálfsögðu ánægður með húfuna enda hafa húfurnar reynst vel og verið vinsælar meðal félagsmanna og þeirra sem hafa áskotnast húfur. Hér má lesa skilaboðin sem við fengum af húfunni sem hvarf: Read more „Húfan sem hvarf fór á topp Kilimanjaro“
Sæludagur hjá Þingiðn
Nú eiga félagsmenn Þingiðnar að hafa fengið í hendur bréf frá félaginu þar sem fram kemur að leikhúsferð er fyrirhuguð í Breiðumýri föstudaginn 4. apríl. Auk þess verður félagsmönnum og mökum þeirra boðið upp á kvöldverð í boði félagsins. Það verður því sannkallaður sæludagur hjá Þingiðnarmönnum og þeirra elskulegu mökum í byrjun apríl. Read more „Sæludagur hjá Þingiðn“
Áhugavert verkefni um ristilskimun í gangi
Lionsklúbburinn á Húsavík í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga stóðu fyrir kynningarfundi um samstarfsverkefni sem aðilar hafa unnið að síðustu ár og varðar skipulagða ristilskimun meðal fólks á ákveðnum aldri á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Read more „Áhugavert verkefni um ristilskimun í gangi“
Skrifað undir kjarasamning við BÍ í dag
Síðdegis dag var skrifað undir kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eru aðilar að samningnum. Read more „Skrifað undir kjarasamning við BÍ í dag“