Svona gerum við þegar við pöntum okkur flug

Félagsmönnum stéttarfélaganna stendur til boða sérkjör á flugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur með flugfélaginu Erni. Félagsmenn kaupa kóða á Skrifstofu stéttarfélaganna en hver kóði gildir fyrir eina flugferð. Næst fer fólk inn á heimasíðu flugfélagsins og velur „stéttarfélagsmiði” og slær inn kóðann og borgar því fyrir farið með kóðanum.

Athygli er vakin á því að einungis er hægt að bóka eina leið í einu.

Á orlofsvef stéttarfélaganna, er hægt að kaupa kóða ásamt mörgu öðru allan sólarhringinn. Til þess að gera það skal skrá sig inn á vefinn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli, velja kóða eða aðra vöru og greiða. Viðkomandi fær svo senda sjálfvirkt í tölvupósti vöruna sem keypt var.

Einnig er hægt að kaupa kóða með því að millifæra inn á reikning sem er í eigu Framsýnar 0567-26-1112. Kennitala Framsýnar er 680269-7349. Mikilvægt er að muna að láta senda kvittun úr heimabankanum á netfangið alli@framsyn.is og jafnframt að senda tölvupóst á kristjan@framsyn.is með upplýsingum um það á hvaða tölvupóstfang á að senda kóðana. Hver kóði kostar 17.500 krónur.

Read more „Svona gerum við þegar við pöntum okkur flug“

Vælið í talsmönnum ASÍ

Það hefur verið mjög athyglisvert að fylgjast með málflutningi Alþýðusambandsins í kjölfar undirskriftar kjarasamningsins 1. desember milli aðildarfélaga sambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Þeir kvarta og kveina yfir því að þeirra málflutningur raddi ekki í fjölmiðla, aðeins forsesti ASÍ komist að. Þrátt fyrir að 95% stéttarfélaga innan sambandsins hafi skrifað undir kjarasamninginn fái hin 5% of mikla athygli og komist endalaust að í fjölmiðlum. Read more „Vælið í talsmönnum ASÍ“

Starfsfólk við verslun og þjónustu

Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar boðar til kynningarfundar í kvöld um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sem Framsýn á aðild að. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er á efri hæðinni fyrir ofan Skrifstofu stéttarfélaganna. Félagar fjölmennið.

Kosning hafin um nýgerða kjarasamninga

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum sem aðild eiga að þeim kjarasamningum sem skrifað var undir 21. janúar hafa hafið atkvæðagreiðslu um samningana. Þau eru Þingiðn, Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Þingiðn hóf sína atkvæðagreiðslu í gær, Verkalýðsfélag Þórshafnar byrjar sína atkvæðagreiðslu í dag kl. 18:00 og atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Framsýnar hefst næsta mánudag. Skorað er á félagsmenn þessara félaga að taka virkan þátt í atkvæðagreiðslunni. Read more „Kosning hafin um nýgerða kjarasamninga“

Hækkið ekki!

Miðstjórn ASÍ taldi rétt að senda frá sér ályktun í dag varðandi boðaðar verðhækkanir hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum. Hefði ekki verið ástæða fyrir miðstjórn að skora á félagsmenn ASÍ að samþykkja ekki nýgerða kjarasamninga í ljósi þessar stöðu? Ályktunin er eftirfarandi: Read more „Hækkið ekki!“

Jarðarfararsvipur – kynningarfundur

Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í gær. Á fundinum var farið yfir nýgerðan kjarasamning og fyrirkomulag varðandi atkvæðagreiðslu um samninginn. Á fundinum kom fram megn óánægja með kjarasamninginn og voru þung orð látin falla um niðurstöðuna. Það má með sanni segja að það hafi verið jarðarfararsvipur á fundarmönnum þrátt fyrir að stutt væri í reiðina. Read more „Jarðarfararsvipur – kynningarfundur“

Félagar í Þingiðn athugið

Þingiðn boðar til kynningarfundar um nýgerðan kjarasamning að Garðarsbraut 26, efri hæð fimmtudaginn 9. janúar kl. 20:00. Þeir sem komast ekki á fundinn geta nálgast kynningarefni á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þá hefur einnig verið opnaður kjörstaður á Skrifstofu stéttarfélaganna. Félagsmenn geta kosið til 20. janúar.

Um hirðfífl

Eitthvað virðist jólasteikin hafa farið þversum ofan í kokið á Sighvati Björgvinssyni, fv. ráðherra og „jafnaðarmanni“. Í kostulegri grein sem hann skrifar í áramótablað Fréttablaðsins fer hann hamförum í skömmum og lítilsvirðingu gagnvart formönnum stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands sem voru ekki tilbúnir að setja nafn sitt undir þann gjörning sem skrifað var undir eftir næturbrölt forsvarsmanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins þann 21. desember. Read more „Um hirðfífl“