Framsýn og VÞ ganga frá samningi við ríkið

Á níunda tímanum í gærkvöldi (1. apríl 2014) undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýtt samkomulag við ríkið. Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eru aðilar að þessum samningi. Um er að ræða samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila og mun fyrri samningur framlengjast frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. Read more „Framsýn og VÞ ganga frá samningi við ríkið“

Starfsmenn skora á Vísi að halda vinnslu áfram á Húsavík

Nánast allir starfsmenn Vísis, eða um 50 manns, komu á fund sem Framsýn stóð fyrir í kvöld vegna ákvörðunar fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí. Fundarmenn samþykktu að senda frá sér yfirlýsingu sem er meðfylgjandi þessari frétt þar sem skorað er á forsvarsmenn fyrirtækisins að hætta við áformin. Ljóst er að starfsmönnum er verulega brugðið og líður flestum þeirra mjög illa, ekki síst vegna óvissunnar sem komin er upp. Read more „Starfsmenn skora á Vísi að halda vinnslu áfram á Húsavík“

Boð á kynningarfund Virk

Virk – starfsendurhæfingarsjóður boðar til almenns kynningar- og ársfundar í Þingeyjarsýslum. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar Garðarsbraut 26 Húsavík, mánudaginn 7. apríl 2014, kl. 17:00. Á fundinum verður gerð grein fyrir starfsemi og þjónustu Virk – starsendurhæfingarsjóðs á landsvísu og í Þingeyjarsýslum.  Read more „Boð á kynningarfund Virk“

Mikilvægt að gengið verði frá kjörum náttúruvarða

Svo virðist sem ný stétt náttúruvarða sé að verða til. Náttúruvörðum er ætlað að sjá um innheimtu á gjaldskyldum ferðamannastöðum á Íslandi auk þess að sinna eftirliti og annarri vinnu sem fellur til s.s. stígagerð.  Að sögn formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar,  hafa borist fyrirspurnir til félagsins varðandi kjör og aðbúnað þessara  starfsmanna en dæmi eru um að landeigendur á félagssvæði Framsýnar hafi boðað að þeir ætli að hefja gjaldtöku á ferðamannastöðum í sumar. Read more „Mikilvægt að gengið verði frá kjörum náttúruvarða“

Sæludagur hjá Þingiðn

Nú eiga félagsmenn Þingiðnar að hafa fengið í hendur bréf frá félaginu þar sem fram kemur að leikhúsferð er fyrirhuguð í Breiðumýri föstudaginn 4. apríl. Auk þess verður félagsmönnum og mökum þeirra boðið upp á kvöldverð í boði félagsins. Það verður því sannkallaður sæludagur hjá Þingiðnarmönnum og þeirra elskulegu mökum í byrjun apríl. Read more „Sæludagur hjá Þingiðn“