Fjölgun flugferða í sumar til Húsavíkur

Sumaráætlun Flugfélagsins Ernis tekur gildi 1. júní. Þær breytingar sem verða eru að flugferðum mun fjölga og flogið verður núna morgunflug og síðdegisflug mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga, en áður voru bara tvö flug á dag þriðjudaga og fimmtudaga. Miðvikudagar og laugardagar haldast óbreyttir. 

Einnig er vert að geta þess að á næstu dögum koma inn upplýsingar um enn fleiri aukaflug en þau flug eru flesta laugardaga í sumar. Fólk er því kvatt til að kynna sér breytta áætlun inn á ernir.is og fylgjast með aukaflugum bæði á heimasíðu og facebook síðu félagsins.

 Flugferðum til Húsavíkur verður fjölgað í sumar en farþegum um Húsavíkurflugvöll hefur fjölgað stöðugt ekki síst vegna samkomulags stéttarfélaganna við Erni um sérstök kjör fyrir félagsmenn.

Deila á