Kíktu við og fengu fræðslu

Í sumar eru átta ungmenni í sumarvinnu í Miðjunni líkt og síðast liðið sumar. Þau eru á aldrinum 15 – 25 ára. Þau sem eru orðin eldri en 16 ára verða í vinnu inni á vinnustöðum hluta sumars t.d. á Sölku, Hvammi, Kaskó og Grænuvöllum. Þau sem yngri eru verða í hefðbundnum sumarsstörfum við að fegra bæinn, týna rusl og olíubera. Brynja Rún Benediktsdóttir og Snorri Traustason eru flokkstjórar hópsins. Á fyrsta vinnudegi var farið yfir ýmis praktísk mál eins og stundvísi, hreinlæti, ráðningasamninga og fleira og þótti því vel við hæfi að kíkja inn hjá Framsýn í fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.

Stéttarfélögin standa fyrir öflugri fræðslu um réttindi launþega og atvinnulífið í góðu samstarfi við fyritæki og stofnanir á svæðinu.

Deila á