Afar hlýtt er í veðri á Húsavík á þjóðhátíðardegi Íslendinga og hafa hátíðarhöldin farið vel fram. Mikið fjölmenni var í skrúðgöngunni í dag sem er ein sú fjölmennasta sem haldin hefur verið á Húsavík í mörg ár á þessum merkilega degi. Gengið var um bæinn frá íþróttavellinum að íþróttahöllinni þar sem hátíðarhöldin standa nú yfir. Sjá myndir: