Mikilvægt að gengið verði frá kjörum náttúruvarða

Svo virðist sem ný stétt náttúruvarða sé að verða til. Náttúruvörðum er ætlað að sjá um innheimtu á gjaldskyldum ferðamannastöðum á Íslandi auk þess að sinna eftirliti og annarri vinnu sem fellur til s.s. stígagerð.  Að sögn formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar,  hafa borist fyrirspurnir til félagsins varðandi kjör og aðbúnað þessara  starfsmanna en dæmi eru um að landeigendur á félagssvæði Framsýnar hafi boðað að þeir ætli að hefja gjaldtöku á ferðamannastöðum í sumar. Read more „Mikilvægt að gengið verði frá kjörum náttúruvarða“

Sæludagur hjá Þingiðn

Nú eiga félagsmenn Þingiðnar að hafa fengið í hendur bréf frá félaginu þar sem fram kemur að leikhúsferð er fyrirhuguð í Breiðumýri föstudaginn 4. apríl. Auk þess verður félagsmönnum og mökum þeirra boðið upp á kvöldverð í boði félagsins. Það verður því sannkallaður sæludagur hjá Þingiðnarmönnum og þeirra elskulegu mökum í byrjun apríl. Read more „Sæludagur hjá Þingiðn“

Allt að 9.542 heimsóknir á síðuna daglega

Ljóst er fjölmargir heimsækja  heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í hverri viku enda lifandi síða. Það er bæði til að sækja sér upplýsingar um kaup og kjör auk þess að lesa fréttir sem fjalla um starfsemi stéttarfélaganna.  Þá birtast einnig stundum áhugaverðar fréttir úr héraðinu sem fólk hefur gaman af að lesa. Read more „Allt að 9.542 heimsóknir á síðuna daglega“

Kröfugerð undirbúin

Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir góðum undirbúningsfundi í gær um mótun kröfugerðar fyrir starfsmenn sveitarfélaga. Félagið hafði áður óskað eftir samstarfi við Framsýn um kjarasamningsgerðina. Framsýn mun funda með starfsmönnum sveitarfélaga á félagssvæðinu í kvöld og ganga í kjölfarið frá kröfugerð. Read more „Kröfugerð undirbúin“

Starfsmenn sveitarfélaga

Starfsmenn sveitarfélaga á félagssvæði Framsýnar, munið fundinn á morgun þriðjudag 11. mars kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Fundarefni: Mótun kröfugerðar. Áríðandi er að sem flestir starfsmenn sveitarfélaga innan Framsýnar komi og hafi áhrif á mótun kröfugerðarinnar.