Ný verslun á Kópaskeri

Opnuð hefur verið ný matvöruverslun á Kópaskeri í stað þeirrar sem var lokað síðasta vetur. Búðin hefur fengið nafnið Skerjakolla. Það eru hjónin Guðmundur Baldursson og Inga Sigurðardóttir sem reka verslunina. Í samtali við heimasíðu stéttarfélaganna voru þau jákvæð fyrir rekstrinum og sögðu hann fara vel af stað. Til stæði að efla eininguna á Kópaskeri enn frekar og til umræðu væri að setja upp vínbúð í verslunarhúsnæðinu. Heimasíða stéttarfélaganna óskar þeim velfarnaðar enda mikilvægt að halda uppi verslun á Kópaskeri.

Formaður Framsýnar heilsaði upp á nýja verslunareigendur á Kópaskeri í síðustu viku.

Deila á