Á næstu dögum munu félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem starfa hjá ríkinu fá kynningarefni og kjörgögn vegna kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs sem var undirritaður 1. apríl sl. Í kynningarefninu má finna m.a. upplýsingar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar, helstu atriði samkomulagsins og nýjar launatöflur. Read more „Helstu atriði úr kjarasamningi við ríkið“
Ánægjuleg stund í Reykjadalnum
Þingiðn stóð fyrir skemmtilegu kvöldi á föstudaginn, en þá var félagsmönnum og mökum þeirra boðið í kvöldverð á Gamla-bauk og í leikhúsferð í Breiðumýri. Um 60 manns þáðu boðið sem fór afar vel fram. Read more „Ánægjuleg stund í Reykjadalnum“
Kynningarfundur um Færeyjaferð stéttarfélaganna
Félagsmenn stéttarfélaganna og makar sem hafa skráð sig í haustferð stéttarfélaganna til Færeyja 3. til 9. september eru boðaðir til fundar miðvikudaginn 9. apríl kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Á fundinum verður farið yfir ferðaáætlun og gerð grein fyrir staðfestingagjaldi og sýndar myndir úr fyrri ferðum. Read more „Kynningarfundur um Færeyjaferð stéttarfélaganna“
Fyrirmyndardagur hjá Vinnumálastofnun
Fyrirmyndardagurinn er dagur þar sem fyrirtæki bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfsmanni eftir í sínu fyrirtæki eða stofnun í einn dag eða hluta úr degi. Fyrirmyndardagurinn er haldinn í fyrsta sinn á Íslandi í dag, 4.apríl. Hugmyndin er að um árlegan viðburð verði að ræða. Read more „Fyrirmyndardagur hjá Vinnumálastofnun“
Fatapeningar hækkaðir
Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins og Starfsgreinasambandi Íslands náðu samkomulagi í gær um sérstaka hækkun á fatapeningum í fiskvinnslu. Hækkun fatapeninga hefur ekki verið í takt við verðlagsbreytingar á fötum, þess í stað hafa þeir tekið mið af launahækkunum. Read more „Fatapeningar hækkaðir“
Framsýn og VÞ ganga frá samningi við ríkið
Á níunda tímanum í gærkvöldi (1. apríl 2014) undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýtt samkomulag við ríkið. Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eru aðilar að þessum samningi. Um er að ræða samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila og mun fyrri samningur framlengjast frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. Read more „Framsýn og VÞ ganga frá samningi við ríkið“
Framsýn mótmælir harðlega lokun Vísis hf. á Húsavík
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti að senda frá sér eftirfarandi ályktun í dag þar sem áformum Vísis hf. um að loka fiskvinnslu fyrirtækisins á Húsavík eftir mánuð er mótmælt harðlega. Skorað er á fyrirtækið að endurskoða áformin með það að markmiði að halda starfseminni áfram. Read more „Framsýn mótmælir harðlega lokun Vísis hf. á Húsavík“
Starfsmenn skora á Vísi að halda vinnslu áfram á Húsavík
Nánast allir starfsmenn Vísis, eða um 50 manns, komu á fund sem Framsýn stóð fyrir í kvöld vegna ákvörðunar fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí. Fundarmenn samþykktu að senda frá sér yfirlýsingu sem er meðfylgjandi þessari frétt þar sem skorað er á forsvarsmenn fyrirtækisins að hætta við áformin. Ljóst er að starfsmönnum er verulega brugðið og líður flestum þeirra mjög illa, ekki síst vegna óvissunnar sem komin er upp. Read more „Starfsmenn skora á Vísi að halda vinnslu áfram á Húsavík“
Bæjarráð harmar ákvörðun eigenda Vísis hf.
Bæjarráð Norðurþings fundaði í dag og sendi í kjölfarið eftirfarandi yfirlýsingu: Read more „Bæjarráð harmar ákvörðun eigenda Vísis hf.“
Boð á kynningarfund Virk
Virk – starfsendurhæfingarsjóður boðar til almenns kynningar- og ársfundar í Þingeyjarsýslum. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar Garðarsbraut 26 Húsavík, mánudaginn 7. apríl 2014, kl. 17:00. Á fundinum verður gerð grein fyrir starfsemi og þjónustu Virk – starsendurhæfingarsjóðs á landsvísu og í Þingeyjarsýslum. Read more „Boð á kynningarfund Virk“
STH skrifar undir
Formaður Starfsmannafélags Húsavíkur, Stefán Stefánsson, hefur staðið í ströngu undanfarið enda hafa staðið yfir kjaraviðræður við ríkið. Fyrir helgina var skrifað undir nýjan kjarasamning. Það gerðu starfsmannafélögin: Read more „STH skrifar undir“
Aðalfundir deilda hjá VÞ búnir
Aðalfundir deilda innan Verkalýðsfélags Þórshafnar hafa verið haldnir. Fundirnir voru haldnir á veitingastaðnum Bárunni í góðu yfirlæti. Read more „Aðalfundir deilda hjá VÞ búnir“
Hreppaflutningar í boði
„Menn eru fyrst og fremst bara slegnir og trúa þessu ekki. En því miður er ekki 1. apríl í dag þannig að það er bara mikil sorg á Húsavík í dag sagði formaður Framsýnar m.a. í sjónvarpsviðtali í kvöld á RÚV. http://www.ruv.is/frett/„mikil-sorg-a-husavik“ Read more „Hreppaflutningar í boði“
Starfsmönnum verulega brugðið – Framsýn stendur fyrir fundi á mánudaginn
Ljóst er að starfsmönnum Vísis á Húsavík er verulega brugðið eftir fund þeirra með yfirmönnum fyrirtækisins í dag. Þar kom fram að starfsemi fyrirtækisins á Húsavík verði hætt eftir einn mánuð, það er 1. maí. Read more „Starfsmönnum verulega brugðið – Framsýn stendur fyrir fundi á mánudaginn“
Gríðarlegt áfall í atvinnusögu Húsavíkur
Vísir hf. áformar að flytja alla fiskvinnslu sína til Grindavíkur. Miklar breytingar hafa orðið á mörkuðum erlendis fyrir íslenskan fisk. Afurðaverð hefur lækkað um 20% og síauknar kröfur eru gerðar um ferskan fisk, sveigjaleika í framleiðslunni og skjóta afgreiðslu pantana. Read more „Gríðarlegt áfall í atvinnusögu Húsavíkur“
ZEBRANIE!!
Kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. mars 2014.
Þrátt fyrir að kjarasamningur Sjómannasambands Íslands og LÍÚ hafi verið laus frá árslokum 2010 hafa samningsaðilar samþykkt að hækkun komi til á kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um 2,8% frá og með 1. mars 2014. Read more „Kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. mars 2014.“
Það snjóar og snjóar
Síðustu daga hefur verið ömurlegt veður á Húsavík og snjóað mikið. Dagurinn í dag er þó bjartur og fallegur og veðurhorfur næstu daga eru ágætar. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru á Húsavík um helgina. Read more „Það snjóar og snjóar“
Vefflugan- upplýsingar um lífeyrissjóði
Lífeyrissjóðirnir hafa komið sér upp nýju veffréttabréfi Landssamtaka lífeyrissjóða. – Vefflugan. Tengill á Veffluguna er: http://issuu.com/athygliehf/docs/ll_vefflugan_1.tbl_2014?e=2305372/7149185. Read more „Vefflugan- upplýsingar um lífeyrissjóði“
Launagreiðendur munið hækkað iðgjald í fræðslusjóð
Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum fyrir almennan markað hækkaði iðgjald í fræðslusjóð (stundum nefndur starfsmennta- eða endurmenntunarsjóður) um 0,10% frá 1.janúar síðastliðnum. Read more „Launagreiðendur munið hækkað iðgjald í fræðslusjóð“