Leita eftir samstarfi við VÞ og VA

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti í kvöld að leita eftir samstarfi við Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Þórshafnar um samstarf í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins um almenna kjarasamninginn.  Þá var samþykkt að fara þess á leit við ríkissáttasemjara að hann kalli samningsaðila saman til fundar á næstu dögum.

Mikill hiti í fundarmönnum

Nú kl. 17:00 hófst fundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar sem jafnframt er samninganefnd félagsins. Til fundarins var boðað á föstudaginn í kjölfar þess að félaginu barst bréf frá formanni Starfsgreinasambandsins, Birni Snæbjörnssyni. Í bréfinu kemur fram að unnið hafi verið að því síðustu daga undir hans stjórn að félögin innan sambandsins sem felldu kjarasamninginn fari saman fyrir utan Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness. Read more „Mikill hiti í fundarmönnum“

Gerð tillaga um Ósk sem varaformann

Eins og fram hefur komið hefur heiðurskonan Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar til fjölda ára ákveðið að stiga til hliðar og hleypa nýjum varaformanni að. Einhugur var innan Kjörnefndar Framsýnar að gera tillögu um Ósk Helgadóttir baráttukonu úr Fnjóskadal í embættið en Ósk er kraftmikil kona sem nýtur mikillar virðingar meðal fólks og er þekkt fyrir dugnað og aðkomu sína að félagsmálum. Read more „Gerð tillaga um Ósk sem varaformann“

Framsýn – Áríðandi fundur

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar – stéttarfélags eru boðuð til áríðandi fundar sunnudaginn 9. febrúar 2014 kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn í Fensölum, fundarsal félagsins.

Fundarefni er staðan í kjaramálum.

Fundað með SA

Talsmenn Framsýnar funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara síðasta þriðjudag. Þar fóru þeir yfir niðurstöðuna úr atkvæðagreiðslunni um kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands sem félagið átti aðild að. Innan Framsýnar var samningurinn kolfelldur eða með um 92% atkvæða. Read more „Fundað með SA“

Boðað til sáttafundar

Rétt í þessu var Ríkissáttasemjari að boða fulltrúa Framsýnar til sáttafundar í Reykjavík á morgun kl. 14:30. Samningsumboð Framsýnar var hjá Starfsgreinasambandi Íslands en er nú komið aftur til félagsins þar sem kjarasamningur SGS og SA var felldur í atkvæðagreiðslu félagsmanna.  Fundurinn á morgun verður með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins.

Formannafundur SGS – engin niðurstaða

Í dag var haldinn formannafundur hjá Starfsgreinasambandi Íslands. Tilefni fundarins var að fara yfir þá stöðu sem er á vinnumarkaði, en flest öll félög innan SGS (félög með 85% félagsmanna) felldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gerður var í desember s.l..

Á fundinum í dag var í raun engin ákvörðun tekin um samstarfa og fer því hvert félag innan SGS með samningsumboð að nýju.

Kjaradeilunni hafði áður verið vísað til Ríkissáttasemjara og fer hann því með verkstjórn í verðandi kjaraviðræðunum.

Aðalsteinn gestur á Sprengisandi

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, verður gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi á sunnudaginn sem er á Bylgjunni og hefst kl. 10:00. Þátturinn er án efa vinsælasti umræðu þátturinn í  íslensku útvarpi.  Án efa verða kjaramál til umræðu.

Fundaði með ríkissáttasemjara

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, fundaði með ríkissáttasemjara fyrir helgina. Hann gerði honum grein fyrir niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning SA og SGS/LÍV. Þá fóru þeir sameiginlega yfir stöðuna þar sem fyrir liggur að meirihluti stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins felldu kjarasamninginn.