Helstu atriði úr kjarasamningi við ríkið

Á næstu dögum munu félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem starfa hjá ríkinu fá kynningarefni og kjörgögn vegna kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs sem var undirritaður 1. apríl sl. Í kynningarefninu má finna m.a. upplýsingar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar, helstu atriði samkomulagsins og nýjar launatöflur. Read more „Helstu atriði úr kjarasamningi við ríkið“

Framsýn og VÞ ganga frá samningi við ríkið

Á níunda tímanum í gærkvöldi (1. apríl 2014) undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýtt samkomulag við ríkið. Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eru aðilar að þessum samningi. Um er að ræða samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila og mun fyrri samningur framlengjast frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. Read more „Framsýn og VÞ ganga frá samningi við ríkið“

Starfsmenn skora á Vísi að halda vinnslu áfram á Húsavík

Nánast allir starfsmenn Vísis, eða um 50 manns, komu á fund sem Framsýn stóð fyrir í kvöld vegna ákvörðunar fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí. Fundarmenn samþykktu að senda frá sér yfirlýsingu sem er meðfylgjandi þessari frétt þar sem skorað er á forsvarsmenn fyrirtækisins að hætta við áformin. Ljóst er að starfsmönnum er verulega brugðið og líður flestum þeirra mjög illa, ekki síst vegna óvissunnar sem komin er upp. Read more „Starfsmenn skora á Vísi að halda vinnslu áfram á Húsavík“

Boð á kynningarfund Virk

Virk – starfsendurhæfingarsjóður boðar til almenns kynningar- og ársfundar í Þingeyjarsýslum. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar Garðarsbraut 26 Húsavík, mánudaginn 7. apríl 2014, kl. 17:00. Á fundinum verður gerð grein fyrir starfsemi og þjónustu Virk – starsendurhæfingarsjóðs á landsvísu og í Þingeyjarsýslum.  Read more „Boð á kynningarfund Virk“