Í morgun komu flokksstjórar Vinnuskóla Norðurþings með nemendur í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Liður í starfi skólans er að fræða nemendur um atvinnulífið og skyldur á vinnumarkaði. Read more „Fengu fræðslu um atvinnulífið“
Laust orlofshús í Ölfusborgum
Nólsoyar manskór skemmtir Þingeyingum á föstudag (Ítrekun)
Leikfélag Húsavíkur og Framsýn vinna nú saman að því að undirbúa komu um 50 Færeyinga hingað til Húsavíkur. En það er karlakórinn í Nólsey í Færeyjum sem er á leiðinni til Íslands og Húsavíkur. Erindi þeirra til landsins er að syngja og dansa á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Read more „Nólsoyar manskór skemmtir Þingeyingum á föstudag (Ítrekun)“Ný verslun á Kópaskeri
Opnuð hefur verið ný matvöruverslun á Kópaskeri í stað þeirrar sem var lokað síðasta vetur. Búðin hefur fengið nafnið Skerjakolla. Það eru hjónin Guðmundur Baldursson og Inga Sigurðardóttir sem reka verslunina. Read more „Ný verslun á Kópaskeri“
Laus bústaður á Einarsstöðum
Syngjandi og dansandi Færeyingar
Á föstudaginn 4. júlí er von á um 50 Færeyingum frá Nólsey í heimsókn til Húsavíkur. Þeir verða með skemmtun í Borgarhólsskóla um kvöldið kl. 20:00. Þar mun karlakór Nólseyjar koma fram auk þess sem dansflokkur úr eyjunni mun sína Færeyska dansa. Read more „Syngjandi og dansandi Færeyingar“Akursel ehf. fékk Hvatningaverðlaunin 2014
Á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sem haldinn var á Kópaskeri síðastliðinn miðvikudag var fyrirtækið Akursel ehf. í Öxarfirði heiðrað fyrir framúrskarandi lífræna framleiðslustarfsemi sem byggir á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda héraðsins. Fyrirtækið er vel að Hvatningaverðlaununum 2014, komið. Read more „Akursel ehf. fékk Hvatningaverðlaunin 2014“
Prinsar og prinsessur á Húsavík
Veðrið hefur leikið við okkur hér norðan heiða og margir góðir gestir hafa lagt leið sína í Þingeyjarsýslurnar. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af Viktoríu krónprinssessu Svíþjóðar og Daníel prins þegar þau komu til Húsavíkur í síðustu viku. Read more „Prinsar og prinsessur á Húsavík“
Ekki gengur að semja
Fulltrúar Framsýnar hafa verið í sambandi við forsvarsmenn samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga síðustu daga en kjarasamningur félagsins við sveitarfélögin hefur verið laus frá því í vor. Read more „Ekki gengur að semja“
Jóna tók þátt í Nordisk Forum
Sextíu konur frá aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fóru á Norrænu kvennaráðstefnuna Nordisk Forum sem haldin var í Malmö í Svíþjóð. Framsýn á aðild að Starfsgreinasambandinu. Read more „Jóna tók þátt í Nordisk Forum“
SGS fjallaði um Vísismálið
Á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands á mánudaginn gerði formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, framkvæmdastjórn sambandsins grein fyrir framkomu Vísis hf. í garð starfsmanna fyrirtækisins á Húsavík. Read more „SGS fjallaði um Vísismálið“
Framsýn vill aukið samráð
Á síðasta stjórnarfundi í Framsýn urðu töluverðar umræður m.a. um mikilvægi þess að hagsmunaaðilar í Þingeyjarsýslu vinni betur saman að sameiginlegum málum í héraðinu, sérstaklega er varðar samfélags-, atvinnu- og byggðamál. Félagið telur að skort hafi á samstöðuna. Read more „Framsýn vill aukið samráð“
Virkir starfsmenn
Starfsmenn stéttarfélaganna voru virkir um helgina þegar Landsmót UMFÍ 50+ fór fram. Mótið tókst í alla staði mjög vel, sjá myndir af sjálfboðaliðunum við störf. Read more „Virkir starfsmenn“
Hlýjast á Húsavík
Það sem af er sumri hefur verið hlýjast á Húsavík. Í veðurfréttum Sjónvarpsins í gær kom fram að hlýjasti dagurinn það sem af er sumri var á Húsavík 17. júní eða 22,7 gráður. Read more „Hlýjast á Húsavík“
Mikilvægt að efla Húsavíkurflugvöll
Stjórn Framsýnar telur mikilvægt að unnið verði að því að bæta aðflugstæki á Húsavíkurflugvelli sem þarfnast endurnýjunar auk þess sem skoðað verði hagkvæmni þess að gera flugvöllinn að millilandaflugvelli enda völlurinn vel staðsettur hvað það varðar. Ályktunin er svohljóðandi: Read more „Mikilvægt að efla Húsavíkurflugvöll“
Fjör á landsmóti á Húsavík
4. Landsmót UMFÍ 50+ hefur staðið yfir á Húsavík um helgina í ágætu veðri. Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ), sem er mótshaldari, fagnar einmitt aldarafmæli á þessu ári. Um 400 þátttakendur taka þátt í mótinu. Read more „Fjör á landsmóti á Húsavík“
Starfsmannafundur hjá Húsavík Cape hótel
Húsavík: Prinsessa, brúðkaup og landsmót
Já það er allt að gerast á Húsavík. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daníel prins eru væntanleg til Húsavíkur á morgun í opinberra heimsókn. Þá fer Landsmót UMFÍ, 50 ára og eldi fram á Húsavík um helgina auk þess sem einn þekktasti leikmaður Noregs í knattspyrnu sem spilar í Þýskalandi ætlar að gifta sig á Húsavík næsta laugardag. Unnusta hans er ættuð frá Húsavík. Read more „Húsavík: Prinsessa, brúðkaup og landsmót“
Framsýn ályktar um stöðu kjarasamninga
Framsýn, stéttarfélag hefur samþykkt að senda frá sér meðfylgjandi ályktun um stöðu kjarasamninga aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífisins sem undirritaðir voru í desember 2013. Framsýn á aðild að samningunum. Á sínum tíma varaði Framsýn við undirritun þeirra þar sem þeir væru ekki boðlegir verkafólki. Read more „Framsýn ályktar um stöðu kjarasamninga“
Hitabylgja á Húsavík
Afar hlýtt er í veðri á Húsavík á þjóðhátíðardegi Íslendinga og hafa hátíðarhöldin farið vel fram. Mikið fjölmenni var í skrúðgöngunni í dag sem er ein sú fjölmennasta sem haldin hefur verið á Húsavík í mörg ár á þessum merkilega degi. Read more „Hitabylgja á Húsavík“
![olfusborgir[1]](http://www.framsyn.is/wp-content/uploads/2014/07/olfusborgir1-150x150.jpg)
![bjarkarsel[1]](http://www.framsyn.is/wp-content/uploads/2014/07/bjarkarsel1-150x150.jpg)
