Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti í kvöld að leita eftir samstarfi við Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Þórshafnar um samstarf í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins um almenna kjarasamninginn. Þá var samþykkt að fara þess á leit við ríkissáttasemjara að hann kalli samningsaðila saman til fundar á næstu dögum.
Mikill hiti í fundarmönnum
Nú kl. 17:00 hófst fundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar sem jafnframt er samninganefnd félagsins. Til fundarins var boðað á föstudaginn í kjölfar þess að félaginu barst bréf frá formanni Starfsgreinasambandsins, Birni Snæbjörnssyni. Í bréfinu kemur fram að unnið hafi verið að því síðustu daga undir hans stjórn að félögin innan sambandsins sem felldu kjarasamninginn fari saman fyrir utan Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness. Read more „Mikill hiti í fundarmönnum“
Samningsumboð afturkallað?
Stjórn Þingiðnar hefur verið boðuð til fundar mánudaginn 17. febrúar kl. 18:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Nokkur mál verða á dagskrá fundarins en dagskráin er meðfylgjandi þessari frétt. Read more „Samningsumboð afturkallað?“
Gerð tillaga um Ósk sem varaformann
Eins og fram hefur komið hefur heiðurskonan Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar til fjölda ára ákveðið að stiga til hliðar og hleypa nýjum varaformanni að. Einhugur var innan Kjörnefndar Framsýnar að gera tillögu um Ósk Helgadóttir baráttukonu úr Fnjóskadal í embættið en Ósk er kraftmikil kona sem nýtur mikillar virðingar meðal fólks og er þekkt fyrir dugnað og aðkomu sína að félagsmálum. Read more „Gerð tillaga um Ósk sem varaformann“
Framsýn – Áríðandi fundur
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar – stéttarfélags eru boðuð til áríðandi fundar sunnudaginn 9. febrúar 2014 kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn í Fensölum, fundarsal félagsins.
Fundarefni er staðan í kjaramálum.
Kastljós fjallar um lífeyrissjóðsmál
Kastljós hefur síðustu kvöld fjallað um lífeyrismál. Formaður Framsýnar var beðinn um að taka þátt í umræðum í Kastljósi á þriðjudagskvöldið. Hér er slóðinn http://ruv.is/neytendamal/burt-med-ofurlaunin. Read more „Kastljós fjallar um lífeyrissjóðsmál“
Fundað með SA
Talsmenn Framsýnar funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara síðasta þriðjudag. Þar fóru þeir yfir niðurstöðuna úr atkvæðagreiðslunni um kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands sem félagið átti aðild að. Innan Framsýnar var samningurinn kolfelldur eða með um 92% atkvæða. Read more „Fundað með SA“
Lýðskrum að vilja bæta hag almennings?
Lýðræði á að snúast um það, að kjörin stjórnvöld þjóni almenningi – almannahag. Það þýðir að stjórnvöld eiga að reyna að svara óskum og þörfum fjöldans, eins og frekast er kostur. Read more „Lýðskrum að vilja bæta hag almennings?“
Jóna áfram formaður DVS
Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna fimmtudagskvöldið 30. janúar 2014 kl. 20:00. Hér má fræðast betur um fundinn: Read more „Jóna áfram formaður DVS“
Samninganefnd Framsýnar kölluð saman
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar sem jafnframt er samninganefnd félagsins mun koma saman til fundar á miðvikudaginn kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Dagskráin er eftirfarandi: Read more „Samninganefnd Framsýnar kölluð saman“
Gengið frá uppstillingu hjá VÞ
Búið er að ganga frá uppstillingu á félagsmönnum í trúnaðarstöður hjá Verkalýðsfélagi Þórshafnar fyrir næsta starfsár. Sjá uppstillinguna og frest til að skila inn nýjum tillögum: Read more „Gengið frá uppstillingu hjá VÞ“
Boðað til sáttafundar
Rétt í þessu var Ríkissáttasemjari að boða fulltrúa Framsýnar til sáttafundar í Reykjavík á morgun kl. 14:30. Samningsumboð Framsýnar var hjá Starfsgreinasambandi Íslands en er nú komið aftur til félagsins þar sem kjarasamningur SGS og SA var felldur í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Fundurinn á morgun verður með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins.
Formannafundur SGS – engin niðurstaða
Í dag var haldinn formannafundur hjá Starfsgreinasambandi Íslands. Tilefni fundarins var að fara yfir þá stöðu sem er á vinnumarkaði, en flest öll félög innan SGS (félög með 85% félagsmanna) felldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gerður var í desember s.l..
Á fundinum í dag var í raun engin ákvörðun tekin um samstarfa og fer því hvert félag innan SGS með samningsumboð að nýju.
Kjaradeilunni hafði áður verið vísað til Ríkissáttasemjara og fer hann því með verkstjórn í verðandi kjaraviðræðunum.
Aðalsteinn gestur á Sprengisandi
Formannafundur stendur yfir
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands stendur nú yfir en hann hófst kl. 13:00 í húsnæði ríkissáttasemjara í Reykjavík. Á fundinum eru formenn þeirra stéttarfélaga innan sambandsins sem felldu nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins sem Framsýn á m.a. aðild að. Read more „Formannafundur stendur yfir“
Framsýn fær mikið lof
„LOF fá Húsvíkingar og nærsveitungar í Framsýn fyrir að kolfella kjarasamning óhræddir við að standa uppi í hárinu á atvinnurekendum og láta ekki fara illa með sig. Svo mælir kona úr Þingeyjarsýslum sem hafði samband við blaðið.“ Þessa frétt má lesa í Akureyri vikublaði sem kom út í þessari viku. Read more „Framsýn fær mikið lof“
Samið við Símann um viðskipti
Skrifstofa stéttarfélaganna framlengdi í dag samning félagsins við Símann um þjónustu og fjarskipti. Samningurinn er til þriggja ára. Jóhannes Valgeirsson viðskiptastjóri Símans kom á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag og gekk frá samningnum. Read more „Samið við Símann um viðskipti“
Hvað næst? – felldir kjarasamningar
Það var afskaplega ánægjulegt að 93% félagsmanna Framsýnar skyldu fella kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands þar sem hann er ekki boðlegur verkafólki. Þá þarf ekki að koma á óvart að meirihluti aðildarfélaga ASÍ felldi kjarasamninginn með stæl. Read more „Hvað næst? – felldir kjarasamningar“
Uppstilling að klárast
Ágúst Óskarsson formaður Kjörnefndar Framsýnar segir nefndina vinna að því að klára uppstillingu á stjórn, trúnaðarmannaráð og í aðrar trúnaðarstöður fyrir næsta kjörtímabil, sem er tvö ár. Samtals þurfi að stilla upp um 60 félagsmönnum í trúnaðarstöður. Read more „Uppstilling að klárast“
Fundaði með ríkissáttasemjara
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, fundaði með ríkissáttasemjara fyrir helgina. Hann gerði honum grein fyrir niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning SA og SGS/LÍV. Þá fóru þeir sameiginlega yfir stöðuna þar sem fyrir liggur að meirihluti stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins felldu kjarasamninginn.