Dalakofinn vinsæll áningastaður

Haraldur Bóasson og fjölskylda hafa verð að gera góða hluti í Reykjadalnum. Þar halda þau uppi veitingastað og verslun. Þeim hefur tekist jafnt og þétt að byggja upp þjónustuna sem skilað hefur þeim árangri að 30% aukning er milli ára í veitingasölu. Ekki er ólíklegt að aukið gistirými á svæðinu eigi m.a. þátt í því að fleiri sækist eftir því að nýta sér þjónustuna sem Dalakofinn býður upp á.  Um 12 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í sumar. Auk þess að reka veitingasölu og verslun sjá þau um að reka tjaldsvæðið á Laugum.

Haraldur gerir Ósk varaformanni Framsýnar grein fyrir rekstrinum.

Þóra Fríður Björnsdóttir stjórnar öllu á bak við tjöldin.

Brosandi og hress, Elvar, Díana Rut og Ólafur Ingi Kárason.

Deila á