VÞ samdi í hádeginu

Ríkissáttasemjari lagði fram sáttatillögu í hádeginu í kjaradeilu Verkalýðsfélags Þórshafnar og Samtaka atvinnulífsins. Eftir viðræður aðila var skrifað undir tillöguna. Sáttatillagan er viðauki við kjarasamninginn sem var undirritaður 21. desember og felldur var meðal félagsmanna Verkalýðsfélags Þórshafnar. Read more „VÞ samdi í hádeginu“

Viðræður í gangi

Í dag hafa fulltrúar úr samninganefnd Framsýnar – stéttarfélags sitið á fundum í Karphúsinu, með Ríkissáttasemjara og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Fundum er lokið í dag og boðað hefur verið til nýs fundar kl. 09:00 í fyrramálið (á föstudag). Fulltrúar Þingiðnar funduðu einnig með sömu aðilum í dag og lögðu fram sínar kröfur.

Áhugi fyrir því að stækka félagssvæðið

Gríðarlegur áhugi er fyrir því meðal verkafólks sem starfar utan félagssvæðis Framsýnar að ganga í félagið. Fram að þessu hefur það ekki verið auðvelt þar sem reglur félagsins miðast við að félagið nái yfir ákveðið félagssvæði sem eru sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum. Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs í dag var samþykkt að fela formanni að skoða hvort hægt sé að breyta lögum félagsins þannig að félagssvæðið verði landið allt. Read more „Áhugi fyrir því að stækka félagssvæðið“