Elítan varar við launahækkunum

Þá er söngurinn byrjaður, seðlabankastjóri varar við launahækkunum til verkafólks, Samtök atvinnulífsins eru í sama gír, Morgunblaðið fjallar um kröfurnar í leiðara í gær og greiningadeildir bankanna vara jafnframt við hækkunum launa og benda jafnframt á að samningsaðilar hafi farið óvarlega 2011 þegar lægstu laun voru hækkuð sérstaklega en þau eru í dag kr. 191.752,-. Read more „Elítan varar við launahækkunum“

Við sofnuðum ekki undir þessari ræðu

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands með formann Framsýnar í fararbroddi  lögðu síðasta þriðjudag fram á fundi með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð varðandi sérmál fiskvinnslufólks og starfsfólks í fiskeldi. Í kröfugerðinni er þess krafist að laun fiskvinnslufólks taki sérstökum hækkunum vegna góðrar stöðu greinarinnar. Read more „Við sofnuðum ekki undir þessari ræðu“

Stuð á Sölku

Þau hafa verið að gera góða hluti í ferðaþjónustu á Húsavík, systkinin Jónas, Börkur og Guðrún Þórhildur Emilsbörn. Þau reka saman veitingastaðinn Sölku auk þess að standa fyrir hvalaskoðunarferðum um Sjálfanda á sumrin. Þau voru að venju hress þegar ljósmyndari heimasíðunnar var á ferðinni á föstudaginn. Read more „Stuð á Sölku“

SGS lagði fram launakröfur í dag

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) lagði í dag fram launakröfur fyrir komandi kjarasamninga til Samtaka atvinnulífsins. SGS hefur umboð 16 aðildarfélaga sinna til að ganga til samninga fyrir þeirra hönd og hefur þar með umboð til kjarasamningsgerðar fyrir almennt og sérhæft verakfólk á öllu landinu að undanskildum þeim félögum sem eru innan vébanda Flóabandalagsins. Read more „SGS lagði fram launakröfur í dag“

2,6 milljónir til félagsmanna

Fyrir helgina kom stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar saman til reglulegs fundar en stjórnin kemur saman í hverjum mánuði til að úthluta styrkjum til félagsmanna. Um er að ræða sjúkradagpeninga og styrki sem falla undir reglugerð sjóðsins. Að þessu sinni var úthlutað um 2,6 milljónum til félagsmanna fyrir októbermánuð. Á síðasta ári fengu  478 félagsmenn úthlutað um  25 milljónum í styrki úr sjúkrasjóði  Framsýnar. Read more „2,6 milljónir til félagsmanna“

Formaður gestur á félagsfundi

Í vikunni stóð Verkalýðsfélag Grindavíkur fyrir fjölmennum félagsfundi um kjaramál. Orlofsmál og breytingar á félagslögum voru einnig til umræðu. Gestur fundarins var Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags. Aðalsteinn kom víða við í máli sínu, hann taldi m.a. eðlilegt að gera skammtímasamning við atvinnurekendur til eins árs vegna óvissunnar í þjóðfélaginu. Read more „Formaður gestur á félagsfundi“

Mikið fundað um kjaramál

Það er mikið fundað þessa dagana um kjaramál, það er hjá stéttarfélögum, landssamböndum stéttarfélaga og Alþýðusambandi Íslands. Fulltrúar stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hafa að sjálfsögðu tekið þátt í þessari vinnu enda unnið að því að móta kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar áður en viðræður hefjast formlega við atvinnurekendur en þær munu hefjast á næstu dögum.

Read more „Mikið fundað um kjaramál“

Rölt um bæinn

Þegar formaður Framsýnar var á ferðinni í Grindavík á þriðjudaginn bauð formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, Magnús Már Jakobsson, honum í skoðunarferð um bæinn. Meðal annars var komið við á einni merkustu bryggjukrá landsins sem er í Grindavík sem fjölmargir heimsækja s.s. sjómenn sem eiga leið um höfnina, heimamenn og gestir. Read more „Rölt um bæinn“

Þingmenn í heimsókn

Í dag komu félagarnir og þingmennirnir, Kristján Möller og Árni Páll Árnason, sem jafnframt er formaður Samfylkingarinnar í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir fengu kynningu á starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum auk þess sem þeir spurðu út í atvinnuástandið á svæðinu og væntingar heimamanna til atvinnuuppbyggingar á Bakka. Read more „Þingmenn í heimsókn“

Magnaður hópur

Við sögðum frá því að Framsýn hefði haldið trúnaðarmannanámskeið í Mývatnssveit í síðustu viku. Námskeiðið fór vel fram og voru trúnaðarmenn mjög ánægðir með námskeiðið. Framsýn leggur mikið upp úr öflugri fræðslu fyrir trúnaðarmenn og að á hverjum vinnustað séu trúnaðarmenn til staðar. Í dag eru trúnaðarmenn á öllum helstu vinnustöðum á félagssvæðinu. Read more „Magnaður hópur“