Nokkrir nemendur Framhaldsskólans á Húsavík komu í heimsókn á mánudaginn til Skrifstofu stéttarfélaganna. Um var að ræða nemendur sem eru á Starfsbraut skólans. Nemendurnir fengu fræðslu um starfsemi stéttarfélaganna og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum. Sjá myndir:
Nemendurnir voru mjög áhugasamir og jákvæðir. Þau spurðu út í kjaramál og réttindi þeirra á vinnumarkaði. Af hverju formaður Framsýnar væri kallaður Kúti og þá voru þau afar ánægð með myndband sem þau fengu að sjá og fjallar um starfsemi Framsýnar eða eins og einn nemandinn sagði eftir sýninguna, þetta er snilldar myndband. Já þau voru jákvæð og skemmtileg gestirnir úr Framhaldsskólanum á Húsavík.