Ljóst er að starfsmönnum Vísis á Húsavík er verulega brugðið eftir fund þeirra með yfirmönnum fyrirtækisins í dag. Þar kom fram að starfsemi fyrirtækisins á Húsavík verði hætt eftir einn mánuð, það er 1. maí. Read more „Starfsmönnum verulega brugðið – Framsýn stendur fyrir fundi á mánudaginn“
Gríðarlegt áfall í atvinnusögu Húsavíkur
Vísir hf. áformar að flytja alla fiskvinnslu sína til Grindavíkur. Miklar breytingar hafa orðið á mörkuðum erlendis fyrir íslenskan fisk. Afurðaverð hefur lækkað um 20% og síauknar kröfur eru gerðar um ferskan fisk, sveigjaleika í framleiðslunni og skjóta afgreiðslu pantana. Read more „Gríðarlegt áfall í atvinnusögu Húsavíkur“
ZEBRANIE!!
Kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. mars 2014.
Þrátt fyrir að kjarasamningur Sjómannasambands Íslands og LÍÚ hafi verið laus frá árslokum 2010 hafa samningsaðilar samþykkt að hækkun komi til á kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um 2,8% frá og með 1. mars 2014. Read more „Kauptrygging sjómanna hækkar frá 1. mars 2014.“
Það snjóar og snjóar
Síðustu daga hefur verið ömurlegt veður á Húsavík og snjóað mikið. Dagurinn í dag er þó bjartur og fallegur og veðurhorfur næstu daga eru ágætar. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru á Húsavík um helgina. Read more „Það snjóar og snjóar“
Vefflugan- upplýsingar um lífeyrissjóði
Lífeyrissjóðirnir hafa komið sér upp nýju veffréttabréfi Landssamtaka lífeyrissjóða. – Vefflugan. Tengill á Veffluguna er: http://issuu.com/athygliehf/docs/ll_vefflugan_1.tbl_2014?e=2305372/7149185. Read more „Vefflugan- upplýsingar um lífeyrissjóði“
Launagreiðendur munið hækkað iðgjald í fræðslusjóð
Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum fyrir almennan markað hækkaði iðgjald í fræðslusjóð (stundum nefndur starfsmennta- eða endurmenntunarsjóður) um 0,10% frá 1.janúar síðastliðnum. Read more „Launagreiðendur munið hækkað iðgjald í fræðslusjóð“
Mikilvægt að gengið verði frá kjörum náttúruvarða
Svo virðist sem ný stétt náttúruvarða sé að verða til. Náttúruvörðum er ætlað að sjá um innheimtu á gjaldskyldum ferðamannastöðum á Íslandi auk þess að sinna eftirliti og annarri vinnu sem fellur til s.s. stígagerð. Að sögn formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar, hafa borist fyrirspurnir til félagsins varðandi kjör og aðbúnað þessara starfsmanna en dæmi eru um að landeigendur á félagssvæði Framsýnar hafi boðað að þeir ætli að hefja gjaldtöku á ferðamannastöðum í sumar. Read more „Mikilvægt að gengið verði frá kjörum náttúruvarða“
Húfan sem hvarf fór á topp Kilimanjaro
Við fengum nýlega skemmtilega sögu af Framsýnarhúfu. Þannig er að einn ágætur maður fékk Framsýnarhúfu að gjöf. Hann var að sjálfsögðu ánægður með húfuna enda hafa húfurnar reynst vel og verið vinsælar meðal félagsmanna og þeirra sem hafa áskotnast húfur. Hér má lesa skilaboðin sem við fengum af húfunni sem hvarf: Read more „Húfan sem hvarf fór á topp Kilimanjaro“
Sæludagur hjá Þingiðn
Nú eiga félagsmenn Þingiðnar að hafa fengið í hendur bréf frá félaginu þar sem fram kemur að leikhúsferð er fyrirhuguð í Breiðumýri föstudaginn 4. apríl. Auk þess verður félagsmönnum og mökum þeirra boðið upp á kvöldverð í boði félagsins. Það verður því sannkallaður sæludagur hjá Þingiðnarmönnum og þeirra elskulegu mökum í byrjun apríl. Read more „Sæludagur hjá Þingiðn“
Áhugavert verkefni um ristilskimun í gangi
Lionsklúbburinn á Húsavík í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga stóðu fyrir kynningarfundi um samstarfsverkefni sem aðilar hafa unnið að síðustu ár og varðar skipulagða ristilskimun meðal fólks á ákveðnum aldri á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Read more „Áhugavert verkefni um ristilskimun í gangi“
Skrifað undir kjarasamning við BÍ í dag
Síðdegis dag var skrifað undir kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eru aðilar að samningnum. Read more „Skrifað undir kjarasamning við BÍ í dag“
Framhaldsnámskeið í vélgæslu
Verkmenntaskólinn á Akureyri og Þekkingarnet Þingeyinga munu bjóða upp á framhaldsnámskeið í vélgæslu ef næg þátttaka fæst. Þeir sem nú þegar hafa réttindi til að starfa sem vélaverðir á bátum upp að 12 metrum að lengd, fá að námi loknu réttindi til að starfa á bátum upp að 24 metrum að lengd. Read more „Framhaldsnámskeið í vélgæslu“
Skráningu að ljúka í Færeyjaferð
Um næstu helgi lýkur skráningu í stéttarfélagsferð Þingiðnar og Framsýnar til Færeyja í haust. Örfá sæti eru laus, verð kr. 95.000,-. Nánari upplýsingar um ferðina eru í síðasta Fréttabréfi stéttarfélaganna og hér inn á heimasíðu stéttarfélaganna. Read more „Skráningu að ljúka í Færeyjaferð“
Opið hús í Árholti í dag
Jón Gunnarsson bóndi var með opið hús í dag. Fjölmargir lögðu leið sína til Nonna í Árholti til að skoða nýja fjárhúsið og aðstöðuna sem er til mikillar fyrirmyndar. Gestum var boðið upp á kjötsúpu af bestu gerð og konfekt meðan kindurnar létu vel af ilmandi heyi. Read more „Opið hús í Árholti í dag“
Eintóm hamingja – verkakona skrifar
Eintóm hamingja, svo skrifar verkakona af Suðurlandinu til formanns Framsýnar sem biðst undan nafnbirtingu. Við birtum hér þessa ágætu grein með hennar leyfi. Greinin er svohljóðandi og fjallar um kjarmál: Read more „Eintóm hamingja – verkakona skrifar“
Allt að 9.542 heimsóknir á síðuna daglega
Ljóst er fjölmargir heimsækja heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í hverri viku enda lifandi síða. Það er bæði til að sækja sér upplýsingar um kaup og kjör auk þess að lesa fréttir sem fjalla um starfsemi stéttarfélaganna. Þá birtast einnig stundum áhugaverðar fréttir úr héraðinu sem fólk hefur gaman af að lesa. Read more „Allt að 9.542 heimsóknir á síðuna daglega“
Ær ber nafnið Framsýn
Þessi fallega ær ber nafnið Framsýn í höfuðið á stéttarfélaginu Framsýn í Þingeyjarsýslum. Hún er til heimils á stórbúi í Suður-Þingeyjarsýslu. Að sögn bóndans hefur ærin skilað góðum afurðum og þegar eignast nokkra afkomendur og stendur því vel undir nafni að mati bóndans. Read more „Ær ber nafnið Framsýn“
Ingveldur ráðin til Starfsendurhæfingar Norðurlands
Ingveldur Árnadóttir, iðjuþjálfi hefur verið ráðin í sérverkefni á vegum Starfsendurhæfingar Norðurlands með aðsetur á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Verkefninu er ætlað að standa í 3,5 mánuði, það er til loka maímánaðar. Ingveldur mun starfa náið með fagaðilum á svæðinu. Read more „Ingveldur ráðin til Starfsendurhæfingar Norðurlands“
Undirbúningur í fullum gangi
Starfsmenn sveitarfélaga á félagssvæði Framsýnar komu saman í gær til að undirbúa kröfugerð félagsins í komandi kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Unnið verður áfram í mótun kröfugerðarinnar næstu daga með það að markmiði að hún verði klár eftir helgina. Read more „Undirbúningur í fullum gangi“