Stéttarfélagið Framsýn stóð fyrir „útifundi“ á Raufarhöfn í gær í frábæru veðri. Um 130 manns nýtu sér tækifærið og komu við á Kaffi Ljósfangi til að fá sér kaffi og tertu auk þess að spjalla við forystumenn Framsýnar sem þjónuðu gestunum til borðs með aðstoð heimamanna. Sjá myndir frá stemningunni: Read more „Fjölmenni í kaffiboði Framsýnar“
Fjölgun flugferða í sumar til Húsavíkur
Sumaráætlun Flugfélagsins Ernis tekur gildi 1. júní. Þær breytingar sem verða eru að flugferðum mun fjölga og flogið verður núna morgunflug og síðdegisflug mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga, en áður voru bara tvö flug á dag þriðjudaga og fimmtudaga. Miðvikudagar og laugardagar haldast óbreyttir. Read more „Fjölgun flugferða í sumar til Húsavíkur“
Má ég halda á lambinu?
Það fylgir vorinu að fara í heimsóknir til bænda og skoða lömb og annan búfénað. Það á ekki síst við um blessuð börnin sem njóta þess í botn að heimsækja bændur og búalið. Read more „Má ég halda á lambinu?“
ASÍ- tilraunin mistókst
Miðstjórn ASÍ ályktaði í dag um kjaramál. Í ályktuninni er komið inn á að tilraun til að stuðla að stöðugleika með hófværum kjarasamningum ASÍ og SA upp á 2,8% hafi mistekist. Read more „ASÍ- tilraunin mistókst“
Aðalfundi Þingiðnar lokið
Aðalfundur Þingiðnar fór fram í kvöld. Fundurinn gekk vel og voru fundarmenn ánægðir með starfsemi félagsins. Jónas Kristjánsson var endurkjörinn formaður. Hér má lesa skýrslu stjórnar milli aðalfunda. Read more „Aðalfundi Þingiðnar lokið“
Huld nýr stjórnarmaður í Lsj. Stapa
Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, miðvikudaginn 21. maí sl. Mæting á fundinn var góð og fór hann vel fram. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin ársfundarstörf. Read more „Huld nýr stjórnarmaður í Lsj. Stapa“
Tillaga kjörnefndar Þingiðnar fyrir aðalfund 2014.
Kjörnefnd Þingiðnar hefur gengið frá tillögum um félaga í trúnaðarstöður fyrir næsta starfsár. Tillagan er eftirfarandi og er hún til afgreiðslu á aðalfundi félagsins á morgun, þriðjudag. Read more „Tillaga kjörnefndar Þingiðnar fyrir aðalfund 2014.“
Undarleg gildi
Það er löngu ljóst að kjarasamningarnir sem aðildarfélög Alþýðusambands Íslands gengu frá í lok desember við Samtök atvinnulífsins upp á 2,8% eru löngu brostnir. Read more „Undarleg gildi“
Heimsókn í Reykjahlíðarskóla
Stéttarfélögunum er bæði ljúft og skylt að taka þátt í fræðslu ungmenna um réttindi og skyldur þeirra á vinnumarkaði. Þá er mikilvægt að allir launþegar séu meðvitaðir um hlutverk stéttarfélaga og áhrif félagsmanna á starfsemi þeirra. Read more „Heimsókn í Reykjahlíðarskóla“
Nýtt safn opnað formlega á Húsavík
Í dag var The Exploration Museum opnað á Húsavík við mikla viðhöfn. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði samkomuna með nærveru sinni auk þess sem ráðherrar og þingmenn létu sig ekki vanta auk annarra góðra gesta. Read more „Nýtt safn opnað formlega á Húsavík“
Fallegt veður og gott mannlíf á Húsavík
Ljósmyndari heimasíðunnar tók þessar myndir á Húsavík í dag í fallegu veðri. Töluvert var um ferðamenn í bænum, skemmtiferðaskip var við bryggjuna og þá sást Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands á göngu í miðbænum auk þingmanna og ráðherra. Húsavík er jú nafli alheimsins. Sjá myndir: Read more „Fallegt veður og gott mannlíf á Húsavík“
Vísir bakkar- Starfsmenn teknir inn á launaskrá
Í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom fram að fiskvinnslufyrirtækið Vísir hf. hefði ákveðið að virða ákvæði kjarasamninga og greiða þeim starfsmönnum fyrirtækisins sem starfað hafa á Húsavík laun í uppsagnarfresti. Read more „Vísir bakkar- Starfsmenn teknir inn á launaskrá“
Koma við á Húsavík
Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland ProTravel hefur í hyggju að hefja lystiskipasiglingar umhverfis Ísland í júní á næsta ári. Siglingarnar verða á vegum dótturfélagsins Iceland ProCruises og hefur farþegaskipinu MV Ocean Diamond verið tekið á leigu til þriggja ára. Read more „Koma við á Húsavík“
Gengið frá kjarasamningi við Landsvirkjun
Starfsgreinasamband Íslands sem Framsýn á aðild að hefur undirritað kjarasamning við Landsvirkjun sem tekur gildi þann 1. júní 2014. Samningurinn gildir til 28. febrúar 2015 líkt og aðrir samningar á hinum almenna vinnumarkaði. Read more „Gengið frá kjarasamningi við Landsvirkjun“
Nýtt: Veiðikort í boði fyrir félagsmenn
Stéttarfélögin hafa ákveðið að bjóða félagsmönnum að kaupa Veiðikort sem gildir í 36 veiðivötn víða um land, þar af gefur veiðikortið aðgang að sex veiðivötnum á félagssvæði stéttarfélaganna, það er í þrjú vötn á Melrakkasléttu, Kringluvatn, Ljósavatn og Vestmannsvatn. Read more „Nýtt: Veiðikort í boði fyrir félagsmenn“
Ódýrt flug – góð kjarabót fyrir félagsmenn
Í nóvember 2013 gerði Framsýn samkomulag við Flugfélagið Erni um sérstök kjör á flugfargjöldum milli Húsavíkur og Reykjavíkur sem gilti til 1. maí 2014. Samkomulagið hefur nú verið endurnýjað og framlengt til 1. maí 2015. Read more „Ódýrt flug – góð kjarabót fyrir félagsmenn“
Lagabreytingar boðaðar hjá Þingiðn
Þingiðn hefur boðað til aðalfundar þriðjudaginn 27. maí kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Tvær tillögur liggja fyrir fundinum, það er ein lagabreyting sjá tillögu I og þá hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja til við aðalfund að endurskoðun félagsins verði boðin út, tillaga II. Sjá tillögurnar: Read more „Lagabreytingar boðaðar hjá Þingiðn“
Félagsmenn fengu tæpar 30 milljónir úr sjúkrasjóði
Á aðalfundi Framsýnar síðasta fimmtudag kom fram að félagið greiddi félagsmönnum tæpar 30 milljónir í styrki úr sjúkrasjóði félagsins. Read more „Félagsmenn fengu tæpar 30 milljónir úr sjúkrasjóði“
Gengið frá stofnanasamningi við Skógrækt ríkisins
Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa endurnýjað stofnanasamning við Skógrækt ríkisins. Gerðar voru nokkrar breytingar á samningnum varðandi mat á menntun og þá voru lægstu launin hækkuð umfram önnur. Samningurinn fer í kynningu á næstu dögum. Read more „Gengið frá stofnanasamningi við Skógrækt ríkisins“
Framsýn -10 milljónir í námsstyrki
Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2013 fengu 277 félagsmenn greiddar kr. 10.036.496,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Read more „Framsýn -10 milljónir í námsstyrki“