Fundað stíft um kjaramál – jólafríið bíður

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur í dag setið á fundum í Reykjavík og yfirfarið tilboð Samtaka atvinnulífsins og útspil ríkistjórnarinnar í skattamálum. Samninganefndin fundaði reyndar í gær líka. Að sögn Aðalsteins formanns Framsýnar, sem verið hefur í sambandi við félaga sína í samninganefndinni í gegnum Skype, er hann mjög óánægður með tilboð SA og tillögur stjórnvalda í skattamálum. Read more „Fundað stíft um kjaramál – jólafríið bíður“

Færðu HÞ augnþrýstimæli að gjöf

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, Framsýn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn í samstarfi við útibú Íslandsbanka á Húsavík færðu Heilbrigðisstofnun Þingeyinga í dag veglega gjöf. Um er að ræða Icare augnþrýstimæli. Nýja tækið kemur í staðinn fyrir gamalt og úrelt tæki sem er orðið yfir 20 ára gamalt. Tækið kostar tæpar 800 þúsund krónur.  Read more „Færðu HÞ augnþrýstimæli að gjöf“

Hvað gerist í dag?

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur verið boðuð til fundar í dag til að ræða stöðuna í kjaramálum. Áður var búið að gefa út að ekki yrði fundað aftur fyrr en eftir áramótin. Spurningin er, gerist eitthvað í dag? Formaður Framsýnar er í samninganefnd Starfsgreinasambandsins ásamt öðrum formönnum aðildarfélaga sambandsins.

Orð eru dýr

Nokkur fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum hefur haft samband, bæði við Alþýðusambandið og aðildarfélög þess, vegna ótta um að hætt verði að greiða atvinnuleysisbætur þar sem Atvinnuleysistryggingasjóður sé tómur og fjármagn ekki til staðar. Read more „Orð eru dýr“

Innlegg ASÍ og BSRB skipti sköpum varðandi desemberuppbótina

Hugmyndir forystu ASÍ og BSRB um tilflutning á fjármunum frá Virk Starfsendurhæfingarsjóði yfir til Atvinnuleysistryggingasjóðs á þessu ári til að fjármagna desemberuppbót gegn því að fjármunum yrði varið til að tryggja ráðgjöf og vinnumiðlun við atvinnuleitendur á næsta ári var ráðandi þáttur í þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót, eins og tíðkast hefur. Read more „Innlegg ASÍ og BSRB skipti sköpum varðandi desemberuppbótina“

Fjármálaráðherra neitar atvinnulausu fólki um desemberuppbót

Niðurskurðarhnífurinn fer víða í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og bitnar hart á lágt launuðu fólki á vinnumarkaðnum. Skuldaniðurfellingarúrræðin koma tekjuhærri betur en tekjulægri hópunum, skattatillögurnar sömuleiðis svo ekki sé rætt um hækkanir á gjaldskrá sem bitna hlutfallslega meir á tekjulægri hópunum á vinnumarkaði. Þegar kemur að atvinnulausu fólki tekur steininn úr. Read more „Fjármálaráðherra neitar atvinnulausu fólki um desemberuppbót“

Gleði í hjarta í jólakaffi stéttarfélaganna

Um þrjúhundruð manns komu í jólakaffi stéttarfélaganna í dag í fallegu vetrarveðri. Boðið var um rjúkandi kaffi, tertur frá Heimabakaríi og mögnuð tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Húsavíkur. Þá kom jólasveininn í heimsókn sem vakti mikla gleði hjá ungu kynslóðinni og reyndar hjá þeim eldri líka. Stéttarfélögin vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu við í dag og þáðu veitingar í boði félaganna fyrir komuna.  Sjá myndir frá stemningunni  í dag. Read more „Gleði í hjarta í jólakaffi stéttarfélaganna“

Jólagetraun! – Hver er maðurinn

Þessi ungi eða gamli maður kom í jólakaffi stéttarfélaganna í dag. Spurt er, hver er maðurinn? Þeir sem vita svarið eru beðnir um að senda það á netfangið framsyn@framsyn.is. Síðan verður dregið úr réttum svörum fimmtudaginn 19. desember kl. 12:00. Veglegir vinningar eru í boði, svo sem hangikjöt og konfekt.  Þrír heppnir þátttakendur fá verðlaun. Aðalvinningurinn er vikudvöl í íbúð stéttarfélaganna í Kópavogi og hangikjöt. Þeir sem lenda í öðru og þriðja sæti fá heimsins besta konfekt. Koma svo!!!!!!!!!!!!!! Read more „Jólagetraun! – Hver er maðurinn“

Allir velkomnir í jólakaffi

Þingeyingar og allir aðrir ábúendur á Íslandi, verið velkomin í jólakaffið  hjá stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum. Gleðin hefst kl. 14:00 á morgun, laugardag, og stendur yfir til kl. 18:00. Jólasveinar og fólk sem spilar og syngur verður á svæðinu auk þess sem rjúkandi kaffi og terta frá Heimabakarí verður í boði. Bara frábært. Sjáum hress og kát kæru landsmenn til sjávar og sveita.

ASÍ-UNG sammála Framsýn í skattamálum – skammar stjórnvöld og ASÍ

ASÍ-UNG sendi frá nýlega frá sér ályktun þar sem tekið er undir skoðanir Framsýnar í skattamálum sem gert hefur alvarlegar athugsemdir við tillögur ASÍ og stjórnvalda í skattamálum. Tillögurnar miða að því að skilja launþega sem hafa undir 250 þúsund krónur á mánuði eftir. Þess í stað er skattalækkunum ætlað að koma best úr fyrir þá sem eru á hærri launum. Read more „ASÍ-UNG sammála Framsýn í skattamálum – skammar stjórnvöld og ASÍ“