Húsavík: Prinsessa, brúðkaup og landsmót

Já það er allt að gerast á Húsavík. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daníel prins eru væntanleg til Húsavíkur á morgun í opinberra heimsókn. Þá fer Landsmót UMFÍ, 50 ára og eldi fram á Húsavík um helgina auk þess sem einn þekktasti leikmaður Noregs í knattspyrnu sem spilar í Þýskalandi ætlar að gifta sig á Húsavík næsta laugardag. Unnusta hans er ættuð frá Húsavík. Read more „Húsavík: Prinsessa, brúðkaup og landsmót“

Fréttabréf kemur út í næstu viku

Unnið er að því að skrifa Fréttabréf sem kemur út í lok næstu  viku. Fréttabréfið verður fullt af fréttum og upplýsingum til félagsmanna. Þeir sem vilja auglýsa í Fréttabréfinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna, það er Aðalsteinn Árna ritstjóra.

Íslenskt samfélag er fyrir alla!

Í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna borgarstjórnarkosninga og þeirra ummæla sem einn nýkjörinn borgarfulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina lét falla um meint tengsl þvingunarhjónabanda og bænahúss fólks af ákveðinni trúarskoðun; skorar stjórn ASÍ-UNG á borgarfulltrúa í Reykjavík sem og önnur stjórnvöld í landinu að standa vörð um mannréttindi og almennt umburðarlyndi í samfélaginu. Read more „Íslenskt samfélag er fyrir alla!“

Stjórn Framsýnar fundar

Fyrsti fundur stjórnar Framsýnar eftir aðalfund félagsins verður haldinn næsta þriðjudag, 10. júní,  kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Til umræðu eru kjara- og atvinnumál og breytingar sem fyrirhugaðar eru á húsnæði stéttarfélaganna.