Á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambands Íslands á mánudaginn gerði formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, framkvæmdastjórn sambandsins grein fyrir framkomu Vísis hf. í garð starfsmanna fyrirtækisins á Húsavík. Read more „SGS fjallaði um Vísismálið“
Framsýn vill aukið samráð
Á síðasta stjórnarfundi í Framsýn urðu töluverðar umræður m.a. um mikilvægi þess að hagsmunaaðilar í Þingeyjarsýslu vinni betur saman að sameiginlegum málum í héraðinu, sérstaklega er varðar samfélags-, atvinnu- og byggðamál. Félagið telur að skort hafi á samstöðuna. Read more „Framsýn vill aukið samráð“
Virkir starfsmenn
Starfsmenn stéttarfélaganna voru virkir um helgina þegar Landsmót UMFÍ 50+ fór fram. Mótið tókst í alla staði mjög vel, sjá myndir af sjálfboðaliðunum við störf. Read more „Virkir starfsmenn“
Hlýjast á Húsavík
Það sem af er sumri hefur verið hlýjast á Húsavík. Í veðurfréttum Sjónvarpsins í gær kom fram að hlýjasti dagurinn það sem af er sumri var á Húsavík 17. júní eða 22,7 gráður. Read more „Hlýjast á Húsavík“
Mikilvægt að efla Húsavíkurflugvöll
Stjórn Framsýnar telur mikilvægt að unnið verði að því að bæta aðflugstæki á Húsavíkurflugvelli sem þarfnast endurnýjunar auk þess sem skoðað verði hagkvæmni þess að gera flugvöllinn að millilandaflugvelli enda völlurinn vel staðsettur hvað það varðar. Ályktunin er svohljóðandi: Read more „Mikilvægt að efla Húsavíkurflugvöll“
Fjör á landsmóti á Húsavík
4. Landsmót UMFÍ 50+ hefur staðið yfir á Húsavík um helgina í ágætu veðri. Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ), sem er mótshaldari, fagnar einmitt aldarafmæli á þessu ári. Um 400 þátttakendur taka þátt í mótinu. Read more „Fjör á landsmóti á Húsavík“
Starfsmannafundur hjá Húsavík Cape hótel
Húsavík: Prinsessa, brúðkaup og landsmót
Já það er allt að gerast á Húsavík. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Daníel prins eru væntanleg til Húsavíkur á morgun í opinberra heimsókn. Þá fer Landsmót UMFÍ, 50 ára og eldi fram á Húsavík um helgina auk þess sem einn þekktasti leikmaður Noregs í knattspyrnu sem spilar í Þýskalandi ætlar að gifta sig á Húsavík næsta laugardag. Unnusta hans er ættuð frá Húsavík. Read more „Húsavík: Prinsessa, brúðkaup og landsmót“
Framsýn ályktar um stöðu kjarasamninga
Framsýn, stéttarfélag hefur samþykkt að senda frá sér meðfylgjandi ályktun um stöðu kjarasamninga aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífisins sem undirritaðir voru í desember 2013. Framsýn á aðild að samningunum. Á sínum tíma varaði Framsýn við undirritun þeirra þar sem þeir væru ekki boðlegir verkafólki. Read more „Framsýn ályktar um stöðu kjarasamninga“
Hitabylgja á Húsavík
Afar hlýtt er í veðri á Húsavík á þjóðhátíðardegi Íslendinga og hafa hátíðarhöldin farið vel fram. Mikið fjölmenni var í skrúðgöngunni í dag sem er ein sú fjölmennasta sem haldin hefur verið á Húsavík í mörg ár á þessum merkilega degi. Read more „Hitabylgja á Húsavík“
Íslendingar fagna 17. júní
Ágætu Íslendingar, gleðilegan þjóðhátíðardag en í dag eru jafnframt sjötíu ára afmæli lýðveldisins. Dagurinn fagnar Norðlendingum með góðu veðri og er veðrið á Húsavík frábært. Hátíðardagskrá verður víða um land og skrúðgöngur þar á meðal á Húsavík. Read more „Íslendingar fagna 17. júní“
Vilja sjá staðsetningu sýslumanns á Húsavík
Framsýn, stéttarfélag hefur samþykkt að senda frá sér svohljóðandi ályktun um staðsetningu sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Þar er fagnað tillögum um að hann verði staðsettur á Húsavík fyrir Norðurland eystra. Read more „Vilja sjá staðsetningu sýslumanns á Húsavík“
Tugmilljóna sparnaður í flugfargjöldum
Ríkisútvarpið fjallaði um helgina um samkomulag stéttarfélganna við Flugfélagið Erni um sérkjör félagsmanna á flugfargjöldum. Hér má skoða fréttina: http://www.ruv.is/frett/tugmilljona-sparnadur-i-flugfargjoldum
Fréttabréf kemur út í næstu viku
Bæklingur um kjör starfsmanna við hvalaskoðun
Framsýn hefur útbúið upplýsingabækling á íslensku og ensku varðandi kjör starfsmanna við hvalaskoðun. Starfsmenn geta nálgast bæklinginn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Read more „Bæklingur um kjör starfsmanna við hvalaskoðun“
Íslenskt samfélag er fyrir alla!
Í ljósi niðurstöðu nýafstaðinna borgarstjórnarkosninga og þeirra ummæla sem einn nýkjörinn borgarfulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina lét falla um meint tengsl þvingunarhjónabanda og bænahúss fólks af ákveðinni trúarskoðun; skorar stjórn ASÍ-UNG á borgarfulltrúa í Reykjavík sem og önnur stjórnvöld í landinu að standa vörð um mannréttindi og almennt umburðarlyndi í samfélaginu. Read more „Íslenskt samfélag er fyrir alla!“
Stjórn Framsýnar fundar
Óskar og Ómar heiðraðir
Sjómannadagurinn hefur farið vel fram á Húsavík í frábæru veðri. Í dag voru tveir sjómenn heiðraðir fyrir vel unninn störf, það eru þeir Óskar Gunnar Axelsson og Ómar Sigurvin Vagnsson. Í tilefni að því hélt formaður Framsýnar smá tölu sem lesa má hér: Read more „Óskar og Ómar heiðraðir“
Kíktu við og fengu fræðslu
Í sumar eru átta ungmenni í sumarvinnu í Miðjunni líkt og síðast liðið sumar. Þau eru á aldrinum 15 – 25 ára. Þau sem eru orðin eldri en 16 ára verða í vinnu inni á vinnustöðum hluta sumars t.d. á Sölku, Hvammi, Kaskó og Grænuvöllum. Read more „Kíktu við og fengu fræðslu“
Til hamingju með daginn sjómenn!
Sjómannadeild Framsýnar óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Síðan minnum við á heiðrun sjómanna sem fer fram á Fosshótel Húsavík í dag kl. 15:00. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir. Read more „Til hamingju með daginn sjómenn!“