Hafið þakkir fyrir

Fulltrúar Framsýnar komu aðeins við á Hótel Reynihlíð og hittu þar fyrir Þorvald í afgreiðslunni. Hugmyndin með heimsókninni var að spjalla við starfsmenn og Pétur Snæbjörnsson hótelstjóra en hann var ekki við. Þorvaldur vildi koma á framfæri þakklæti til félagsins fyrir góða þjónustu og öfluga námsstyrki til félagsmanna sem hann hefði notfært sér líkt og aðrir félagsmenn. Read more „Hafið þakkir fyrir“

Keyrt um þjóðveginn

Síðustu daga hafa forsvarsmenn og starfsmenn Framsýnar farið víða um héraðið til að heimsækja félagsmenn og atvinnurekendur. Sérstök áhersla hefur verið lögð á ferðaþjónustustaði.  Næsta vika verður einnig undirlögð fyrir vinnustaðaheimsóknir. Heimasíða stéttarfélaganna verður á vaktinni og mun fjalla um vinnustaðaheimsóknirnar næstu dagana eftir því sem tími gefst til. Read more „Keyrt um þjóðveginn“

Starfsmannafélag HúsavíkurKjarasamningur STH við sveitarfélögin í atkvæðagreiðslu til 15. júlí.

Starfsmannafélag Húsavíkur og Samninganefnd sveitarfélaganna skrifuðu undir kjarasamning 2. júlí sem gildir frá 1. maí 2014 til 31. apríl 2015. Kynning á kjarasamningnum fór fram fimmtudagskvöldið 10. júlí. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn fer fram á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík að Garðarsbraut 26 til þriðjudagsins 15. júli kl. 15:00.

Kjarasamning STH og SNS má finna hér og hægt að nálgast á skrifstoru stéttarfélaganna á Húsavík.

Kynning á kjarasamningnum.