
Krefjast stofnanasamnings

Kjarasamningur STH við sveitarfélögin í atkvæðagreiðslu til 15. júlí.
Starfsmannafélag Húsavíkur og Samninganefnd sveitarfélaganna skrifuðu undir kjarasamning 2. júlí sem gildir frá 1. maí 2014 til 31. apríl 2015. Kynning á kjarasamningnum fór fram fimmtudagskvöldið 10. júlí. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn fer fram á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík að Garðarsbraut 26 til þriðjudagsins 15. júli kl. 15:00.
Kjarasamning STH og SNS má finna hér og hægt að nálgast á skrifstoru stéttarfélaganna á Húsavík.
Full ástæða er til að skora á Þingeyinga og aðra gesti að fjölmenna í Borgarhólsskóla í kvöld en þar verða góðir gestir frá Færeyjum með skemmtun, það er dans og söng. Frítt er inn á samkomuna. Read more „Tökum þátt í gleðinni í kvöld“
Að sögn formanns Framsýnar eru góðar líkur á að samningar takist milli félagsins og Launanefndar sveitarfélaga eftir helgina. Read more „Samningar að takast fyrir starfsmenn sveitarfélaga“
Í morgun komu flokksstjórar Vinnuskóla Norðurþings með nemendur í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Liður í starfi skólans er að fræða nemendur um atvinnulífið og skyldur á vinnumarkaði. Read more „Fengu fræðslu um atvinnulífið“
Opnuð hefur verið ný matvöruverslun á Kópaskeri í stað þeirrar sem var lokað síðasta vetur. Búðin hefur fengið nafnið Skerjakolla. Það eru hjónin Guðmundur Baldursson og Inga Sigurðardóttir sem reka verslunina. Read more „Ný verslun á Kópaskeri“
Á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sem haldinn var á Kópaskeri síðastliðinn miðvikudag var fyrirtækið Akursel ehf. í Öxarfirði heiðrað fyrir framúrskarandi lífræna framleiðslustarfsemi sem byggir á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda héraðsins. Fyrirtækið er vel að Hvatningaverðlaununum 2014, komið. Read more „Akursel ehf. fékk Hvatningaverðlaunin 2014“
Veðrið hefur leikið við okkur hér norðan heiða og margir góðir gestir hafa lagt leið sína í Þingeyjarsýslurnar. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af Viktoríu krónprinssessu Svíþjóðar og Daníel prins þegar þau komu til Húsavíkur í síðustu viku. Read more „Prinsar og prinsessur á Húsavík“
Fulltrúar Framsýnar hafa verið í sambandi við forsvarsmenn samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga síðustu daga en kjarasamningur félagsins við sveitarfélögin hefur verið laus frá því í vor. Read more „Ekki gengur að semja“
Sextíu konur frá aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands fóru á Norrænu kvennaráðstefnuna Nordisk Forum sem haldin var í Malmö í Svíþjóð. Framsýn á aðild að Starfsgreinasambandinu. Read more „Jóna tók þátt í Nordisk Forum“