Dásamlegt sumar

Það verður ekki annað sagt en að sumarið hafi leikið við okkur Norðlendinga, ekki síst Þingeyinga þar sem veðrið hefur verið jafna best í Þingeyjarsýslum. Veðrið er búið að vera frábært dag eftir dag og mánuð eftir mánuð og vonandi verður svo áfram. Hér koma nokkrar myndir sem fanga góða veðrið. Sjá myndir: Read more „Dásamlegt sumar“

Hafið þakkir fyrir

Fulltrúar Framsýnar komu aðeins við á Hótel Reynihlíð og hittu þar fyrir Þorvald í afgreiðslunni. Hugmyndin með heimsókninni var að spjalla við starfsmenn og Pétur Snæbjörnsson hótelstjóra en hann var ekki við. Þorvaldur vildi koma á framfæri þakklæti til félagsins fyrir góða þjónustu og öfluga námsstyrki til félagsmanna sem hann hefði notfært sér líkt og aðrir félagsmenn. Read more „Hafið þakkir fyrir“

Keyrt um þjóðveginn

Síðustu daga hafa forsvarsmenn og starfsmenn Framsýnar farið víða um héraðið til að heimsækja félagsmenn og atvinnurekendur. Sérstök áhersla hefur verið lögð á ferðaþjónustustaði.  Næsta vika verður einnig undirlögð fyrir vinnustaðaheimsóknir. Heimasíða stéttarfélaganna verður á vaktinni og mun fjalla um vinnustaðaheimsóknirnar næstu dagana eftir því sem tími gefst til. Read more „Keyrt um þjóðveginn“