Fullt hús á opnum félagsfundi um atvinnumál

Framsýn hefur ákveðið að standa fyrir opnum félagsfundum í vetur um málefni er snerta samfélagið í Þingeyjarsýslum.  Reiknað er með að halda einn fund í mánuði, það er fyrsta laugardag í mánuði kl. 11:00 á laugardögum. Fundaröðinni var startað í morgun með fundi um orkufrekan iðnað á Bakka. Tæplega 70 manns komu á fundinn en framsögumaður var Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri hjá Norðurþingi. Nánar verður fjallað um fundinn á heimasíðunni á allra næstu dögum.
Fundurinn í morgun var fjölmennur og greinilegt að samfélagið kallar eftir fundum sem þessum. Til skoðunar er að halda næsta opna félagsfund laugardaginn 6. desember um sorpmál í Þingeyjarsýslum.
Snæbjörn fór vel yfir stöðuna og næstu skref.Verði af framkvæmdum verður mikið í gangi á Húsavík á næstu árum.
Deila á