Vinnumarkaðsráð mótmælir lokun á Húsavík

Í gær var haldinn sameiginlegur fundur Vinnumarkaðsráðanna á Norðurlandi eystra og Austurlandi í Mývatnssveit. Í ráðinu sitja fulltrúar frá sveitarfélögum, stjórnvöldum, atvinnurekendum og verkalýðshreyfingunni. Nokkur mál voru á dagskrá fundarins. Meðal mála sem voru tekin fyrir er ákvörðun Vinnumálastofnunar að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík um næstu mánaðamót. Ákvörðuninni var mótmælt í ályktun sem verður birt hér á heimasíðunni á næstu dögum. Ályktuninni verður komið á framfæri við Vinnumálastofnun og ákveðnum hugmyndum sem komu upp um starfsemina á Húsavík.

Fyrir hvað stendur Vinnumarkaðsráð?

[Ráðherra]1) skipar sjö manna svæðisbundin vinnumarkaðsráð. Í hvert vinnumarkaðsráð skulu tveir ráðsmanna tilnefndir af samtökum launafólks á hverju svæði og tveir af samtökum atvinnurekenda. Jafnframt skal einn ráðsmanna tilnefndur af sveitarfélögum á hverju svæði, einn tilnefndur af [þeim ráðherra er fer með fræðslumál]1) og einn skipaður án tilnefningar.]2) Tilnefna skal jafnmarga fulltrúa til vara. [Ráðherra]2) skipar formann og varaformann vinnumarkaðsráðs úr hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið sem aðalmenn. Náist ekki samkomulag um tilnefningu skv. 1. mgr. úrskurðar [ráðherra]2) um hver skuli tilnefna fulltrúa í ráðið með hliðsjón af því hversu fjölmenn viðkomandi samtök eða sveitarfélög eru og að fenginni umsögn viðkomandi heildarsamtaka.

[Ráðherra]2) ákveður staðsetningu vinnumarkaðsráða að fenginni umsögn forstjóra og stjórnar Vinnumálastofnunar.

Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum.

[Ráðherra]2) getur falið vinnumarkaðsráðum önnur verkefni í samræmi við markmið og gildissvið laganna að fenginni umsögn stjórnar Vinnumálastofnunar.

Sameiginlegur fundur Vinnumarkaðsráðanna á Norðurlandi eystra og Austurlandi mótmælir lokun þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunnar á Húsavík um næstu mánaðamót. Ráðið sat á fundi í Mývatnssveit í gær.

Fundurinn í gær gekk vel og stóð fram eftir degi og voru fundarmenn mjög ánægðir með fundinn. Hér má sjá tvo fundarmenn vinna verkefni á fundinum. Soffía Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunnar á  svæðinu stjórnaði fundinum.

Deila á