2,4 milljónir í námsstyrki

Það er ekki dónalegt að vera í öflugu stéttarfélagi eins og Framsýn. Í dag fengu félagsmenn greiddar 2,4 milljónir í námsstyrki frá félaginu, það er úr eigin fræðslusjóði og fræðslusjóðum sem félagið á aðild að í gegnum kjarasamninga. Um er að ræða niðurgreiðslur á námi eða námskeiðum sem félagsmenn Framsýnar hafa farið á undanfarnar vikur. Í heildina fengu 54 félagsmenn styrki.

Félagsmenn Framsýnar eru greinilega fróðleiksfúsir ef marka má endurgreiðslur til félagsmanna vegna náms- eða námskeiðskostnaðar í október.

Deila á