Húsavík í dag

Það er búið að vera fallegt verður á Húsavík í dag og reyndar um alla páskana. Fjölmargir hafa verið á ferðinni og farið í langa göngutúra í góða veðrinu. Þá er töluvert um ferðamenn á Húsavík og voru bílastæðin í miðbænum full af bílaleigubílum. Read more „Húsavík í dag“

Boðað til fundar í Framsýn strax eftir páska – atkvæðagreiðsla að hefjast

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar mun koma saman til fundar strax eftir páska, það er þriðjudaginn 7. apríl. Á fundinum verður tekin ákvörðun um atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal félagsmanna Framsýnar síðar í apríl. Um verður að ræða rafræna atkvæðagreiðslu. Read more „Boðað til fundar í Framsýn strax eftir páska – atkvæðagreiðsla að hefjast“

Umsókn um orlofshús

Félagar! Umsóknarfrestur um orlofshús á vegum stéttarfélaganna er til 8. apríl 2015. Vinsamlegast sækið um fyrir þann tíma. Frekari upplýsingar um orlofshúsin eru í síðasta Fréttabréfi stéttarfélaganna.

Yfirlýsing frá Starfsgreinasambandi Íslands vegna úrskurðar félagsdóms

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) lýsir miklum vonbrigðum með nýfallinn dóm félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins vegna tæknimanna hjá RÚV en Samtök atvinnulífsins (SA) höfðu efast um lögmæti verkfallsaðgerða tæknimannanna. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að telja atkvæði vegna verkfallsboðunar margra stéttarfélaga í einu lagi, jafnvel þó að um sameiginlegar aðgerðir sé að ræða. Read more „Yfirlýsing frá Starfsgreinasambandi Íslands vegna úrskurðar félagsdóms“

Áhugalausir SA menn – fundað í dag

Ríkissáttasemjari boðaði til fundar í dag með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands. Skemmst er frá því að segja að lítið nýtt kom fram á fundinum enda halda forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins sig við gömlu tugguna um að ekkert svigrúm sé til hækkana hjá verkafólki sem er með rúmlega tvöhundruð þúsund krónur á mánuði. Read more „Áhugalausir SA menn – fundað í dag“

Opið bréf formanns Framsýnar til félagsmanna – greiðum atkvæði með boðun verkfalls

Í bréfi formanns Framsýnar til félagsmanna í dag skorar hann á félagsmenn að greiða atkvæði með boðun verfalls þar sem Samtök atvinnulífsins hafna alfarið  kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands um hækkun lægstu launa  sem Framsýn á aðild að. Read more „Opið bréf formanns Framsýnar til félagsmanna – greiðum atkvæði með boðun verkfalls“