Sameiginlegur stjórnarfundur

Stjórnir Þingiðnar og Framsýnar munu funda saman næsta mánudag kl. 17:15 í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík. Tilefni fundarins er að fara yfir væntanlegar framkvæmdir á stór Húsavíkursvæðinu, það er uppbyggingu á Húsavík og á Þeistareykjum. Auk þess verða nokkur önnur mál tekin fyrir er varða starfsemi stéttarfélaganna.

Þingiðn og Framsýn verða með sameiginlegan stjórnarfund næsta mánudag. Hér má sjá formenn félaganna,  Aðalstein og Jónas.

Deila á