Áríðandi fundur – Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Almennt verkafólk og verslunar og skrifstofufólk. Þriðjudaginn 9.júní nk.kl.20.00 verður haldinn kynningarfundur um nýgerða kjarasamninga á milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og Landsambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru þann 29.maí sl. Read more „Áríðandi fundur – Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar.“

Félagsmenn Þingiðnar samþykktu verkfallsaðgerðir

Samiðn ásamt félögum iðnaðarmanna sem eru í samstarfi um endurnýjun á almenna kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins, þ.e. MATVÍS, Grafía/FBM, VM, Félag hársnyrtisveina og aðildarfélög RSÍ samþykktu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna heimild til verkfallsboðunar. Atkvæðagreiðslunni lauk í dag kl. 10:00. Read more „Félagsmenn Þingiðnar samþykktu verkfallsaðgerðir“

Meginkröfur SGS í höfn

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Í upphafi viðræðna fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Auk þess var lögð áhersla á sérstakar hækkanir hjá starfsfólki í útflutningsgreinum. Read more „Meginkröfur SGS í höfn“

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði

Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir í 11 liðum til að greiða fyrir kjarasamningum en stefnt er að undirritun samninga Flóabandalagsins, verslunarmannafélaganna og Starfsgreinasambandsins við SA milli klukkan 14 og 15 í dag. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er svohljóðandi: Read more „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði“

Nýr kjarasamningur undirritaður fyrir verslunar- og skrifstofufólk

Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning LÍV og Samtaka atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018. Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar á aðild að samningnum.Lægstu launataxtar hækka um 31,1% eða kr. 64.208 á samningstímanum. Lágmarkstekjur verða 300 þúsund krónur á mánuði frá maí árið 2018. Read more „Nýr kjarasamningur undirritaður fyrir verslunar- og skrifstofufólk“

Boðuðum verkföllum félagsmanna Framsýnar frestað – viðræður hafnar

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um að fresta fyrirhuguðum verkföllum um sex daga. Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga og það er mat samninganefndarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna.

Frestun verkfalla verður sem hér segir:

Verkfalli 28. og 29. maí er frestað til 3. og 4. júní.

Ótímabundnu verkfalli 6. júní er frestað til 12. júní.

Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á liðnu ári

Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk að venju vel á síðasta starfsári. Í dag starfa 5 starfsmenn á skrifstofunni í fullu starfi og einn starfsmaður er í hlutastarfi við ræstingar og þrif. Til viðbótar eru fjórir starfsmenn í 0,4% stöðugildum við umsjón á orlofsíbúðum/húsum sem eru í eigu félagsins og við þjónustu við félagsmenn Framsýnar á Raufarhöfn. Read more „Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á liðnu ári“

Orlofsuppbót 2015

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, kr. 39.500. Read more „Orlofsuppbót 2015“

Fyrirtæki vilja semja – bíða ekki eftir SA

Nú um Hvítasunnuhelgina hafa fulltrúar Framsýnar átt í viðræðum við nokkur fyrirtæki á félagssvæðinu sem standa utan Samtaka atvinnulífsins um gerð kjarasamnings. Frumkvæðið hefur komið frá fyrirtækjunum. Framsýn hefur áður undirritað 23 kjarasamninga við fyrirtæki á svæðinu. Ekki er ólíklegt að skrifað verði undir nokkra samninga til viðbótar á allra næstu dögum enda hafa viðræðurnar við fyrirtækin gengið vel um Hvítasunnuna. Read more „Fyrirtæki vilja semja – bíða ekki eftir SA“