Í tilefni af því að Framsýn hefur gengið frá 23 kjarasamningum við atvinnurekendur á félagssvæðinu verður öllum sem leið eiga um Skrifstofu stéttarfélaganna miðvikudaginn, 13. maí, boðið upp á bestu vöfflur í heimi með rjóma og sultu. Read more „Samningum fagnað með vöfflukaffi“
Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá verslunar- og skrifstofufólki
Félagsmenn í aðildarfélögum LÍV, þar sem taldir félagsmenn í Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar, hafa verið samningslausir í tvo mánuði. Þar sem ekki náðist sátt við atvinnurekendur um grundvöll nýs kjarasamnings vísuðu stéttarfélögin deilum sínum til ríkissáttasemjara þann 17. apríl sl. Read more „Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá verslunar- og skrifstofufólki“
Búið að semja við yfir tuttugu fyrirtæki
Nú stendur yfir stjórnar og trúnaðarmannaráðsfundur á vegum Framsýnar. Aðalumræðuefni fundarins eru kjaramál. Í máli formanns kom fram að félagið er búið að semja við 23 fyrirtæki á félagssvæðinu sem gerir um 30% af starfandi fyrirtækjum á svæðinu sem greiða kjarasamningsbundin gjöld til Framsýnar. Read more „Búið að semja við yfir tuttugu fyrirtæki“
Verkfallsbrot – nokkur mál komið upp í dag
Nokkur verkfallsbrot hafa komið upp í dag á félagssvæði Framsýnar. Félagið er með mjög öfluga verkfallsvakt sem staðið hefur vaktina. Fyrir liggur að ákveðin fyrirtæki munu fá áminningabréf frá félaginu á næstu dögum. Read more „Verkfallsbrot – nokkur mál komið upp í dag“
Formaður tekur þátt í verkfallsvörslu og þiggur ekki laun í verkfallinu
Formaður Framsýnar gaf út á félagsfundi á dögunum að hann ætlaði sér að sýna fulla samstöðu með félagsmönnum og leggja niður vinnu þá daga sem boðað verkfall næði yfir og gegna þess í stað verfallsvörslu. Hann verður því launalaus þessa daga eins og þeir félagsmenn sem verkfallið nær yfir. Read more „Formaður tekur þátt í verkfallsvörslu og þiggur ekki laun í verkfallinu“
Erlendir sjálfboðaliðar vilja aðstoða við verkfallsvörslu
Dæmi eru um að erlendir sjálfboðaliðar hafi sett sig í samband við Starfsgreinasambandið og boðist til að taka þátt í verkfallsvörslu á Íslandi. Framsýn hefur undir höndum bréf frá erlendum aðila sem býðst til að taka þátt í verkfallsvörslu á félagssvæði Framsýnar. Read more „Erlendir sjálfboðaliðar vilja aðstoða við verkfallsvörslu“
Verkfall hefst á miðnætti í kvöld, þriðjudag
Á miðnætti í kvöld hefst önnur lota í boðuðum verkfallsaðgerðum. Þessi lota mun standa til miðnættis 7. maí, það er í tvo sólarhringa. Read more „Verkfall hefst á miðnætti í kvöld, þriðjudag“
Skjóta látlaust yfir markið með bundið fyrir augun
Vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í morgun undir yfirskriftinni „SA segjast vilja rétta hlut tekjulægstu hópa“, telur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) mikilvægt að halda til haga staðreyndum. Read more „Skjóta látlaust yfir markið með bundið fyrir augun“
Er þetta skýringin á áhugaleysi SA?
Fyrir liggur að þeir sem stjórna Samtökum atvinnulífsins tengjast flestir fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Margir velta því fyrir sér hvort það skýri áhugaleysið hjá þeim að ganga frá samningi við aðildarfélög Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni. Read more „Er þetta skýringin á áhugaleysi SA?“
Verkfallsdagar
Boðað verkfall Framsýnar, stéttarfélags stendur yfir þessa daga í maí: Read more „Verkfallsdagar“
Framsýn kemur saman til fundar
Staðan tekin í dag
Svipmyndir frá hátíðarhöldunum
Hér má sjá svipmyndir frá hátíðarhöldunum á Húsavík sem snillingurinn Rafnar Orri Gunnarsson tók saman en hann sá um að taka hátíðarhöldinn upp í gær. Sjá má afraksturinn hér á heimasíðunni í þremur myndböndum.
Hvað er svona merkilegt við það að bora í vegg………………
Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti ávarp á hátíðarhöldunum í gær á Húsavík. Skorað er á lesendur síðunnar að hlusta á þetta áhugaverða ávarp sem Ósk flutti með miklum tilþrifum.
Framsýn hefur gengið frá níu kjarasamningum
Fram kom í ræðu formanns Framsýnar á hátíðarhöldunum 1. maí að félagið hefði þegar samið við níu fyrirtæki á félagssvæðinu. Viðræður væru í gangi við fleiri fyrirtæki og reiknaði Aðalsteinn með því að undirrita nokkra samninga til viðbótar eftir helgina. Það er áður en tveggja daga verkfall hefst í næstu viku það er 6 og 7. maí. Read more „Framsýn hefur gengið frá níu kjarasamningum“
Verkalýðs er ranglát raun……………

Með blóðhlaupin augu af siðblindu….
Ræða formanns Framsýnar vakti töluverða athygli í dag en hann skaut föstum skotum að Samtökum atvinnulífsins og þeirri misskiptingu sem þrífst í landinu í skjóli samtakana. Verkfallsaðgerðir aðildarfélaga SGS væru í boði SA. Hér má hlýða á ræðu formanns.
Fleiri myndir frá hátíðinni
Hér koma fleiri myndir frá frábærum degi í dag. Sjá myndir: Read more „Fleiri myndir frá hátíðinni“
Mikið fjölmenni á hátíðarhöldunum á Húsavík í dag
Um 700 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum á Húsavík sem fóru vel fram í góðu veðri. Boðið var upp á frábær skemmtiatriði auk þess sem tvær kröftugar ræður voru fluttar á fundinum sem vöktu mikla athygli. Samstaðan var algjör og sá fólk ástæðu til að rísa úr sætum þegar formaður Framsýnar lauk ræðu sinni og skoraði á fólk að fylgja eftir kröfunni um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Read more „Mikið fjölmenni á hátíðarhöldunum á Húsavík í dag“
Hátíðarræða formanns Framsýnar
Hér má lesa hátíðarræðu formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar, sem hann flutti með miklum tilþrifum rétt í þessu á baráttudegi verkalýðsins í Íþróttahölinni á Húsavík. Read more „Hátíðarræða formanns Framsýnar“