Farið yfir málin

Halldór Oddsson lögfræðingur Alþýðusambands Íslands er stéttarfélögunum til aðstoðar varðandi kjör og réttindi starfsmanna á Þeistareykjum en starfsmenn taka kjör eftir Stórframkvæmdasamningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Hann mun einnig verða félögunum til aðstoðar varðandi frekari framkvæmdir á svæðinu sem eru fyrirhugaðar á næstu árum.

Halldór Oddsson lögfræðingur ASÍ var á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær að undirbúa sig fyrir fund með starfsmönnum á Þeistareykjum sem fram fór síðar um daginn.

Deila á