Funduðu um starfsmannamál og stöðu sveitarfélagsins

Formenn Framsýnar og Starfsmannafélags Húsavíkur áttu fund með bæjarstjóra og fjármálastóra Norðurþings á dögunum þar sem farið var yfir rekstur sveitarfélagsins og ákveðnar breytingar sem eru til skoðunar á starfsmannahaldi hjá sveitarfélaginu í kjölfar skýrslu um stöðu sveitarfélagsins. Skýrslan hefur verið til umræðu innan sveitarfélagsins. Fundurinn var vinsamlegur og skiptust menn á skoðunum um málefni sveitarfélagsins og stöðu starfsmanna í ljósi þess að hagræða þarf hjá sveitarfélaginu.

Núverandi bæjarstjórn Norðurþings leggur mikið upp úr góðu samstarfi við stéttarfélögin.

Deila á