Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar miðvikudaginn 26. ágúst kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Inntaka nýrra félaga
3. Staðan á Þeistareykjum
4. Fundur með fulltrúum Landsnets
5. Húsnæðismál G-26
6. Sumarferð stéttarfélaganna
7. Heimsókn Landsmenntar
8. Formannafundur SSÍ
9. Endurskoðun á lögum Framsýnar
10. Styrkur vegna listaverks
11. Niðurgreiðsla á augnsteinaaðgerðum
12. Önnur mál
Búist er við kraftmiklu starfi Framsýnar í vetur enda mikil uppbygging framundan á félagssvæðinu sem kallar á öflugt starf á vegum félagsins. Dómhildur Antonsdóttir er sjórnarmaður í Framsýn. Hér er hún að taka til máls á einum fundi á vegum félagsins.