Kalla eftir upplýsingum frá ráðherra um úrræði í húsnæðismálum

Framsýn hefur óskað eftir upplýsingum frá félags- og húsnæðismálaráðherra varðandi uppbyggingu á 2.300 félagslegum íbúðum á næstu árum á vegum ríkisins og samstarfsaðila. Félagið er hér að vitna til yfirlýsingar ríkistjórnarinnar sem fylgdi síðustu kjarasamningum. Spurt er út í áætlaðan fjölda nýrra íbúða á félagssvæði Framsýnar. Bréfið er svohljóðandi: Read more „Kalla eftir upplýsingum frá ráðherra um úrræði í húsnæðismálum“

Það er nú ekki lítils virði!

Ekki fer á milli mála að aukinnar bjartsýni gætir á Húsavík enda mikið um framkvæmdir á svæðinu er tengist uppbyggingunni á Bakka. Fyrir liggur að íbúum kemur til með að fjölga og þegar er farið að bera á því að fólk flytji til Húsavíkur, bæði nýbúar og eins Húsavíkingar sem búið hafa á öðrum landshornum um áratugaskeið en sjá nú tækifæri felast í því að flytja heim aftur. Read more „Það er nú ekki lítils virði!“

Frábær sumarferð

Sumarferð stéttarfélaganna að Holuhrauni var farin um helgina. Ferðin tókst í alla staði mjög vel, frábær hópur, gott veður, magnaður fararstjóri og síðast en ekki síst öruggur og ljúfur bílstjóri. Þegar allt þetta fer saman geta svona ferðir ekki klikkað. Sjá myndir, fleiri myndir birtast á morgun: Read more „Frábær sumarferð“

Svo orti Friðrik

Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna leggur mikið upp úr því að þjónusta vel þá fjölmörgu starfsmenn sem þegar eru komnir vegna framkvæmdanna á svæðinu er tengist uppbyggingunni á Bakka. Mývetningurinn Friðrik Steingrímsson er einn af þeim fjölmörgu starfsmönnum sem vinna á Þeistareykum og er auk þess hagyrðingur góður. Read more „Svo orti Friðrik“