Opinn fundur – 100 ára kosningaréttur kvenna

Framsýn, stéttarfélag í samstarfi við Jafnréttisstofu standa fyrir opnum fundi um 100 ára kosningarétt kvenna laugardaginn 21. nóvember. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna og stendur yfir frá kl. 11:00 til 13:00. Boðið verður upp á súpu og meðlæti í hádeginu. Sjá dagskrá:

Dagskrá:

11:00 Tónlistaratriði
• Hólmfríður Benediktsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir og María Sigurðardóttir

11:15 Kristín Ásgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu
• Kosningaréttur kvenna í 100 ár

11:30 Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar
• Konur og kjarabarátta á árum áður

11:45 Tónlistaratriði
• Ruth Ragnarsdóttir og Friðrik Marinó Ragnarsson

12:00 Hádegisverður
• Boðið verður upp á súpu og meðlæti á staðnum

12:15 Valgerður Sverrisdóttir fv. ráðherra og ferðaþjónustubóndi
• Margs að minnast

12:30 Tónlistaratriði
• Edda Björg Sverrisdóttir og félagar

12:45 Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
• Konan í dag

13:00 Lok fundar

„Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á alþingi.“ Bríet Bjarnhéðinsdóttir í hátíðarræðu á Austurvelli, 7. júlí 1915.

Framsýn stéttarfélag

Deila á