Ánægja með verkefnið

Lionsklúbbur Húsavíkur stóð fyrir kynningarfundi í kvöld um forvarnarverkefni gegn ristilkrabbameini sem klúbburinn hefur staðið að síðustu fjögur ár í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Árgangur 1957 var fyrst boðaður í skoðun árið 2012. Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök á svæðinu hafa komið að því að styrkja verkefnið sem ætlað var í upphafi að standa í 5 ár. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum eru meðal styrktaraðila. Verkefnið snýst um að bjóða öllum 55 ára íbúum á svæðinu upp á ókeypis ristilspeglun á fimm ára tímabili. Á fundinum í kvöld kom fram almenn ánægja með verkefnið og hvernig til hefur tekist. Þá hefur verkefnið vakið töluverða athygli á landsvísu. Allir sem tjáðu sig í kvöld, það er frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Lionsklúbbnum og frá öðrum styrktaraðilum verkefnisins töluðu fyrir því að haldið yrði áfrarm með þetta metnaðarfulla verkefni. Meðan á kynningunni stóð var fundargestum boðið upp á súpu, brauð og kaffi í boði Lionsmanna. Sjá myndir:

Deila á