Bað um góðar kveðjur til Íslands

Ríkistjórn Finnlands hefur boðað verulegar skerðingar á greiðslum og réttindum fólks á vinnumarkaði í Finnlandi. Mótmæli hafa verið í landinu vegna þessa og hafa verkalýðsfélögin staðið fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir skerðingarnar sem koma sérstaklega illa við við fólk með litlar tekjur, þar á meðal SEL sem stendur fyrir samband verkafólks í matvælaiðnaði í Finnlandi. Read more „Bað um góðar kveðjur til Íslands“

Spjallað um málefni starfsmanna

Starfsmannastjóri Jarðborana hf., Torfi Pálsson, átti óformlegan fund með fulltrúum Framsýnar fyrir helgina. Torfi var á ferðinni á Húsavík og óskaði eftir spjalli um málefni starfsmanna en fyrirtækið hefur verið með verkefni við borun í Kröflu auk þess sem ekki er ólíklegt að fyrirtækið komi að fleiri verkefnum við borun í Þingeyjarsýslum á allra næstu árum enda semjist um það milli verkkaupa og verksala. Read more „Spjallað um málefni starfsmanna“

Hugað að fræðslu

Fulltrúar frá Þekkingarneti Þingeyinga og Framsýn gerðu sér ferð upp á Þeistareyki til að funda með talsmönnum LNS Saga og Landsvirkjunar á svæðinu. Tilefni ferðarinnar var að gera forsvarsmönnunum grein fyrir starfsemi Þekkingarnetsins og kanna möguleikana á samstarfi um starfsmenntun og aðra fræðslu. Read more „Hugað að fræðslu“

Reiði á formannafundi SGS, samningsforsendur brostnar

Starfsgreinasamband Íslands stóð fyrir formannafundi á Egilsstöðum fyrir helgina. Formaður og varaformaður Framsýnar voru á staðnum og tóku þátt í umræðunni sem fram fór á fundinum. Helstu málefni fundarins voru kjaramál, atvinnumál á Austurlandi og stórframkvæmdir á Íslandi. Miklar og heitar umræður urðu um kjaramál enda allt í uppnámi eftir niðurstöðu gerðadóms varðandi hækkanir til ákveðina ríkisstarfsmanna. Read more „Reiði á formannafundi SGS, samningsforsendur brostnar“

Kalla eftir upplýsingum frá ráðherra um úrræði í húsnæðismálum

Framsýn hefur óskað eftir upplýsingum frá félags- og húsnæðismálaráðherra varðandi uppbyggingu á 2.300 félagslegum íbúðum á næstu árum á vegum ríkisins og samstarfsaðila. Félagið er hér að vitna til yfirlýsingar ríkistjórnarinnar sem fylgdi síðustu kjarasamningum. Spurt er út í áætlaðan fjölda nýrra íbúða á félagssvæði Framsýnar. Bréfið er svohljóðandi: Read more „Kalla eftir upplýsingum frá ráðherra um úrræði í húsnæðismálum“

Það er nú ekki lítils virði!

Ekki fer á milli mála að aukinnar bjartsýni gætir á Húsavík enda mikið um framkvæmdir á svæðinu er tengist uppbyggingunni á Bakka. Fyrir liggur að íbúum kemur til með að fjölga og þegar er farið að bera á því að fólk flytji til Húsavíkur, bæði nýbúar og eins Húsavíkingar sem búið hafa á öðrum landshornum um áratugaskeið en sjá nú tækifæri felast í því að flytja heim aftur. Read more „Það er nú ekki lítils virði!“