Viðræðum bræðslumanna frestað til morguns

Samningaviðræðum bræðslumanna á Þórshöfn var rétt í þessu frestað til morguns. Á fundi samninganefndar bræðslumanna og Samtaka atvinnulífsins var lagt fram tilboð frá atvinnurekendum um launahækkanir sem samninganefnd bræðslumanna hafnaði. Gert er ráð fyrir að viðræðum verði haldið áfram upp úr klukkan 8 í fyrramálið en þá verður rætt um sérmálin.

Viðræður bræðslumanna í fullum gangi

Samningaviðræður bræðslumanna á Þórshöfn við Samtök atvinnulífsins héldu áfram í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag. Viðræðurnar hófust klukkan 14:00 en ákveðið var í síðustu viku að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Að sögn fulltrúar bræðslumanna í samninganefndinni er lögð megináhersla á að klára öll sérmál og taka svo snúning á launaliðnum í framhaldinu. Samninganefndin hefur verið beðin um að vera áfram í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fréttar af viðræðunum verða settar inn á heimsíðuna um leið og þær berast.

Formaður fundar með starfsmönnum Silfurstjörnunnar

Framsýn hefur boðað til fundar með starfsmönnum Silfurstjörnunnar í Öxarfirði næsta miðvikudag kl. 12:30 í kaffistofu fyrirtækisins. Þar mun formaður félagsins, Aðalsteinn Á. Baldursson fara yfir stöðuna í kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins og ræða jafnframt við starfsmenn um gildandi sérkjarasamning starfsmanna við fyrirtækið. Til stendur að halda fleiri vinnustaðafundi á vegum Framsýnar á næstu vikum um kjara- og atvinnumál. Þeir verða auglýstir nánar síðar.

Fundur í dag hjá ríkissáttasemjara

Bræðslumenn frá Þórshöfn munu ganga á fund ríkissáttasemjara í dag kl. 14:30. Þar munu þeir funda með honum og fulltrúum frá Samtökum atvinnulífsins. Bræðslumenn vísuðu kjaradeilu starfsmanna til ríkissáttasemjara í síðustu viku enda lítið gengið að semja. Komi ekkert út úr fundinum í dag munu starfsmenn funda varðandi næstu skref og hvort boðað verður til verkfalls í næstu viku.

Fréttabréf í burðarliðnum

Vegn mikilla anna á Skrifstofu stéttarfélaganna hefur starfsmönnum ekki tekist að skrifa fréttabréf sem margir eru farnir að bíða eftir. En þeir ætla ekki að bregðast lesendum og ætla því að setjast við skriftir næsta sunnudag svo bréfið geti farið í prentun eftir helgina. Þeir sem vilja auglýsa í þessum magnaða miðli er bent á að hafa samaband með því að senda tölvupóst á netfangið kuti@framsyn.is fyrir næsta mánudag. Koma svo!!!

VÞ segir bless við SGS

Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Þórshafnar samþykkti á fundi í gær að afturkalla samningsumboð félagsins frá Starfsgreinasambandi Íslands. Jafnframt óskuðu þau eftir góðu samstarfi við Framsýn sem þegar hefur dregið samningsumboðið til baka frá SGS í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Stjórnendur VÞ telja hag félagsmanna betur borgið í samstarfi með Framsýn en með Starfsgreinasambandi Íslands.

Fundað með SA

Samninganefnd Framsýnar átti sinn fyrsta fund með Samtökum atvinnulífsins í gær um gerð kjarasamnings fyrir félagsmenn Framsýnar á almennum vinnumarkaði. Samningsumboð félagsins var áður í höndum samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands en á aukaaðalfundi Framsýnar, sem haldinn var þann 2. febrúar sl., var samþykkt samhljóða að afturkalla umboðið og semja beint við Samtök atvinnulífsins. Í framhaldinu óskaði félagið eftir viðræðum við SA sem hófust formlega með þessum fundi.

Read more „Fundað með SA“

Boðað til fundar með bræðslumönnum í kvöld

Samninganefnd starfsmanna fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins á Þórshöfn átti fund með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í gær. Samtök atvinnulífsins lögðu fram hugmyndir varðandi launahækkanir sem eru langt undir væntingum starfsmanna. Á fundinum var einnig farið yfir sérmál starfsmanna og voru fulltrúar SA tilbúnir að skoða þau frekar. Read more „Boðað til fundar með bræðslumönnum í kvöld“

Bræðslufundur á morgun

Samninganefnd starfsmanna Loðnubræðslunnar á Þórshöfn mun funda með Samtökum atvinnulífsins á morgun kl.11:00 í húsnæði samtakana í Reykjavík. Eftir fundinn á morgun verða næstu skref ákveðin, það er hvort deilunni verður vísað til Ríkissáttasemjara eða viðræðum fram haldið. Þá munu fulltrúar Framsýnar einnig ganga á fund SA á morgun kl. 13:30. Um er að ræða fyrsta samningafundinn eftir að Framsýn tók samningsumboð félagsins frá Starfsgreinasambandi Íslands.

Ályktun starfsmannafundar Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga

Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga (H.Þ.) harma þann niðurskurð sem Heilbrigðisráðuneyti gerir H.Þ. að fylgja skv. fjárlögum yfirstandandi árs, sem samþykkt voru frá Alþingi 16. desember 2010. Við krefjumst þess að Heilbrigðisráðherra og stjórnvöld snúi frá þeirri áætlun að skerða fjárlög til Heilbrigðisstofnana á landinu enn frekar á komandi ári. Niðurskurður á fjárframlögum til H.Þ. á síðustu árum er nú þegar farinn að valda skerðingu á grunnþjónustu á þjónustusvæðinu. Okkur þykir því ljóst að frekari niðurskurður gæti ógnað öryggi íbúa svæðisins. Read more „Ályktun starfsmannafundar Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga“

Kjaraviðræður hafnar

Fyrsti fundur vegna bræðslumanna á Þórshöfn var haldinn í dag í húsnæði Samtaka atvinnulífsins. Þar kynnti Aðalsteinn Á. Baldursson formaður samninganefndarinnar kröfur starfsmanna. Því miður komust þeir starfsmenn Loðnuvinnslunnar á Þórshöfn sem einnig sitja í samninganefndinni ekki suður vegna veðurs, en flugsamgöngur lágu niðri fram eftir degi. Eftir fundinn var ákveðið að hittast aftur næsta miðvikudag og halda viðræðum áfram. Read more „Kjaraviðræður hafnar“

Samningsumboðið heim

Á aukaaðalfundi Framsýnar, sem haldinn var fyrr í kvöld, var samþykkt með lófaklappi að félagið afturkalli samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandi Íslands. Fundamenn lýstu óánægju sinni með þann hægagang sem verið hefði í viðræðunum og lögðu mikla áherslu á að ekki yrði vikið frá þeirri grunnkröfu félagsins að lágmarkslaun yrðu hækkuð í 200 þúsund krónur á mánuði og að samið yrði til skamms tíma, í mesta lagi til eins árs. Read more „Samningsumboðið heim“

Glæsileg útkoma úr naflaskoðun Framsýnar

Fyrir nokkru var ákveðið að fara í naflaskoðun á starfsemi Framsýnar. Leitað var til Fræðsludeildar MFA um að sjá um verkefnið sem fór fram 15. febrúar. Um 50 félagsmenn, víðsvegar af félagssvæðinu, tóku þátt í verkefninu. Bæði var um að ræða fólk sem stundað hefur félagsstörf fyrir félagið í stjórnum og ráðum auk almennra félagsmanna sem valdir voru af handahófi. Hér koma helstu niðurstöður en félagsmenn geta fengið niðurstöðurnar í heild sinni á Skrifstofu stéttarfélaganna. Niðurstöðurnar verða kynntar í kvöld á auka aðalfundi Framsýnar. Read more „Glæsileg útkoma úr naflaskoðun Framsýnar“

Vinnustaðaskírteini

Þann 15. ágúst 2010 tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.
Markmið samkomulagsins er að tryggja að allir atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum.