Atvinnumál Þingeyinga

Framsýn, stéttarfélag og Samtök atvinnulífsins hafa boðað til samningafundar næsta miðvikudag þar sem Framsýn mun leggja fram kröfugerð fyrir sína félagsmenn. Samhliða því ætlar félagið að leggja fram tillögur til SA um möguleika í atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum. Því biðlar Framsýn til Þingeyinga allra um að að koma á framfæri við félagið öllum þeim hugmyndum sem þeir kunna að hafa sem geta orðið til þess að efla atvinnustig og bæta búsetuskilyrði í Þingeyjarsýslum. Áhugasamir eru beðnir að senda hugmyndir sínar í stuttu og hnitmiðuðu máli á netfangið: kuti@framyn.is.

Í tengslum við kjaraviðræðurnar við Framsýn munu Samtök atvinnulífsins gera kröfur á stjórnvöld um að grípa til ákveðinna aðgerða í atvinnumálaum og vill félagið því koma með skýrum hætti á framfæri kröfum sínum inní þann pakka. Í undanförnum kjarasamningaviðræðum hefur hallað verulega á áherslur í atvinnu- og samgöngumálum sem snúa að landsbyggðinni. Því er leitað til Þingeyinga til að kalla fram hugmyndir í atvinnumálum. Fulltrúar félagsins munu kynna þessar hugmyndir fyrir SA um leið og launakröfur verða lagðar fram og lagt verður til að SA noti í viðræðum sínum við stjórnvöldum um aðkomu þeirra að kjarasamningum.

Deila á